Hreggviður Þorgeirsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hreggviður Þorgeirsson.

Hreggviður Þorgeirsson frá Seyðisfirði, rafvirki, rafmagnstæknifræðingur, heildsali fæddist þar 8. september 1935 og lést 24. ágúst á Hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hans voru Þorgeir Sigurðsson bóndi, útgerðarmaður í Brúnavík á Borgarfirði eystra, á Húsavík, í Engey og Rvk, f. 14. nóvember 1899, d. 10. ágúst 1997, og barnsmóðir hans Anna Bekk Guðmundsdóttir frá Stekk í Seyðisfirði, verkakona, matselja, vann við aðhlynningu, matráðskona, f. 1. ágúst 1903, d. 17. janúar 1994.

Börn Önnu og Einars Sigfinns Guðjónssonar :
1. Vilborg Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 21. nóvember 1921, d. 18. janúar 2005.
2. Einar Einarsson, f. 1. júní 1925, d. 14. ágúst 2014.
3. Jórunn Einarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1928, d. 14. febrúar 2012.
Barn Önnu og Þorgeirs:
4. Hreggviður Þorgeirsson rafvirki, rafmagnstæknifræðingur, f. 8. september 1935, d. 24. ágúst 2023.

Hreggviður var með móður sinni á Seyðisfirði, flutti með henni til Eyja 13 ára.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Rvk, sótti nám í rafmagnsdeild Vélskólans í Rvk, varð tæknifræðingur í Hässleholmsstads Tekniska Skola 1960. Hann lærði flug einkaflugmanns.
Hreggviður hóf ungur sjómennsku, var m.a. á Sídon VE. Hann vann hjá Íslenskum aðalverktökum, en hóf störf með Johan Rönning við nýjja heildverslun með raflagnaefni. Hann stofnaði ásamt Herborgu konu sinni heildverslunina ÍSKRAFT, sem þau ráku til 1999, seldu hana Húsasmiðjunni.
Hreggviður var áhugamaður um ljós- og kvikmyndun.
Þau Herborg giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Hreggviður lést 2023 og Herborg 2024.

I. Kona Hreggviðs var Herborg Halldóra Halldórsdóttir húsfreyja, fjármálastjóri, f. 10. september 1933, d. 28. janúar 2024. Foreldrar hennar voru Halldór Stefánsson, f. 26. maí 1877, d. 1. apríl 1971, og Halldóra Sigfúsdóttir, f. 26. júní 1909, d. 16. apríl 2002.
Börn þeirra:
1. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri, f. 25. janúar 1959. Maður hennar Árni Geirsson.
2. Þráinn Valur Hreggviðsson framkvæmdastjóri, f. 3. júlí 1962. Kona hans Hugrún Gunnarsdóttir.
3. Snorri Hreggviðsson innkaupastjóri, f. 21. september 1964. Kona hans Olga Björk Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


.