Guðni Jónsson (Reykjum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðni Jónsson.

Guðni Jónsson vélstjóri, skipstjóri fæddist 3. janúar 1906 og lést 18. október 1957.
Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi, bókbindari, f. 28. júlí 1867, d. 21. ágúst 1916, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1868, d. 13. febrúar 1955.

Börn Jóns og Jóhönnu voru:
1. Einar Jónsson símaverkstjóri, síðast í Reykjavík, f. 28. apríl 1892, d. 9. apríl 1994.
2. Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja á Reykjum, f. 10. október 1894, d. 20. desember 1989.
3. Magnús Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Arnarfelli, f. 16. febrúar 1897, d. 8. ágúst 1927.
4. Sigurjón Jónsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 5. mars 1898, d. 1. nóvember 1981.
5. Guðjón Jónsson skipstjóri í Hlíðardal, f. 15. desember 1899, d. 8. júlí 1966.
6. Guðni Jónsson vélstjóri, formaður , síðar í Keflavík, f. 3. janúar 1906, d. 18. október 1957.
7. Steindór Jónsson bifreiðastjóri, síðar í Reykjavík, f. 24. september 1908, d. 16. febrúar 2010.
8. Guðmundur Einar Jónsson bifreiðastjóri, f. 16. desember 1912, síðast á Skólavegi 25, d. 24. apríl 1950.

Guðni var með foreldrum sínum í Steinum 1910, var vinnumaður í Mið-Skála 1920.
Hann fluttist til Eyja 1921, bjó með móður sinni og Steindóri bróður sínum í Hlíðardal 1927, með móður sinni hjá Bergþóru systur sinni á Reykjum 1930.
Guðni tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1926 og var vélstjóri á bátum í Eyjum. Hann var síðan skipstjóri á nokkrum Eyjabátum.
Guðni var kominn á Suðurnes 1936 og var skipstjóri þar á nokkrum bátum. Einnig var hann meðeigandi að Heimi GK 462 og Heimi KE 77 og var á honum til 1957, er hann lést.

Kona Guðna var Karólína Kristjánsdóttir, f. 14. júlí 1911 í Keflavík, d. 27. janúar 1981. Foreldrar hennar voru Kristján (Stjáni blái) Sveinsson sjómaður í Keflavík, f. 14. desember 1872 á Elliðavatni, d. 17. nóvember 1922, og kona hans Guðrún Jónsdóttir fiskverkakona, f. 29. febrúar 1876 á Görðum í Keflavík, d. 2. maí 1966.
Börn þeirra:
1. Gunnar Kristján Guðnason sjómaður í Keflavík, f. 27. júní 1935 í Keflavík, d. 13. júní 2010. Fyrri kona hans var Emilía Ásgeirsdótttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1936, d. 15. mars 1974. Síðari kona hans: Erla Jósepsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1940.
2. Jóhanna Jóna Guðnadóttir húsfreyja, starfsstúlka í Hafnarfirði, f. 14. nóvember 1937 í Keflavík. Maður hennar: Erlingur Garðar Jónasson rafvirki, tæknifræðingur, f. 24. júní 1935.
3. Karl Steinar Guðnason kennari, alþingismaður, forstjóri, f. 27. maí 1939 í Keflavík. Kona hans: Helga Þórdís Þormóðsdóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 5. september 1942.
4. Selma Gunnhildur Guðnadóttir húsfreyja í Keflavík, f. 31. júlí 1944 í Keflavík, d. 26. mars 1994. Maður hennar, (skildu), var Alfreð Steinar Rafnsson skipstjóri, f. 14. mars 1944.
5. Ólafía Bergþóra Guðnadóttir húsfreyja í Keflavík, f. 13. febrúar 1946, d. 25. júní 1997. Maður hennar var Friðrik Friðriksson verkamaður, f. 22. september 1933, d. 16. maí 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.