„Guðmundur Einar Jónsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðmundur Einar Jónsson''' bifreiðastjóri fæddist 16. desember 1912 og lést 24. apríl 1950. <br> Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi, bókbindari, f. 28. júlí 1867, ...) |
m (Verndaði „Guðmundur Einar Jónsson“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 15. febrúar 2017 kl. 20:13
Guðmundur Einar Jónsson bifreiðastjóri fæddist 16. desember 1912 og lést 24. apríl 1950.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi, bókbindari, f. 28. júlí 1867, d. 21. ágúst 1916, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1868, d. 13. febrúar 1955.
Börn Jóns og Jóhönnu voru:
1. Einar Jónsson símaverkstjóri, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1892, d. 9. apríl 1994.
2. Steinunn Jónsdóttir, f. 21. september 1893, d. 27. september 1893.
3. Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum, f. 10. október 1894, d. 20. desember 1989.
4. Magnús Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Arnarfelli, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927.
5. Sigurjón Jónsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 5. mars 1898, d. 1. nóvember 1981.
6. Guðjón Jónsson skipstjóri í Hlíðardal, f. 15. desember 1899, d. 8. júlí 1966.
7. Guðni Jónsson vélstjóri, formaður, síðar í Keflavík, f. 3. janúar 1906, d. 18. október 1957.
8. Steindór Jónsson bifreiðastjóri, síðar í Reykjavík, f. 24. september 1908, d. 16. febrúar 2010.
9. Guðmundur Einar Jónsson bifreiðastjóri, f. 16. desember 1912, síðast á Skólavegi 25, d. 24. apríl 1950.
Guðmundur Einar fór í fóstur að Indriðakoti u. Eyjafjöllum, var þar tökubarn 1920 hjá Bjarna Bjarnasyni og Ólöfu Bergsdóttur. Þar var hann 1930.
Hann var með móður sinni og Steindóri bróður sínum á Skólavegi 25 1940.
Guðmundur Einar veiktist af berklum og missti heilsuna. Hann dvaldi á Vífilsstöðum og lést þar 1950.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sagnagestur – þættir og þjóðsögur – I. Þórður Tómasson. Ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1953.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.