Sveinn Guðmundsson (Arnarstapa)
Jump to navigation
Jump to search
Kona hans var Unnur Pálsdóttir. Þau bjuggu á Arnarstapa.
Hann sat 166 fundi í bæjarstjórn Vestmannaeyja á árunum 1938–1962. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja frá 1950 til 1974 og var hann stjórnarformaður árin 1965–1974. Hann var á meðal 30 fyrstu stofnenda ábyrgðarmanna Sparisjóðsins árið 1942 er hann var stofnaður.
Sveinn var í söngfélaginu Vestmannakór og var stjórnandi kórsins 1940-1957. Söng hann tenór-rödd. Hann var forseti Rotaryklúbbs Vestmannaeyja veturinn 1972-73.