„Bjarney Erlendsdóttir (Ólafshúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir''' frá Ólafshúsum, húsfreyja fæddist þar 20. febrúar 1932.<br> Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson (Ólafshúsum)|Erlendur Oddgei...) |
m (Verndaði „Bjarney Erlendsdóttir (Ólafshúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. desember 2020 kl. 17:25
Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja fæddist þar 20. febrúar 1932.
Foreldrar hennar voru Erlendur Oddgeir Jónsson frá Ólafshúsum, vélstjóri, bóndi, f. þar 9. október 1908, d. 23. febrúar 1984, og kona hans Ólafía Bjarnadóttir frá Túni, húsfreyja, f. 3. desember 1909, d. 1. júní 1994.
Fósturbróðir Bjarneyjar var Viktor Þór Úraníusson.
Bjarney var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var fiskiðnaðarkona.
Þau Bjarney giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 20, þá á Heiðarvegi 52. Þau byggðu við Grænuhlíð 5. Við Gos fluttu þau á Selfoss, bjuggu á Heimahaga 5. Eftir flutning til Eyja 1976 keyptu þau hús í byggingu við Illugagötu 21, fullgerðu það og bjuggu þar uns þau fluttu aftur á Selfoss 2002, bjuggu þar í Sóltúni 36.
Þau fluttu heim í desember 2015 og Gísli dvaldi á öldrunardeild Sjúkrahússins.
Gísli lést 2016.
Bjarney býr á Kleifahrauni 14a.
I. Maður Bjarneyjar Sigurlínar, (22. mars 1953), var Gísli Grímsson frá Haukabergi, vélstjóri, vélvirki f. 16. janúar 1931, d. 29. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Erla Ólafía Gísladóttir húsfreyja, kaupmaður á Selfossi, f. 21. maí 1955 á Helgafellsbraut 20. Maður hennar Kristinn Ómar Grímsson.
2. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri, f. 26. apríl 1960 á Sjúkrahúsinu. Fyrrum kona hans Bryndís Anna Guðmundsdóttir. Kona hans Guðrún Hjörleifsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erla Ólafía.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 16. apríl 2016. Minning Gísla.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.