„Halldór Jónsson (Boðaslóð 16)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 250px|thumb|''Halldór Jónsson. '''Halldór Jónsson''' frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, sjómaður, útgerðarmaður fæddist 28...) |
m (Verndaði „Halldór Jónsson (Hafnarnesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 12. september 2019 kl. 16:33
Halldór Jónsson frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, sjómaður, útgerðarmaður fæddist 28. ágúst 1919 og lést 17. maí 1998.
Foreldrar hennar voru Jón Níelsson bóndi, f. 21. ágúst 1883, d. 24. apríl 1953, og kona hans Guðlaug Halldórsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 18. september 1892, d. 2. júní 1984.
Börn Guðlaugar og Jóns í Eyjum voru:
1. Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Hólnum, Landagötu 18, f. 9. nóvember 1911, d. 1. nóvember 1992.
2. Steinunn Jakobína Jónsdóttir vinnukona hjá Kristínu 1930, síðar húsfreyja í Odda á Fáskrúðsfirði, f. 29. desember 1915, d. 5. febrúar 1999.
3. Halldór Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1919, d. 17. maí 1982 í Eyjum.
Halldór var með foreldrum sínum til unglingsára, í Hafnarnesi 1920, í Steinholti þar 1930.
Hann sótti vertíð í Eyjum frá 1935.
Þau Anna Guðrún giftu sig 1944, eignuðust þrjú börn og ólu upp dótturbarn.
Þau bjuggu á Fáskrúðsfirði, en fluttust til Eyja 1951, reistu sér hús á Boðaslóð 16. Þar bjuggu þau til 1878, en fluttu þá að Hásteinsvegi 60, Blokkinni.
Halldór stundaði sjómennsku og útgerð. Í fyrstu var hann á Ver, en fór svo í útgerð á Skuld VE 263 með feðgunum í Hlíðardal, Guðjóni og Bergþóri. Hann seldi hlut sinn 1962. Þá vann hann hjá Fiskimjölsverksmiðjunni.
Halldór lést 1982. Anna bjó áfram að Hásteinsvegi 60. Hún lést 1998.
I. Kona Halldórs, (4. júlí 1944), var Anna Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1924, d. 11. febrúar 1998.
Börn þeirra:
1. Jóhann Halldórsson skipstjóri, f. 24. október 1942. Kona hans er Aðalbjörg Bernódusdóttir.
2. Guðlaug Brynja Halldórsdóttir, f. 25. nóvember 1944. Maður hennar Haraldur Benediktsson.
3. Stúlka, f. 30. september 1947, d. 1. desember 1947.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Brynju:
4. Erna Þórsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1963. Maður hennar er Halldór Hjörleifsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 21. febrúar 1998. Minning Önnu.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Minning látinna.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.