„Vilhjálmur Guðmundsson (Sæbergi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Vilhjálmur Guðmundsson''' á Sæbergi, verkamaður, útgerðarmaður fæddist 24. janúar 1896 í Heiðarseli á Síðu, V-Skaft. og lést 27. september 1961.<br> Foreldrar...) |
m (Verndaði „Vilhjálmur Guðmundsson (Sæbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 21. september 2019 kl. 15:31
Vilhjálmur Guðmundsson á Sæbergi, verkamaður, útgerðarmaður fæddist 24. janúar 1896 í Heiðarseli á Síðu, V-Skaft. og lést 27. september 1961.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson vinnumaður, verkamaður, sjómaður, f. 23. ágúst 1867 á Reyni í Mýrdal, d. 15. september 1948 í Eyjum, og kona hans Guðríður Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1853 í Bakkakoti í Meðallandi, d. 6. september 1904 á Stóru-Heiði í Mýrdal.
Vilhjálmur var tökubarn í Eintúnahálsi á Síðu 1896-1898, í Kerlingardal í Mýrdal 1898-1899, hjá foreldrum sínum í Garðbæ á Eyrarbakka 1901, tökubarn á Stóru-Heiði í Mýrdal og síðan vinnumaður þar 1901-1921.
Vilhjálmur fluttist til Eyja 1921.
Hann var fiskverkamaður, síðar útgerðarmaður.
Þau Margrét eignuðust tvö börn, bjuggu á Bergstöðum 1922, í Reykholti 1923 og 1925, voru komin að Sæbergi 1927 og bjuggu þar meðan bæði lifðu.
Vilhjálmur lést 1961.
Margrét bjó síðar hjá Elínu dóttur sinni á Ásavegi 18. Hún flutti til Hafnarfjarðar við Gos, bjó síðast á Móabarði 9.
Hún lést 1979.
I. Kona Vilhjálms var Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1897 á Strönd í Meðallandi, V-Skaft., d. 12. júlí 1979.
Börn þeirra:
1. Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 á Bergstöðum, d. 16. desember 2015.
2. Elín Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1924 í Reykholti, d. 29. ágúst 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.