„Ágústa Eyjólfsdóttir (Laugardal)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ágústa Eyjólfsdóttir''' frá Laugardal fæddist þar 27. ágúst 1924 og lést 20. október 1942.<br> Foreldrar hennar voru Eyjólfur Sigurðsson (Laugardal)...) |
m (Verndaði „Ágústa Eyjólfsdóttir (Laugardal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 13. september 2018 kl. 14:53
Ágústa Eyjólfsdóttir frá Laugardal fæddist þar 27. ágúst 1924 og lést 20. október 1942.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Sigurðsson frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, formaður, smiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, drukknaði 31. desember 1957, og kona hans Nikólína Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund þar, húsfreyja, f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973.
Börn Nikólínu og Eyjólfs voru:
1. Jóhanna Laufey Eyjólfsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 3. október 1915 í Bræðraborg, d. 9. desember 1984.
2. Óskar Eyjólfsson skipstjóri, f. 10. janúar 1917 í Hraungerði, drukknaði 23. febrúar 1953.
3. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, f. 24. maí 1918 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
4. Guðmunda Alda Eyjólfsdóttir, f. 18. nóvember 1919 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
5. Guðmundur Sigurbjörn Eyjólfsson, f. 10. júní 1921, d. 9. september 1923.
6. Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1922 í Laugardal, d. 25. október 1994.
7. Ágústa Eyjólfsdóttir, f. 27. ágúst 1924 í Laugardal, d. 20. október 1942.
8. Ragnar Eyjólfsson sjómaður, skipstjóri, f. 7. mars 1928 í Laugardal, d. 6. september 2015.
9. Sigríður Alda Eyjólfsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 19. mars 1930 í Laugardal, d. 20. janúar 2010.
Fósturbarn hjónanna, dóttir Sigríðar dóttur þeirra og Péturs Þorbjörnssonar, er
10. Ágústa Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943.
Ágústa var með foreldrum sínum og lést 1942, 18 ára.
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.}}
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.