„Guðrún Þórðardóttir (Péturshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Þórðardóttir''' verkakona í Hólmgarði fæddist 31. ágúst 1881 í Ormskoti í Fljótshlíð og lést 1. mars 1978.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Ívarsson b...)
 
m (Verndaði „Guðrún Þórðardóttir (Péturshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. desember 2015 kl. 22:28

Guðrún Þórðardóttir verkakona í Hólmgarði fæddist 31. ágúst 1881 í Ormskoti í Fljótshlíð og lést 1. mars 1978.
Foreldrar hennar voru Þórður Ívarsson bóndi, f. 10. september 1832, d. 19. júní 1890, og kona hana Sigríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1839, d. 28. fbrúar 1908.

Systkini Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius á Skansinum, f. 24. desember 1876, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson á Jaðri, f. 5. desember 1877, d. 7. nóvember 1943.

Guðrún var niðursetningur á Torfastöðum í Fljótshlíð 1890, hjú í Háamúla þar 1901.
Hún fluttist til Eyja frá Skíðbakka í A-Landeyjum 1905, eignaðist Magnús Árna í Landeyjum 1908, en hún átti þá heimili í Sandprýði. Hann var sendur til Eyja 1909 og var tökubarn í Péturshúsi og síðan í Stafholti til dd. 1917. Hún var ,,aðkomandi“ á Sitjanda u. Eyjafjöllum 1910, en átti heimili í Péturshúsi í Eyjum. Þar var Tómas Elías Brynjólfsson bóndasonur, f. 14. ágúst 1888.
Guðrún ól Vilborgu undir Eyjafjöllum 1912, en hún var fóstruð í Hrútafellskoti. Hún var á Seljalandi 1916, þegar hún fæddi Tómasínu Elínu, var bústýra á Fögruvöllum 1920 með Tómasínu hjá sér, var í Pálsbúð við fæðingu Jóns 1921. Þá var hún verkakona í Hólmgarði 1930 með Tómasínu Elínu og Jón hjá sér, var lausakona þar 1940 með Jón hjá sér, en Tómasína giftist Aðalsteini Gunnlaugssyni á árinu.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Jóhannes Olsen, þá í Vatnsdal.
Barn þeirra var
1. Magnús Árni Ingimundsson Jóhannesson Olsen, f. 26. júlí 1908 í Landeyjum, var tökubarn í Péturshúsi 1910, í Stafholti 1912-dd., d. 14. ágúst 1917.

II. Barnsfaðir hennar var Tómas Elías Brynjólfsson frá Sitjanda u. Eyjafjöllum, f. 14. ágúst 1888.
Barn þeirra var
2. Vilborg Guðbjörg Karlotta Tómasdóttir, f. 12. júlí 1912, d. 4. ágúst 1984. Hún var alin upp af Una Unasyni og Kristínu Ingimundardóttur í Hrútafellskoti, var síðast búsett í Reykjavík.

III. Barnsfaðir Guðrúnar var Ditlev Anton Olsen verkamaður af norskum ættum, f. 5. febrúar 1894, d. 10. júní 1988.
Barn þeirra var
3. Tómasína Elín Olsen húsfreyja, f. 25. desember 1916, d. 20. febrúar 2006. Maður hennar var Aðalsteinn Gunnlaugsson skipstjóri og útgerðarmaður.

IV. Barnsfaðir hennar var Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
Barn þeirra er
4. Jón Sigurðsson Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.