„Hildur Ólafsdóttir (Túnsbergi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Hildur Ólafsdóttir (Túnsbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. [[Ólafur Magnússon (Sólvangi)|Ólafur Magnússon]] ritstjóri, læknanemi, f. 3. maí 1903, d. 4. nóvember 1930. Kona hans var [[Ágústa Petersen Forberg|Ágústa Petersen]].<br> | 1. [[Ólafur Magnússon (Sólvangi)|Ólafur Magnússon]] ritstjóri, læknanemi, f. 3. maí 1903, d. 4. nóvember 1930. Kona hans var [[Ágústa Petersen Forberg|Ágústa Petersen]].<br> | ||
2. [[Jón Magnússon (Sólvangi)|Jón Magnússon]] skrifstofumaður, verkstjóri, f. 13. ágúst 1904, d. 17. apríl 1961. Kona hans [[Sigurlaug Sigurjónsdóttir ( | 2. [[Jón Magnússon (Sólvangi)|Jón Magnússon]] skrifstofumaður, verkstjóri, f. 13. ágúst 1904, d. 17. apríl 1961. Kona hans [[Sigurlaug Sigurjónsdóttir (Raftholti)|Sigurlaug Sigurjónsdóttir]].<br> | ||
3. [[Rebekka Magnúsdóttir (Sólvangi)|Rebekka Magnúsdóttir]] hárgreiðslumeistari, f. 20. júlí 1905, d. 29. september 1980, óg.<br> | 3. [[Rebekka Magnúsdóttir (Sólvangi)|Rebekka Magnúsdóttir]] hárgreiðslumeistari, f. 20. júlí 1905, d. 29. september 1980, óg.<br> | ||
4. Gísli Magnússon, f. 4. nóvember 1906, d. 8. mars 1908.<br> | 4. Gísli Magnússon, f. 4. nóvember 1906, d. 8. mars 1908.<br> |
Útgáfa síðunnar 12. desember 2019 kl. 18:04
Hildur Ólafsdóttir frá Landamótum í Seyðisfirði, húsfreyja fæddist 20. júlí 1882 og lést 18. maí 1917.
Foreldrar hennar voru Ólafur Pétursson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, f. 20. maí 1859 á Hofi í Norðfirði, d. 21. október 1944, og kona hans Rebekka Eiríksdóttir húsfreyja, f. 25. október 1860 í Dvergasteinssókn í Seyðisfirði, d. 17. mars 1923.
Hildur var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Þórarinsstaðaeyri í Seyðisfirði 1882-1889, á Eyrum þar 1891, í Ólafshúsum þar 1892, á Eyrum 1893-1899, á Landamótum þar 1900 og enn 1902.
Þau Magnús giftu sig 1902, eignuðust tíu börn, en misstu þrjú þeirra, tvö á fyrsta ári og þriðja á öðru ári sínu, og þurftu að koma tveim börnum í fóstur.
Þau Magnús voru húsfólk á Landamótum 1902-1906, húsfólk á Þórarinsstöðum 1906-1909 og Magnús skráður útvegsbóndi. Þau bjuggu í Svartahúsi á Seyðisfirði 1910-1911, á Eyrum 1912-1915.
Kristín Jónasdóttir móðir Magnúsar var komin til þeirra 1905 og fylgdi þeim síðan.
Þau fluttu til Eyja 1915 með Jón, Rebekku, Kristin og Unni og Kristínu. Ólafur var í fóstri hjá móðurforeldrum sínum og Sigurður á Þórarinsstöðum.
Kristín Jónasdóttir móðir Magnúsar var skráð vinnukona hjá þeim á Túnsbergi 1915.
Hildur fæddi Sigurbjörgu á Túnsbergi í september 1916 og lést í maí 1917. Magnús lést 1946.
I. Maður Hildar, (22. nóvember 1902), var Magnús Jónssonn sjómaður, ritstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, organisti, ljóskáld, f. 1. september 1875 að Geldingaá í Melasveit, d. 6. febrúar 1946.
Börn þeirra:
1. Ólafur Magnússon ritstjóri, læknanemi, f. 3. maí 1903, d. 4. nóvember 1930. Kona hans var Ágústa Petersen.
2. Jón Magnússon skrifstofumaður, verkstjóri, f. 13. ágúst 1904, d. 17. apríl 1961. Kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir.
3. Rebekka Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 20. júlí 1905, d. 29. september 1980, óg.
4. Gísli Magnússon, f. 4. nóvember 1906, d. 8. mars 1908.
5. Kristinn Magnússon skipstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984. Kona hans Helga Jóhannesdóttir.
6. Sigurður Magnússon bæjarverkstjóri, f. 13. apríl 1909, d. 24. nóvember 2004. Kona hans Jóhanna Magnúsdóttir.
7. Ingólfur Magnússon, f. 31. mars 1910, d. 9. janúar 1911.
8. Unnur Magnúsdóttir húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður, f. 7. júní 1913, d. 19. september 2002. Maður hennar Hinrik G. Jónsson.
9. Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 7. maí 1915, d. 13. nóvember 1915.
10. Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1916, d. 1. júní 2000. Maður hennar Axel Halldórsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.