„Guðrún Ólafía Karlsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Guðrún Ólöf Karlsdóttir. '''Guðrún Ólöf Karlsdóttir''' húsfreyja, kaupmaður fæddist 20. ágúst 1907 á Mýrarhúsum...)
 
m (Verndaði „Guðrún Ólafía Karlsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. febrúar 2021 kl. 13:49

Guðrún Ólöf Karlsdóttir.

Guðrún Ólöf Karlsdóttir húsfreyja, kaupmaður fæddist 20. ágúst 1907 á Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og lést 18. nóvember 2009.
Foreldrar hennar voru Karl G. Ólafsson frá Bygggarði á Seltjarnarnesi, sjómaður, f. 10. ágúst 1872, d. 18. júlí 1925, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Brekkukoti í Reykholtsdal, Borg., húsfreyja, klæðskeri, f. 29. ágúst 1874, d. 7. ágúst 1959

Guðrún var með foreldrum sínum á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur og síðast í Hafnarfirði með ekkjunni móður sinni.
Um tvítugt flutti hún til Vestmannaeyja og vann lengi í Verslun Önnu Gunnlaugsson.
Eftir lát Magnúsar rak Guðrún verslunarfyrirtæki þeirra, hélt því gangandi og efldi það. Þegar hún varð áttræð hætti hún þeim rekstri.
Þau Magnús giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 2 í fyrstu, síðar á Ásavegi 7 og á Faxastíg 1. Þau fluttu til Reykjavíkur 1947, bjuggu á Víðimel og síðar í Kvisthaga.
Magnús Óskar lést 1968. Guðrún bjó Kirkjulundi í Garðabæ, en að síðustu á Hraunvangi í Hafnarfirði. Hún lést 2009, 102 ára.

I. Maður Guðrúnar Ólafar, (6. júní 1936), var Magnús Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, verslunarmaður, kaupsýslumaður, f. 29. apríl 1908, d. 3. september 1968.
Börn þeirra:
1. Sigríður Hrefna Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. desember 1936, d. 5. ágúst 2015. Maður hennar Pétur Björnsson.
2. Ólöf Sylvía Magnúsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 10. apríl 1940. Maður hennar Guðmundur Kr. Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Keflavík í byrjun aldar - minningar frá Keflavík 1-3. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Reykjavík. Líf og saga 1989.
  • Morgunblaðið 4. desember 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.