„Grímur Gíslason (Haukabergi)“: Munur á milli breytinga
m (Viglundur færði Grímur Gíslason (FelliI á Grímur Gíslason (Felli)) |
m (Viglundur færði Grímur Gíslason (Felli) á Grímur Gíslason (Haukabergi)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 25. nóvember 2020 kl. 17:49
Grímur Gíslason, Felli, fæddist á Stokkseyri 20. apríl 1898 og lést 31. mars 1980. Foreldrar hans voru Gísli Gíslason, bóndi í Bugum og síðar lengi á Grund í Stokkseyrarhverfi og Sigríður Margrét Jónsdóttir.
Grímur kvæntist Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Felli og eignuðust þau fjögur börn, m.a. synina Anton og Guðna. Þau slitu samvistum.
Grímur byrjaði ungur sjómennsku. Formennsku byrjar hann á Kristbjörgu II árið 1926 sem þá var nýr bátur í eigu Gríms og tengdaföður hans, Magnúsar á Felli. Var Grímur formaður á Kristbjörgu II til ársins 1952. Þá hætti Grímur sjómennsku. Hann hóf vinnu í Vinnslustöðinni en hann var einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins. Þar starfaði hann í tuttugu ár eða fram til ársins 1972.
Grímur var einn af stofnendum Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðanda og vann mikið með því.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Grím:
- Grími löngum gefst að ná
- góðum mörgum hlutnum.
- Kannar ennþá krappan sjá
- Kristbjargar í skutnum.
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Vestmannaeyjum, 1980.