„Þorsteinn Þorsteinsson (Lambhaga)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þorsteinn Þorsteinsson''' í Lambhaga, útgerðarmaður, verkamaður fæddist 16. júní 1893 og lést 14. september 1937.<br> Foreldrar hans voru [[Þorsteinn Jón...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Þorsteinsson (Lambhaga)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 20. janúar 2017 kl. 20:14
Þorsteinn Þorsteinsson í Lambhaga, útgerðarmaður, verkamaður fæddist 16. júní 1893 og lést 14. september 1937.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson bóndi, f. 2. október 1872 í Berjanesi u. V-Eyjafjöllum, d. 5. nóvember 1954, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1863, d. 17. október 1947.
Börn Þorsteins Jónssonar og Guðbjargar í Eyjum:
1. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður í Lambhaga, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.
2. Soffía Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Odda, f. 31. júlí 1895, d. 21. maí 1978.
3. Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1896, d. 20. júní 1935.
4. Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 14. ágúst 1899, d. 4. september 1982.
5. Haraldur Þorsteinsson verkamaður á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974.
6. Gissur Þorsteinsson kaupmaður, sölumaður, bóndi, f. 8. apríl 1903, d. 26. febrúar 1975.
Þorsteinn var 8 ára léttapiltur í Austurhjáleigu í Landeyjum 1901,
vinnumaður á Búðarhóli þar 1910.
Þau Kristín fluttust til Eyja frá Búðarhólshjáleigu í Landeyjum 1916 og bjuggu saman eftir það, á Strönd 1920. Hann var útgerðarmaður í Lambhaga 1930, síðan verkamaður.
Þau Kristín eignuðust þrjú börn.
Þorsteinn lést 1937.
Sambýliskona Þorsteins var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1891, d. 16. júní 1981.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Bessastöðum á Álftanesi, f. 10. apríl 1921 á Strönd, d. 20. október 2009.
2. Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður í Turninum, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
3. Þorsteinn Guðbjörn Þorsteinsson vélstjóri, f. 17. janúar 1927, d. 1. mars 2008.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.