„Gísli Hjálmar Friðbjarnarson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|100px|''Gísli Hjálmar Friðbjarnarson. '''Gísli Hjálmar Friðbjarnarson''' frá Götu, prentari, forstjóri, fæddist 19. jún...)
 
m (Verndaði „Gísli Hjálmar Friðbjarnarson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. janúar 2020 kl. 14:09

Gísli Hjálmar Friðbjarnarson.

Gísli Hjálmar Friðbjarnarson frá Götu, prentari, forstjóri, fæddist 19. júní 1914 í Hjálmholti og lést 23. mars 1992.
Foreldrar hans voru Friðbjörn Þorkelsson sjómaður, f. 25. ágúst 1885 á Seyðisfirði, d. 4. maí 1957, og kona hans Valdimara Ingibjörg Hjálmarsdóttir frá Kuðungi, f. 27. október 1886 á Geirólfsstöðum á Héraði, d. 7. ágúst 1969 í Reykjavík.

Börn Ingibjargar og Friðbjarnar:
1. Alexander Samson Friðbjarnarson, f. 2. apríl 1907, d. 18. júlí 1907.
2. Óskar Friðbjörnsson bifreiðastjóri, lögregluþjónn, f. 26. október 1908 í Steinholti, d. 18. nóvember 1992.
3. Sigurjón Friðbjarnarson verkamaður, f. 8. febrúar 1911 í Hjálmholti, d. 29. júní 1972.
4. Gísli Hjálmar Friðbjarnarson prentari, forstjóri, f. 19. júní 1914 í Hjálmholti, d. 23. mars 1992.
5. Jónína Rakel Friðbjarnardóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1918 í Götu, d. 23. maí 1993.

Gísli var með foreldrum sínum í Hjálmholti 1914, með þeim í Götu 1915 og enn 1927.
Hann hóf prentnám í Eyjum 1928, fluttist til Reykjavíkur 1931 og hélt áfram námi í Alþýðuprentsmiðjunni.
Gísli vann í Alþýðuprentsmiðjunni að loknu námi samfleytt til 1943. Þá gerðist hann framkvæmdastjóri Bókfells í Reykjavík og var þar til 1952. Hann var eigandi að Stálvinnslunni hf. í Reykjavík.
Frá SÍBS í Morgunblaðinu 1. apríl 1992: ,,Um svipað leyti hafði Gísli byggt iðnaðarhúsnæði við Ármúlann í Reykjavík og búið það vélum til sambræðslu plastefna, framleiðslu regnfata, sjófatnaðar og annars varnings úr plasti. SÍBS keypti húsnæðið í Ármúla af Gísla og fylgdu eins og áður með í kaupunum vélar og búnaður og auk þess hugvit Gísla og þekking hans og kunnátta á þessum framleiðslusviðum. Þetta var upphafið að starfsemi Múlalundar, Vinnustofu SÍBS. Gísli var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi til ársloka 1960. Strax var ákveðið að stækka verulega húsnæðið í Ármúlanum og hófust framkvæmdir undir stjórn Gísla í desembermánuði 1959. Á næsta ári var lokið við stækkunarframkvæmdirnar og við það jókst starfsemin til muna.“
Úr minningargrein: ,,Árið 1960 hannaði og prófaði Gísli fyrsta "flotvinnugallann" hér á landi. Gísli hannaði uppblásanlegan hring innan á sjóstakkinn utan um brjóstið og tengdi hann við lítinn loftkút með neyðarspotta í handarkrikanum. Þegar kippt var í spottann, fylltist hringurinn af lofti úr kútnum og lokaði um leið bilinu milli manns og stakks. Þar með lokaðist fyrir aðstreymi hins kalda sjávar, og stakkurinn var í einni svipan orðinn að eins konar tjaldi utan um brjóstkassa mannsins og hélt manninum lóðréttum á floti.“
Þá hannaði hann og Haraldur Haraldsson rennismiður flokkunarvél fyrir fisk og síðar átti Gísli frumkvæðið að því, að Haraldur hannaði og smíðaði hausunarvél fyrir þorsk til söltunar, þar sem hnakkafiskurinn var rifinn frá hausnum og nýtingin óx um 2¬3%.
Gísli stofnaði sjúklingaheimili í Kaupmannahöfn.
Síðan vann hann hjá Stálhúsgagnagerð Steinars Jóhannssonar.
Þau Guðrún giftu sig 1937, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra fjögurra ára af slysförum. Þau bjuggu í Reykjavík.
Gísli lést 1992 og Guðrún 2008.

I. Kona Gísla, (31. desember 1937), var Guðrún Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1917 í Hafnarfirði, d. 30. október 2008. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Guðmundsson frá Hreiðri í Holtum, verkamaður, f. 24. september 1876, d. 24. febrúar 1962, og kona hans Bergsteinunn Bergsteinsdóttir frá Keflavík, húsfreyja, f. 4. september 1888, d. 9. apríl 1985.
Börn þeirra:
1. Berglind Gísladóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 6. júlí 1940. Barnsfaðir hennar Birgir Jóhannsson. Fyrrum maður hennar Gottskálk Björnsson.
2. Dagný B. Gísladóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1941. Maður hennar Snorri Sveinn Friðriksson, látinn.
3. Hjördís Gísladóttir húsfreyja, rak fyrirtækið Grænn kostur, f. 21. mars 1947. Fyrrum maður hennar Ingi Olsen.
4. Sverrir Gíslason, f. 26. apríl 1952, d. 14. júlí 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Frumkvöðlar.
  • Bókagerðarmenn.
  • Hugvitsmenn.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1. apríl 1992. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.