„Sigurður Sigurðsson (Túni)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Þau eignuðust Sæunni Guðbjörgu 1904, Elínu 1905. Sigríður Benónía fæddist eftir lát Sigurðar 1906. | Þau eignuðust Sæunni Guðbjörgu 1904, Elínu 1905. Sigríður Benónía fæddist eftir lát Sigurðar 1906. | ||
I. Kona Sigurðar, (1889, slitu samvistir), var Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, síðar ráðskona í Ysta-Skála, f. 3. ágúst 1855, d. 26. mars 1924. <br> | I. Kona Sigurðar, (19. október 1889, slitu samvistir), var Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, síðar ráðskona í Ysta-Skála, f. 3. ágúst 1855, d. 26. mars 1924. <br> | ||
Börn þeirra hér:<br> | Börn þeirra hér:<br> | ||
1. Sveinn Sigurðsson bóndi á Núpi u. Eyjafjöllum, f. 29. ágúst 1886 í Nýjabæ þar, d. 7. desember 1947.<br> | 1. Sveinn Sigurðsson bóndi á Núpi u. Eyjafjöllum, f. 29. ágúst 1886 í Nýjabæ þar, d. 7. desember 1947.<br> |
Núverandi breyting frá og með 29. október 2016 kl. 14:52
Sigurður Sigurðsson í Túni, bóndi, sjómaður fæddist 24. júní 1863 og lést 12. mars 1906.
Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson bóndi í Gíslakoti u. Eyjafjöllum, síðar vinnumaður í Ytri-Skógum þar, f. 11. júní 1834, d. 6. mars 1890, og Jórunn Ögmundsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, vinnukona, f. 1835 í Eyvindarhólasókn, á lífi 1890 í Eyvakoti í Stokkseyrarsókn.
Sigurður var niðursetningur í Lambhúskoti u. Eyjafjöllum 1870, vinnumaður á Lambhúshól þar 1880.
Þau Þorbjörg giftust 1889, eignuðust 6 börn, en misstu tvö þeirra ung.
Sigurður bjó á Lambhúshól 1890 með Þorbjörgu og þremur börnum þeirra, en Jórunn fæddist þar 1895.
Sigurður var kvæntur vinnumaður í Ytri-Skála 1901. Þá var Þorbjörg gift húskona í Vesturholtum með barnið Jórunni Sigurðardóttur sex ára hjá sér, Sveinn var vinnumaður á Efri-Hól, Sigurbjörg var 12 ára hjú á Efri-Kvíhólma.
Þorbjörg var ráðskona Gísla Jónssonar bónda í Ysta-Skála 1910. Sveinn, Sigurbjörg og Jórunn voru þar vinnandi.
Sigurður eignaðist Guðlaug með Guðbjörgu Guðlaugsdóttur á Lambhúshól 1901. Hún fluttist með Guðlaug til Eyja 1902, en Sigurður flutti 1903. Þau bjuggu í Laufási 1904 og í Túni 1905 og 1906.
Þau eignuðust Sæunni Guðbjörgu 1904, Elínu 1905. Sigríður Benónía fæddist eftir lát Sigurðar 1906.
I. Kona Sigurðar, (19. október 1889, slitu samvistir), var Þorbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, síðar ráðskona í Ysta-Skála, f. 3. ágúst 1855, d. 26. mars 1924.
Börn þeirra hér:
1. Sveinn Sigurðsson bóndi á Núpi u. Eyjafjöllum, f. 29. ágúst 1886 í Nýjabæ þar, d. 7. desember 1947.
2. Sigurbjörg Sigurðardóttir vinnukona, f. 22. desember 1888 á Lambhúshól, d. 5. mars 1915.
3. Andvana drengur, f. 25. september 1889 á Lambhúshól.
4. Sigurður Sigurðsson verkamaður á Rafnseyri, f. 31. ágúst 1890 á Lambhúshól, d. 23. apríl 1973.
5. Magnús Sigurðsson sjómaður á Rafnseyri, f. 26. apríl 1893 á Lambhúshól, d. 30. mars 1927, fórst með v.b. Freyju við Landeyjasand.
6. Kristbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Lambhúshól, f. 13. apríl 1894 á Lambhúshól, d. 8. nóvember 1980.
7. Jórunn Sigurðardóttir húsfreyja í Ysta-Skála, f. 10. ágúst 1895, d. 11. janúar 1983.
8. Andvana drengur, f. 17. janúar 1897.
II. Sambýliskona Sigurðar var Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1874 á Sperðli í V-Landeyjum, d. 17. febrúar 1965.
Börn þeirra voru
1. Guðlaugur Sigurðsson á Rafnseyri, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901 í Lambhúshólskoti, d. 22. júní 1975.
2. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904 í Laufási, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1910 og 1920.
3. Elín Sigurðardóttir vinnukona, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
4. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906 í Túni, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.