„Emilía G. Ottesen“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Emilía Gunnlaugsdóttir Ottesen''' frá Seyðisfirði, húsfreyja fæddist 5. nóvember 1890 á Vestdalseyri þar og lést 7. júlí 1963.<br> Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gun...)
 
m (Verndaði „Emilía G. Ottesen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. febrúar 2021 kl. 11:57

Emilía Gunnlaugsdóttir Ottesen frá Seyðisfirði, húsfreyja fæddist 5. nóvember 1890 á Vestdalseyri þar og lést 7. júlí 1963.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gunnlaugsson Oddsen, f. 7. febrúar 1853, d. 18. janúar 1909, og Margrét Steinvör Gunnlaugsdóttir, f. 3. ágúst 1851, d. 20. apríl 1908.

Emilía var með foreldrum sínum á Akureyri 1901. Þau létust 1908 og 1909. Hún var leigjandi á Akureyri 1910, flutti til Eyja frá Seyðisfirði 1912 og var leigjandi í Laufási á því ári.
Þau Eyjólfur giftu sig 1914, eignuðust ekki barn saman, en fóstruðu Berthu Gísladóttur.
Eyjólfur lést 1957 og Emilía 1963.

I. Maður Emilíu, (14. nóvember 1914), var Eyjólfur Bjarni Ottesen verslunarmaður, f. 21. október 1891 í Reykjavík, d. 17. febrúar 1957.
Fósturbarn þeirra:
1. Gíslína Bertha Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1920 á Borg, d. 23. apríl 2012 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.