Ragnheiður Bríet Hjálmarsdóttir
Ragnheiður Bríet Hjálmarsdóttir sjúkraliði í Svíþjóð fæddist 22. október 1974.
Foreldrar hennar Hjálmar Brynjúlfsson rafvirkjameistari, rafverktaki, f. 22. mars 1953, og kona hans Margrét Ársælsdóttir húsfreyja, skjúkraliði, f. 11. apríl 1957.
Börn Margrétar og Hjálmars:
1. Ragnheiður Bríet Hjálmarsdóttir sjúkraliði í Svíþjóð, gift sænskfinnskum manni, f. 22. október 1974.
2. Ársæll Hjálmarsson tómstunda- og félagsfræðingur í Keflavík, f. 18. október 1977.
3. Jóna Heiða Hjálmarsdóttir lærður sjúkraliði og viðskiptalögfræðingur í Svíþjóð, f. 10. júní 1987. Sambýlismaður hennar er Helgi Ragnar Guðmundsson.
4. Þorgils Árni Hjálmarsson starfsmaður við ljósleiðaralagnir, f. 10. desember 1991. Hann býr í Kópavogi. Kona hans er Hugrún Ásta Kristjánsdóttir.
Þau Arto hófu sambúð, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Svíþjóð
I. Sambúðarmaður Ragnheiðar Bríetar er Arto Rokolampi.
Börn þeirra:
1. Gabriella Margrét Rokolampi, f. 16. september 1995.
2. Erika Mikaela Rokolampi, f. 8. júlí 1998.
3. Emelie Lilja Rokolampi, f. 16. ágúst 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Þorgils.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.