„Sverrir Jónsson (Háagarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|400px|''Sverrir Jónsson frá Háagarði.'' '''Sverrir Magnús Jónsson''' sjómaður frá Háagarði fæddist 25. júní 1900 í Skál...)
 
m (Verndaði „Sverrir Jónsson (Háagarði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. október 2015 kl. 21:32

Sverrir Jónsson frá Háagarði.

Sverrir Magnús Jónsson sjómaður frá Háagarði fæddist 25. júní 1900 í Skálmarbæjarhraunum í Álftaveri og drukknaði 24 janúar 1927.
Foreldrar hans voru Jón Sverrisson bóndi, yfirfiskimatsmaður, f. 22. janúar 1871, d. 5. mars 1968, og kona hans Solveig Jónína Magnúsdóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1879, d. 21. apríl 1955.

Börn Solveigar og Jóns voru:
1. Sigurður Jónsson verslunarmaður, f. 24. júlí 1898, d. 22. apríl 1962.
2. Sverrir Magnús Jónsson sjómaður, f. 25. júní 1900, drukknaði af Minervu 24. janúar 1927.
3. Elías Theodór Jónsson framkvæmdastjóri, f. 11. júní 1901, d. 28. júlí 1959.
4. Einar Jónsson skipstjóri, f. 16. desmber 1902, drukknaði af Mínervu 24. janúar 1927.
5. Solveig Magnea Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. nóvember 1904, d. 10. desember 1984.
6. Sigurjón Jónsson formaður, síðar verkamaður, f. 18. janúar 1906, d. 5. október 1979.
7. Lilja Jónsdóttir hárgreiðslukona, f. 5. maí 1907, d. 28. desember 2006.
8. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1908, d. 24. apríl 1993.
9. Aðalheiður Svanhvít Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1910, d. 26. október 1946.
10. Böðvar Jónsson verksmiðjustjóri, f. 8. desember 1911, d. 18. febrúar 1997.
11. Kjartan Jónsson lyfjafræðingur, f. 1. maí 1914, d. 5. júní 2004.
12. Svanhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1915, d. 11. mars 2006.
13. Rannveig Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1915, d. 23. apríl 2002.
14. Karl Jónsson rakari, kaupmaður, lögreglumaður, gangavörður, f. 11. desember 1919 í Eyjum, d. 1. maí 2011.
15. Matthildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. október 1921 í Eyjum, d. 20. febrúar 2002.

Sverrir Magnús var með foreldrum sínum á Skálmarbæjarhraunum til 1901, í Skálmarbæ 1901-1902, í Skálmarbæjarhraunum 1902-1904, í Holti 1904-1911. Hann var tökubarn í Skálmarbæ 1911-1913, hjá foreldrum sínum í Holti 1913-1914, vinnumaður á Þykkvabæjarklaustri 1914-1916, hjá foreldrum sínum í Holti 1916-1917, vinnumaður í Hjörleifshöfða 1917-1919.
Hann fluttist til Eyja 1919, bjó hjá foreldrum sínum í Háagarði.
Sverrir Magnús var háseti hjá Einari bróður sínum á vélbátnum Minervu og drukknaði ásamt honum og þrem öðrum, er báturinn fórst í aftakaveðri á milli Þrídranga og Eyja 24. janúar 1927.
Sverrir Magnús var ókvæntur og barnlaus.

ctr

Mínerva VE-241.

Sjá nánar grein Ingibjargar í Bólstaðarhlíð um Mínervuslysið í Bliki 1961, „Minervuslysið“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.