„Sigurður Jónsson (Garðsauka)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurður Jónsson''' frá Steig í Mýrdal, sjómaður fæddist þar 18. janúar 1901 og lést 25. apríl 1924.<br> Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi í Neðri-Dal og...) |
m (Verndaði „Sigurður Jónsson (Garðsauka)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 30. mars 2020 kl. 10:49
Sigurður Jónsson frá Steig í Mýrdal, sjómaður fæddist þar 18. janúar 1901 og lést 25. apríl 1924.
Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi í Neðri-Dal og á Steig í Mýrdal, f. 13. nóvember 1867, d. 28. júlí 1921, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1872, d. 16. maí 1952 í Eyjum.
Börn Sigríðar og Jóns:
1. Þorsteinn Jónsson lausamaður á Setbergi 1934 og 1940, sjúklingur, f. 12. ágúst 1894 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 4. maí 1980.
2. Bjarni Jónsson sjómaður, verkamaður í Reynisholti, f. 30. júní 1896 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 21. febrúar 1964.
3. Kristinn Jónsson í (Hvíld), Reynisholti, verslunarmaður á Tanganum, f. 29. nóvember 1898 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 8. júní 1946.
4. Kristjana Jónsdóttir húsfreyja, kennari á Sólheimum í Landbroti, f. 5. ágúst 1900 í Steig, d. 25. júní 1992. Maður hennar var Magnús Auðunsson bóndi.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 18. janúar 1901, d. 25. apríl 1924.
6. Maríus Jónsson, f. 16. júní 1906, d. 20. september 1906.
4. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Sóleyjartungu, Brekastíg 21, f. 18. febrúar 1908 í Steig í Mýrdal, d. 9. mars 1997.
5. Jón Jónsson vélstjóri, verkamaður á Hásteinsvegi 50, f. 20. júlí 1909 í Steig, d. 30. september 1962.
6. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Hilmisgötu 5, Árdal, f. 16. september 1912, d. 24. janúar 2003.
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku og enn 1921, en fluttist þá til Eyja. leigjandi á Fögrubrekku 1922, í Bræðratungu 1923, í Garðsauka 1924. Hann lést 1924.
I. Barnsmóðir Sigurðar var Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Gíslakoti u. Eyjafjöllum, verkakona, húsfreyja, f. 11. október 1882, d. 25. janúar 1976.
Barn þeirra:
1. Sigþór Sigurðsson sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, f. 8. nóvember 1924, d. 19. desember 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.