„Helgi Sigurðsson (Götu)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Helgi Jón Sigurðsson. '''Helgi Jón Sigurðsson''' frá Götu, sjómaður, verkamaður fæddist þar 11. júní 1925 og lést 1...)
 
m (Verndaði „Helgi Sigurðsson (Götu)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. desember 2019 kl. 20:47

Helgi Jón Sigurðsson.

Helgi Jón Sigurðsson frá Götu, sjómaður, verkamaður fæddist þar 11. júní 1925 og lést 17. janúar 2008 á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Foreldrar hans voru Sigurður Helgason frá Götu, f. 11. desember 1888, d. 24. júlí 1935, hrapaði við fuglaveiðar í Miðkletti, og kona hans Elínborg Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1893 að Kirkjufelli í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 15. desember 1944.

Börn Sigurðar og Elínborgar Guðnýjar:
1. Oddný Ólafía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. ágúst 1916 í Hlíðarhúsi, d. 7. desember 2003, gift Tryggva Gunnarssyni vélstjóra og útgerðarmanni, f. 29. apríl 1916, d. 22. mars 2001.
2. Björn Helgi Sigurðsson, f. 4. janúar 1920, d. 14. janúar 1920.
3. Guðni Pétur Sigurðsson skipstjóri, f. 30. júlí 1921 á Hjalla, d. 16. mars 2012, kvæntur Guðríði Ólafsdóttur húsfreyju að Heimagötu 20, Karlsbergi, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.
4. Unnur Lea Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1922 á Hjalla, d. 30. maí 1998, gift Helga Bergvinssyni skipstjóra, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.
5. Helgi Jón Sigurðsson sjómaður, verkamaður á Siglufirði, f. 11. júní 1925 í Götu, d. 17. janúar 2008, kvæntur Söru Símonardóttur húsfreyju, f. 30. ágúst 1923, d. 27. ágúst 2004.
6. Sigríður Sigurðardóttir, f. 25. desember 1926 í Götu, d. 2. apríl 1927.

Helgi var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hans hrapaði úr Miðkletti, er Helgi var tíu ára.
Hann var með móður sinni og systkinum í Götu síðla árs 1930 og 1934, en í Sunnuhlíð 1940.
Helgi stundaði snemma sjómennsku, var með Helga Bergvinssyni mági sínum á síldveiðum fyrir Norðurlandi og var síðan á ýmsum skipum, bátum og togurum. Eftir að þeim ferli lauk vann hann hjá Húseiningum á Siglufirði í nokkur ár.
Þau Sara bjuggu í Jómsborg í Eyjum 1946-1948, en fluttu þá til Siglufjarðar, giftu sig þar í desember. Þau eignuðust fjögur börn.
Sara lést 2004 og Helgi Jón 2008.

I. Kona Helga Jóns, (2. desember 1948), var Sara Símonardóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 30. ágúst 1923, d. 27. ágúst 2004. Foreldrar hennar voru Símon Sveinsson frá Hágerði í Höfðahverfi, sjómaður, 12. ágúst 1884, d. 26. nóvember 1960, og kona hans Pálína Sumarrós Pálsdóttir frá Auðnum í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 22. apríl 1881, d. 19. október 1952.
Börn þeirra:
1. Sigurður Helgason, f. 24. júní 1946 í Jómsborg, fórst 12. júní 1968. Kona hans var Jóhanna A. Sigsteinsdóttir.
2. Jóhanna Helgadóttir húsfreyja, vinnur við ummönnun á sjúkrahúsi, býr í Borgarnesi, f. 24. mars 1950. Fyrri maður Torfi Steinsson. Síðari maður Guðmundur Magnússon.
3. Elínborg Helgadóttir húsfreyja í Hnífsdal, f. 26. ágúst 1955. Maður hennar Guðmundur Þór Kristjánsson.
4. Símon Helgason bifvélavirki, f. 29. janúar 1963. Kona hans Helen Svala Meyers.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.