„Maren Guðjónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Maren Anna Guðjónsdóttir''' húsfreyja fæddist 5. mars 1915 á Enni á Höfðaströnd í Skagafirði og lést 20. apríl 1998.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Jakob Þórari...)
 
m (Verndaði „Maren Guðjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. apríl 2021 kl. 13:34

Maren Anna Guðjónsdóttir húsfreyja fæddist 5. mars 1915 á Enni á Höfðaströnd í Skagafirði og lést 20. apríl 1998.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jakob Þórarinsson frá Enni, búfræðingur og bóndi á Enni, síðar á Siglufirði, f. 31. janúar 1880, d. 13. febrúar 1966 á Siglufirði, og kona hans Jóna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1881 á Miðhóli í Fellshreppi, d. 6. október 1926 á Siglufirði.

Maren var með foreldrum sínum í æsku, á Enni, og á Siglufirði frá 1925. Hún var þar til 1939, er hún flutti til Eyja með Páli.
Þau giftu sig 1941, eignuðust eitt kjörbarn. Þau bjuggu í fyrstu í Sætúni við Bakkastíg 10, þá á Helgafellsbraut 15, keyptu húsið við Ásaveg 23 1953 og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1968 og bjuggu í Hraunbæ 162 til ársins 1988, en þá lést Páll.
Maren flutti til sonar síns, fyrst að Stóru-Brekku í Fljótum, en síðan að Birkibergi 22 í Hafnarfirði.
Maren lést 1998.

I. Maður Marenar Önnu, (4. janúar 1941), var Páll Ingibergsson frá Hjálmholti, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 6. maí 1913, d. 15. janúar 1988.
Barn þeirra:
1. Gunnar Reynir Pálsson framkvæmdastjóri, f. 22. maí 1952. Kona hans Sigríður Björnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 30. apríl 1998. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.