„Anna Bekk Guðmundsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Anna Bekk Guðmundsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Anna var með foreldrum sínum í æsku, á Stekk, í Magasíninu á Seyðisfirði 1910.<br>
Anna var með foreldrum sínum í æsku, á Stekk, í Magasíninu á Seyðisfirði 1910.<br>
Hún vann verkakvennavinnu, en einnig við beitningar, var hjú á Landamótum þar 1920 og þar var Einar Sigfinnur Guðjónsson vinnumaður.<br>
Hún vann verkakvennavinnu, en einnig við beitningar, var hjú á Landamótum þar 1920 og þar var Einar Sigfinnur Guðjónsson vinnumaður.<br>
Anna var síðar matráðskona við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði.<br>
Þau Einar Sigfinnur giftu sig 1921, eignuðust þrjú börn, en skildu meðan börnin voru ung.<br>
Þau Einar Sigfinnur giftu sig 1921, eignuðust þrjú börn, en skildu meðan börnin voru ung.<br>
Anna bjó nokkur ár á Seyðisfirði,  í Sjávarborg þar 1930, eignaðist barn með Þorgeiri 1935.<br>
Anna bjó nokkur ár á Seyðisfirði,  í Sjávarborg þar 1930, eignaðist barn með Þorgeiri 1935.<br>

Útgáfa síðunnar 21. desember 2020 kl. 16:53

Anna Bekk Guðmundsdóttir frá Stekk á Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði fæddist þar 1. ágúst 1903 og lést 17. janúar 1994.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson frá Stekk, sjómaður, f. 22. júní 1880, d. 25. febrúar 1935 og kona hans Vilborg Sigríður Jónsdóttir frá Kálfsnesgerði í Fellum, húsfreyja, f. 23. maí 1880, d. 20. febrúart 1953.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, á Stekk, í Magasíninu á Seyðisfirði 1910.
Hún vann verkakvennavinnu, en einnig við beitningar, var hjú á Landamótum þar 1920 og þar var Einar Sigfinnur Guðjónsson vinnumaður.
Anna var síðar matráðskona við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði.
Þau Einar Sigfinnur giftu sig 1921, eignuðust þrjú börn, en skildu meðan börnin voru ung.
Anna bjó nokkur ár á Seyðisfirði, í Sjávarborg þar 1930, eignaðist barn með Þorgeiri 1935.
Hún flutti til Eyja með Hreggvið 1949, vann við fiskiðnað og bjó þar til 1960, en flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Þau Einar Sigfinnur tóku saman að nýju.
Einar lést 1991 og Anna 1994.

I. Maður Önnu, (3. nóvember 1921), var Einar Sigfinnur Guðjónsson frá Breiðavík í N.-Múl., f. 22. október 1901, d. 2. ágúst 1991. Foreldrar hans voru Guðjón Gíslason bóndi, f. 1856, d. 13. ágúst 1904, og kona hans Jórunn Björnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1859, d. 1. nóvember 1918.
Börn þeirra:
1. Vilborg Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 21. nóvember 1921, d. 18. janúar 2005.
2. Einar Einarsson
3. Jórunn Einarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1928, d. 14. febrúar 2012.

II. Barnsfaðir Önnu var Þorgeir Sigurðsson frá Borgarfirði eystra, útgerðarmaður, kaupmaður, bóndi, f. þar 14. nóvember 1899, d. 18. ágúst 1997 á Hrafnistu í Reykjavík.
Barn þeirra:
4. Hreggviður Þorgeirsson rafmagnstæknifræðingur, býr á Löngulínu í Garðabæ, f. 8. september 1935. Kona hans Herborg Halldórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.