„Kristbjörg Stefánsdóttir (Skálanesi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristbjörg Stefánsdóttir''' húsfreyja í Vallartúni og Skálanesi fæddist 12. júlí 1896 á Fremraseli í N-Múl. og lést 8. mars 1984 í Eyjum.<br> Foreldrar henn...) |
m (Verndaði „Kristbjörg Stefánsdóttir (Skálanesi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. desember 2015 kl. 21:33
Kristbjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Vallartúni og Skálanesi fæddist 12. júlí 1896 á Fremraseli í N-Múl. og lést 8. mars 1984 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Stefán Magnússon bóndi í Heiðarseli og Fremraseli, síðar á Seyðisfirði, f. 31. maí 1863, d. 10. ágúst 1920, og kona hans Guðbjörg Jósefsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1865, d. 20. september 1901.
Móðir Kristbjargar lést, er hún var 5 ára gömul. Hún var hjá Þórunni Sigþrúði móðursystur sinni í Heiðarseli í Hróarstungu 1901, hjá Oddnýju Sigurðardóttur móðurmóður sinni þar um langt skeið, var hjá Þórunni Sigþrúði í Hleinargarði þar 1910.
Kristbjörg veiktist af gikt og þurfti að liggja í nokkra mánuði hjá Ólafi Ó. Lárussyni héraðslækni á Héraði. Hún náði góðum bata, var vinnukona Ralfhúsi (Láruhúsi) á Seyðisfirði hjá Láru Bjarnadóttur og Gísla Lárussyni í mörg ár.
Hún fluttist til Eyja um 1926. Þau Þórður kynntust og fluttust til Siglufjarðar þar sem þau giftu sig 1927 og fluttust til Akureyrar á því ári, eignuðust Láru á Brekkugötu þar 1928, Oddnýju Guðbjörgu á Norðurgötu 1929 og Ingibjörgu þar 1932.
Á Akureyri bjuggu þau til 1935, er þau fluttust til Keflavíkur og bjuggu þar í 2 ár.
Þau Þórður fluttust að Vallartúni 1937 og bjuggu þar uns Þórður lést í febrúar 1939. Þóra fæddist í Vallartúni í apríl á því ári.
Þau höfðu nýlega fest kaup á Skálanesi við Vesturveg, er Þórður lést. Kristbjörg flutti að Skálanesi og vann fyrir fjölskyldunni með matsölu.
Þegar börnin voru fullvaxin, dvaldi hún á vetrum hjá Þóru dóttur sinni í Reykjavík, en á sumrin hjá Ingibjörgu Jónínu á Sóleyjargötu 1. Hún lést 1984.
Maður Kristbjargar, (1927 á Siglufirði), var Þóður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi og í Vallartúni, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
Börn þeirra voru:
4. Álfheiður Lára Þórðardóttir í Skálanesi, f. 26. febrúar 1928, d. 28. desember 2005.
5. Oddný Guðbjörg Þórðardóttir í Skálanesi, f. 15. ágúst 1929, d. 23. október 1998.
6. Ingibjörg Þórðardóttir í Skálanesi, f. 11. ágúst 1932.
7. Þóra Þórðardóttir í Skálanesi, f. 16. apríl 1939.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ingibjörg Jónína Þórðardóttir
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.