„Herbert Gränz“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Herbert Gränz. '''Herbert Gränz''' frá Karlsbergi, málarameistari fæddist þar 12. apríl 1930 og lést 3. febrúar 2011 á Landspí...) |
m (Verndaði „Herbert Gränz“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. september 2019 kl. 17:34
Herbert Gränz frá Karlsbergi, málarameistari fæddist þar 12. apríl 1930 og lést 3. febrúar 2011 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Carl Jóhann Gränz málara- og trésmíðameistari, f. 22. júlí 1887 í Reykjavík, d. 14. nóvember 1967, og kona hans Guðrún Sigríður Ólafsdóttir frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, húsfreyja f. 10. september 1897, d. 2. janúar 1957.
Börn Guðrúnar og Carls Jóhanns:
1. Áki Guðni Gränz, málarameistari, listamaður í Njarðvík, f. 26. júní 1925 á Karlsbergi, d. 4. febrúar 2014, iðnnemi á Garðhúsum 1945.
2. Herbert Gränz málarameistari á Selfossi, f. 12. apríl 1930 á Karlsbergi, d. 3. febrúar 2011.
3. Gunnar Carl Gränz myndlistarmaður á Selfossi, f. 30. nóvember 1932 á Karlsbergi.
Herbert var með foreldrum sínum á Karlsbergi, Haukabergi og í Vegg.
Hann fluttist með foreldrum sínum til Selfoss 1942.
Herbert nam málaraiðn hjá föður sínum 1946-1950, lauk prófi frá iðnskóla 1949 og sveinsprófi í Reykjavík 1950. Hann fékk meistarabréf 1953, hefur verið formaður prófnefndar málara í Suðurlandskjördæmi.
Hann vann einnig við leikmyndagerð fyrir Leikfélag Selfoss.
Þau Erla giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn, bjuggu lengst á Mánavegi 4 á Selfossi.
Herbert lést 2011. Erla býr á Grænumörk, bústað aldraðra á Selfossi.
I. Kona Herberts, (14. apríl 1951), er Erla Jakobsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. þar 6. janúar 1932. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Jakob Jónsson vélstjóri, trésmiður, f. 15. nóvember 1900, d. 6. desember 1981, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1904, d. 7. desember 1933.
Börn þeirra:
1. Rúnar Jakob Gränz málari, matreiðslumaður, línumaður, f. 20. febrúar 1951. Kona hans, skildu, er Svava Guðmundsdóttir.
2. Eygló Lilja Gränz húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 23. september 1953. Maður hennar er Viðar Bjarnason.
3. Emilía Björk Gränz húsfreyja, rakari, matráður f. 23. mars 1956. Maður hennar er Gísli Árni Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eygló Lilja.
- Íslendingabók.is.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 11. febrúar 2011. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.