„Guðrún Ólafsdóttir (Uppsölum-efri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Ólafsdóttir''' húsfreyja í Uppsölum-efri, síðar í Höfnum og Reykjavík fæddist 12. ágúst 1871 í Tungu í V-Landeyjum og lést 17. febrúar 1920...) |
m (Verndaði „Guðrún Ólafsdóttir (Uppsölum-efri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. janúar 2019 kl. 12:06
Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Uppsölum-efri, síðar í Höfnum og Reykjavík fæddist 12. ágúst 1871 í Tungu í V-Landeyjum og lést 17. febrúar 1920. Foreldrar hennar voru Ólafur Magnússon bóndi, f. 6. ágúst 1831, d. 19. janúar 1917, og kona hans Marín Einarsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1832, d. 19. febrúar 1898.
Guðrún var með foreldrum sínum í Eystri-Tungu 1880 og í Vestri-Tungu 1890. Hún flutti til Eyja 1893, var vinnukona í Juliushaab.
Þau Hjalti giftu sig 1894, eignuðust þrjú börn og fóstruðu bróðurdóttur Hjalta. Þau bjuggu í Uppsölum efri 1895 og fluttu á því ári til Kirkjuvogs í Höfnum, síðar til Reykjavíkur.
Guðrún lést 1920. Hjalti kvæntist aftur. Hann lést 1949.
I. Maður Guðrúnar, (1. desember 1894), var Hjalti Jónsson, Eldeyjar-Hjalti, skipstjóri, framkvæmdastjóri, f. 15. apríl 1869 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 6. júlí 1949 á Hjaltastað í Mosfellssveit.
Börn þeirra voru:
1. Guðný María Hjaltadóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1896, d. 20. júní 1969.
2. Ragnhildur Hjaltadóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1899, d. 16. maí 1972.
3. Lilja Hjaltadóttir verslunarmaður, f. 9. október 1901, d. 24. janúar 2001.
Fósturdóttir þeirra var
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1890 í Útskálasókn, d. 21. mars 1970. Hún var bróðurdóttir Hjalta, hafði misst föður sinn 1891.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.