„Dagbjört Hannesdóttir (Holti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Dagbjört Hannesdóttir (Holti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 13: Lína 13:
Dagbjört var með foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1884, í Klauf 1884-1885. Þá fór hún vestur í Rangárvallasýslu og frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum 1887 að [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] með móður sinni Þuríði Sigurðardóttur.<br>   
Dagbjört var með foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1884, í Klauf 1884-1885. Þá fór hún vestur í Rangárvallasýslu og frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum 1887 að [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] með móður sinni Þuríði Sigurðardóttur.<br>   
Hún var með foreldrum sínum hjá Þuríði systur sinni og Oddi á Vesturhúsum 1893, vinnukona á [[Búastaðir|Búastöðum]] 1895. Hún fór  til Austfjarða  1898, fór frá Fossi í Vopnafirði til Eiríksstaða á Jökuldal 1900, var þar vinnukona 1901, fór til Siglufjarðar og þaðan til Eyja 1905, fór aftur, kom frá Breiðdal 1908.<br>
Hún var með foreldrum sínum hjá Þuríði systur sinni og Oddi á Vesturhúsum 1893, vinnukona á [[Búastaðir|Búastöðum]] 1895. Hún fór  til Austfjarða  1898, fór frá Fossi í Vopnafirði til Eiríksstaða á Jökuldal 1900, var þar vinnukona 1901, fór til Siglufjarðar og þaðan til Eyja 1905, fór aftur, kom frá Breiðdal 1908.<br>
Hún var leigjandi í [[Holt]]i með móður sinni 1910, var vinnukona á [[Nýlenda|Nýlendu]] 1913-1916 með  með Þuríði móður sína hjá sér og þar dó Þuríður 1916. Dagbjört var  leigjandi í Holti síðla árs 1916.<br>
Hún var leigjandi í [[Holt]]i með móður sinni 1910, var vinnukona á [[Nýlenda|Nýlendu]] 1913-1916 með  Þuríði móður sína hjá sér og þar dó Þuríður 1916. Dagbjört var  leigjandi í Holti síðla árs 1916.<br>
Dagbjört fluttist til Reykjavíkur 1918 og til Ameríku 1919, var í Toole í Montana 1920. <br>
Hún fluttist til Reykjavíkur 1918 og til Ameríku 1919, var í Toole í Montana 1920. <br>
Dagbjört  var komin til Reykjavíkur 1930, var þar húsfreyja 1939 og enn 1956.
Dagbjört  var komin til Reykjavíkur 1930, var þar húsfreyja 1939 og enn 1956.



Núverandi breyting frá og með 2. maí 2016 kl. 10:16

Dagbjört Hannesdóttir húsfreyja fæddist 25. september 1880 á Grímsstöðum í Meðallandi og lést 2. febrúar 1960 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi víða í Meðallandi, f. 12. júlí 1834, d. 6. október 1898, og kona hans Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1840, d. 2. mars 1916 í Eyjum.

Börn Þuríðar og Hannesar í Eyjum voru:
1. Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og Vesturhúsum, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.
2. Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði, f. 24. október 1868, d. 28. janúar 1906.
3. Dagbjört Hannesdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960.
4. Dómhildur Hannesdóttir, f. 14. september 1865, d. 16. desember 1959. Hún var vinnukona í Eyjum skamma stund um aldamótin 1900.
5. Guðrún Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Mjóafirði og Reykjavík, f. 3. október 1877, d. 18. september 1963.
6. Rannveig Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Vesturheimi, f. 7. janúar 1879.
7. Kristín Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal, f. 25. september 1880, d. 23. febrúar 1943.

Dagbjört var með foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1884, í Klauf 1884-1885. Þá fór hún vestur í Rangárvallasýslu og frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum 1887 að Oddsstöðum með móður sinni Þuríði Sigurðardóttur.
Hún var með foreldrum sínum hjá Þuríði systur sinni og Oddi á Vesturhúsum 1893, vinnukona á Búastöðum 1895. Hún fór til Austfjarða 1898, fór frá Fossi í Vopnafirði til Eiríksstaða á Jökuldal 1900, var þar vinnukona 1901, fór til Siglufjarðar og þaðan til Eyja 1905, fór aftur, kom frá Breiðdal 1908.
Hún var leigjandi í Holti með móður sinni 1910, var vinnukona á Nýlendu 1913-1916 með Þuríði móður sína hjá sér og þar dó Þuríður 1916. Dagbjört var leigjandi í Holti síðla árs 1916.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1918 og til Ameríku 1919, var í Toole í Montana 1920.
Dagbjört var komin til Reykjavíkur 1930, var þar húsfreyja 1939 og enn 1956.

Maður Dagbjartar var Júlíus Á. Jónsson innheimtumaður í Reykjavík, f. 3. október 1888 á Valdalæk á Vatnsnesi, d. 21. mars 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.