„Sigurður Gíslason (Miðey)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Gíslason''' verkamaður í Miðey, áður bóndi í Gíslakoti á Álftanesi fæddist 2. júlí 1855 á Skógtjörn þar og lést 2. febrúar 1945. <br> Foreldrar h...)
 
m (Verndaði „Sigurður Gíslason (Miðey)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. mars 2016 kl. 19:42

Sigurður Gíslason verkamaður í Miðey, áður bóndi í Gíslakoti á Álftanesi fæddist 2. júlí 1855 á Skógtjörn þar og lést 2. febrúar 1945.
Foreldrar hans voru Gísli Ketilsson bóndi og sjómaður, f. 8. júní 1812 í Flóa, d. 4. maí 1885, og Dómhildur Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1823 í Grafningi, d. 8. nóvember 1893.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, í Bergþórukoti, Gíslakoti og Skógtjarnarkoti.
Hann var bóndi í Gíslakoti 1890 með bústýruna Aðalbjörgu Jónsdóttur og með þeim var Guðrún Gísladóttir 4 ára, dóttir Aðalbjargar.
Þau bjuggu í Reykjavík 1901 með barnið Valgerði Sigurðardóttur 10 ára, en Guðrún var hjá Gíslínu móðursystur sinni á Vegamótum.
Sigurður og Aðalbjörg giftu sig 1906 og bjuggu í Reykjavík 1910, barnlaus. Valgerður átti heimili hjá þeim, en vann í Keflavík.
Þau fluttust til Eyja 1914 og bjuggu hjá Valgerði dóttur sinni og Símoni Egilssyni í Miðey. Sigurður var þar skráður leigjandi og faðir húsfreyju árum saman, en Aðalbjörg var vinnukona hjá þeim og síðan hjá Valgerði eftir að Símon lést 1923. Þau voru þar enn 1940, fluttust til Reykjavíkur og bjuggu á Víðimel 53 til dd.
Sigurður lést 1945, en Valgerður 1947.

Kona Sigurðar, (1906), var Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona, f. 14. september 1863, d. 2. júlí 1947.
Barn þeirra hér:
1. Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Miðey, f. 13. ágúst 1891, d. 4. mars 1962. Maður hennar var Símon Egilsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 22. júlí 1883, d. 20. ágúst 1924.
Fósturdóttir Sigurðar, dóttir Aðalbjargar var
1. Guðrún Gísladóttir húsfreyja í Mjóafirði og í Holti í Norðfirði, gift Sigurði Jónssyni; hún f. 27. ágúst 1887 á Skógtjörn á Álftanesi, d. 12. mars 1977 á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.