„Margrét Ársælsdóttir (sjúkraliði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 24: Lína 24:




[[Mynd:Ragnheiður Bríet Hjálmarsdóttir.JPG|128px|]]
<center>[[Mynd:Ragnheiður Bríet Hjálmarsdóttir.JPG|128px|]]
[[Mynd:Ársæll Hjálmarsson.JPG|100px]]
[[Mynd:Ársæll Hjálmarsson.JPG|100px]]
[[Mynd:Jóna Heiða Hjálmarsdóttir.JPG|88px]]
[[Mynd:Jóna Heiða Hjálmarsdóttir.JPG|88px]]
[[Mynd:Þorgils Árni Hjálmarsson.JPG|105px]]
[[Mynd:Þorgils Árni Hjálmarsson.JPG|105px]]</center>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Núverandi breyting frá og með 31. maí 2022 kl. 14:25

Margrét Ársælsdóttir.
Hjálmar Brynjúlfsson.

Margrét Ársælsdóttir húsfreyja, sjúkraliði á Búhamri 33 fæddist 11. apríl 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ársæll Hermannsson rafvirki, verkamaður í Hveragerði, f. 24. apríl 1931 í Gerðakoti í Ölfushreppi, d. 21. febrúar 2008, og kona hans Ragnheiður Guðrún Þorgilsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, f. 9. desember 1937 á Ísafirði.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Hjálmar kynntust í Gosinu, er hann bjó í Þorlákshöfn.
Hún fluttist með honum til Eyja 1973. Þau giftu sig 1977, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í húsi foreldra Hjálmars að Hólagötu 39, á Foldahrauni 37 frá 1976 uns þau keyptu húsið að Búhamri 33, sem þá var fokhelt, fullgerðu það, fluttu inn á Þorláksmessu 1980 og hafa búið þar síðan.
Margrét vann aðhlynningarstörf í Hraunbúðum, lauk sjúkraliðanámi 2008 og vinnur sjúkraliðastörf í Hraunbúðum.

I. Maður Margrétar, (9. apríl 1977), er Hjálmar Brynjúlfsson frá Breiðholti, rafvirkjameistari og verktaki, f. þar 22. mars 1953.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Bríet Hjálmarsdóttir sjúkraliði í Svíþjóð, gift sænskfinnskum manni, f. 22. október 1974.
2. Ársæll Hjálmarsson tómstunda- og félagsfræðingur í Keflavík, f. 18. október 1977.
3. Jóna Heiða Hjálmarsdóttir lærður sjúkraliði og viðskiptalögfræðingur í Svíþjóð, f. 10. júní 1987. Sambýlismaður hennar er Helgi Ragnar Guðmundsson.
4. Þorgils Árni Hjálmarsson starfsmaður við ljósleiðaralagnir, f. 10. desember 1991. Hann býr í Kópavogi. Kona hans er Hugrún Ásta Kristjánsdóttir.


ctr


Börn og flest barnabörn Margrétar og Hjálmars.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjálmar og Margrét.
  • Íslendingabók.is.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.