„Dagný Ástríður Ingadóttir Burke“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Dagný Ástríður Ingadóttir Burke. '''Dagný Ástríður Ingadóttir Burke''' húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 21. september 1937...) |
m (Verndaði „Dagný Ástríður Ingadóttir Burke“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 13. mars 2018 kl. 16:56
Dagný Ástríður Ingadóttir Burke húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 21. september 1937 í Merkisteini.
Foreldrar hennar voru Ingi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 9. júní 1900, d. 30. janúar 1998, og kona hans Agnes Sigurðsson, fædd Berger, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 7. júlí 1901, d. 29. desember 1993.
Börn Agnesar og Inga:
1. Inger A. Sigurðsson Smith, f. 23. nóvember 1933 í Merkisteini.
2. Dagný Ástríður Ingadóttir Burke fædd Sigurðsson, f. 21. september 1937 í Merkisteini.
Dagný ólst upp með foreldrum sínum.
Hún lauk landsprófi við Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1955, námi við Hjúkrunarskólann í mars 1960.
Hún var hjúkrunarkona við Sjúkrahús Vestmannaeyjum stutt skeið 1960, við ýmis sjúkrahús aðventista og annarra í Bandaríkjunum frá 1961-1988 og yfirhjúkrunarfræðingur þar. Þá hefur hún, ásamt manni sínum, séð um ýmiskonar námskeið, um næringarfræði, reykingavarnir og sorg og sorgarviðbrögð, setið í fræðslunefndum og séð um námskeið á sjúkrahúsum, sem hún hefur starfað við.
Þau David giftu sig 1961, hafa eignast þrjú börn, búa í Marshfield í Wisconsin-fylki.
I. Maður Dagnýjar, (11. júní 1961), er David Bronson Burke ljósmyndari, starfsmaður við trúarlegt sjónvarp, prestur við ýmsar kirkjur aðventista í New York, síðast prestur á heimili fyrir aldraða hermenn, f. 27. apríl 1936. Foreldrar hans voru Aubery Burke og Valerie Burke hjúkrunarfræðingur.
Börn þeirra:
1. Roy David Burke verslunarfræðingur, f. 17. mars 1963.
2. Byron David tölvufræðingur, f. 22. apríl 1965.
3. Lisa Dagný verslunarmaður, f. 19. ágúst 1966.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.