„Walter Gunnlaugsson“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Walter Gunnlaugsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Walter lést 2017. | Walter lést 2017. | ||
I. Fyrri kona Walters, ( | I. Fyrri kona Walters, (26. ágúst 1955, skildu), er Jóhanna Lucinda Heiðdal Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1936. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Sigurðsson Heiðdal deildarstjóri, framkvæmdastjóri, f. 4. ágúst 1912 á Vopnafirði, d. 3. febrúar 2005, og kona hans María Gyða Hjálmtýsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1913 í Reykjavík, d. 1. febrúar 1991.<br> | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. María Guðrún Waltersdóttir ritari, f. 27. október 1955. Fyrrum sambúðarmaður hennar Hörður Sigurðsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Þór Skjaldberg.<br> | 1. María Guðrún Waltersdóttir ritari, f. 27. október 1955. Fyrrum sambúðarmaður hennar Hörður Sigurðsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Þór Skjaldberg.<br> |
Núverandi breyting frá og með 23. september 2022 kl. 15:56
Walter Gunnlaugsson frá Gamla spítalanum við Kirkjuveg 20, sjómaður, farmaður, verkstjóri fæddist þar 3. ágúst 1935 og lést 3. október 2017.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Loftsson kaupmaður, f. 22. apríl 1901 á Felli í Mýrdal, d. 15. apríl 1975 í Reykjavík, og kona hans Guðrún Geirsdóttir frá Kanastöðum, húsfreyja, f. 18. desember 1908 á Kanastöðum í A.-Landeyjum, d. 15. september 1988 í Reykjavík.
Börn Guðrúnar og Gunnlaugs:
1. Guðrún Gunnlaugsdóttir Johnson húsfreyja, f. 21. mars 1933 á Urðavegi 41, d. 31. desember 2012. Maður hennar var Ólafur Ó. Johnson, látinn.
2. Walter Gunnlaugsson sjómaður, verslunarmaður, verkstjóri, f. 3. ágúst 1935 á Kirkjuvegi 20. Fyrrum kona hans Jóhanna Lucinda Heiðdal. Kona hans Anna Lísa Ásgeirsdóttir.
Walter var með foreldrum sínum í æsku og flutti með þeim til Reykjavíkur 1943.
Hann varð sjómaður, var á skipum Eimskipafélagsins og síðar á skipum Hvals hf. á sumarvertíðum þeirra. Síðast vann hann í Keflavík hjá P. Árnason og síðar var hann verkstjóri hjá Pökkun og flutningum hf., sem annaðist m.a. umfangsmikla flutningastarfsemi með persónulegar eigur varnarliðsmanna og fjölskyldna þeirra.
Þau Jóhanna Lucinda giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn, en skildu 1969.
Þau Anna Lísa giftu sig 1977. Þau eignuðust ekki börn saman, en Walter fóstraði barn Önnu Lísu. Þau bjuggu í Keflavík.
Walter lést 2017.
I. Fyrri kona Walters, (26. ágúst 1955, skildu), er Jóhanna Lucinda Heiðdal Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1936. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Sigurðsson Heiðdal deildarstjóri, framkvæmdastjóri, f. 4. ágúst 1912 á Vopnafirði, d. 3. febrúar 2005, og kona hans María Gyða Hjálmtýsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1913 í Reykjavík, d. 1. febrúar 1991.
Börn þeirra:
1. María Guðrún Waltersdóttir ritari, f. 27. október 1955. Fyrrum sambúðarmaður hennar Hörður Sigurðsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar Þór Skjaldberg.
2. Erla Waltersdóttir bankastarfsmaður, f. 21. júlí 1957. Fyrrum maður hennar Grímur Bjarnason. Fyrrum sambúðarmaður hennar Karl Ómar Björnsson.
3. Vihjálmur Heiðdal Waltersson búfræðingur, f. 11. desember 1958. Kona hans Helga Jónsdóttir.
4. Hildur Waltersdóttir skrifstofustjóri, f. 14. febrúar 1962. Fyrrum maður hennar Guðmundur Kjartansson.
II. Síðari kona Walters, (í október 1977), var Anna Lísa Ásgeirsdóttir skrifstofumaður, verslunar- og snyrtistofurekandi í Keflavík, f. 12. mars 1941, d. 3. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Ásgeir Matthíasson, f. 3. júlí 1891, d. 28. október 1955, og kona hans Anna Luise Matthíasson húsfreyja, f. 11. október 1913, d. 28. desember 1986.
Barn Önnu Lísu og fósturbarn Walters:
5. Anna Birgitta Nicholson húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 19. júní 1961. Maður hennar Björn Línberg Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- María Guðrún.
- Morgunblaðið 26. október 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.