„Sigríður Ragna Júlíusdóttir (Stafholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Sigríður Ragna Júlíusdóttir. '''Sigríður Ragna Júlíusdóttir''' frá Stafholti, húsfreyja, saumakona, kaupkon...)
 
m (Verndaði „Sigríður Ragna Júlíusdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. apríl 2019 kl. 14:24

Sigríður Ragna Júlíusdóttir.

Sigríður Ragna Júlíusdóttir frá Stafholti, húsfreyja, saumakona, kaupkona fæddist 28. janúar 1926 í Stafholti og lést 25. júní 2008.
Foreldrar hennar voru Júlíus Jónsson múrarameistari, f. 31. júlí 1895, d. 4. september 1978, og fyrri kona hans Sigurveig Björnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1891, d. 27. september 1934.

Börn Sigurveigar og Júlíusar:
1. Björn Sigurður Júlíusson læknir, f. 1. október 1921, d. 6. mars 1995.
2. Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 26. júní 1923, d.29. mars 2019.
3. Sigríður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja, síðar í Kópavogi, f. 28. janúar 1926, d. 25. júní 2008.
4. Jóna Margrét Júlíusdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 2. febrúar 1927.
5. Hafsteinn Júlíusson múrarameistari, síðar í Kópavogi, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990.
6. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, síðar í Kópavogi, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.

Börn Júlíusar og síðari konu hans Gíslínu Sigríðar Helgu Einardóttur:
7. Stúlka, f. 21. nóvember 1938, d. sama dag.
8. Sigurveig Júlíusdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 27. desember 1940 í Stafholti.

Sigríður var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar dó, er Sigríður var á níunda árinu.
Þau Sveinn giftu sig 1948, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra þriggja mánaða gamalt.
Þau bjuggu í Stafholti til Goss.
Sigríður Ragna rak eigin saumastofu í Stafholti. Við gosið fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og síðan á Reynigrund í Kópavogi .
Þá hóf Sigríður störf hjá Gráfeldi, en þegar hann lagði upp laupana stofnaði Sigríður og samstarfskonur hennar eigið fyrirtæki, framleiddu skinn- og loðfatnað og stofnuðu verslun.
Sigríður fluttist að síðustu á hjúkrunarheimilið í Víðinesi.
Sveinn Sverrir lést 2004 og Sigríður Ragna 2008.

I. Maður Sigríðar Rögnu, (17. janúar 1948), var Sveinn Sverrir Sveinsson sjómaður, múrari, verkamaður, starfsmaður Viðlagasjóðs, f. 15. október 1924 á Bakka í Borgarfirði eystra, d. 13. maí 2004.
Börn þeirra:
1. Júlíus Athur Sveinsson verkamaður, f. 25. júní 1944. Kona hans er Freydís Fannbergsdóttir.
2. Sveinborg Sveinsdóttir, f. 4. janúar 1946, d. 7. apríl 1946.
3. Sveinborg Helga Sveinsdóttir hjúrunarfræðingur, f. 13. júní 1948, d. 13. mars 2004. Maður hennar er Finnbogi Jónsson.
4. Ragnar Sveinsson húsasmíðameistari í Mosfellsbæ, f. 9. júlí 1955. Kona hans er Gunnhildur M. Sæmundsdóttir.
5. Sveinn Sigurður Sveinsson smiður í Reykjavík, f. 21. apríl 1957. Kona hans er Margrét J. Bragadóttir.
6. Birgir Sveinsson húsasmiður í Reykjavík, f. 6. febrúar 1959. Kona hans er Steinunn Ingibjörg Gísladóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.