„Ingibjörg Ólafsdóttir (Hólshúsi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ingibjörg Ólafsdóttir''' bústýra, húskona fæddist 21. júlí 1829 og lést líklega 1896 í Utah.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi á Melnum í Djúpárhrep...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 2: | Lína 2: | ||
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi á Melnum í Djúpárhreppi í Rang., f. 3. nóvember 1794, d. 18. júlí 1849 og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1805, d. 28. janúar 1892. | Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi á Melnum í Djúpárhreppi í Rang., f. 3. nóvember 1794, d. 18. júlí 1849 og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1805, d. 28. janúar 1892. | ||
Bróðir Ingibjargar var [[Ólafur | Bróðir Ingibjargar var [[Ólafur Ólafsson vinnumaður|Ólafur Ólafsson]] vinnumaður á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] og víðar, f. 28. ágúst 1834. | ||
Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona á Sandhólaferju í Djúpárhreppi 1845, í Eystri-Tungu í V-Landeyjum 1850, í Vesturhjáleigu þar 1855.<br> | Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona á Sandhólaferju í Djúpárhreppi 1845, í Eystri-Tungu í V-Landeyjum 1850, í Vesturhjáleigu þar 1855.<br> |
Útgáfa síðunnar 16. febrúar 2016 kl. 14:38
Ingibjörg Ólafsdóttir bústýra, húskona fæddist 21. júlí 1829 og lést líklega 1896 í Utah.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi á Melnum í Djúpárhreppi í Rang., f. 3. nóvember 1794, d. 18. júlí 1849 og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1805, d. 28. janúar 1892.
Bróðir Ingibjargar var Ólafur Ólafsson vinnumaður á Oddsstöðum og víðar, f. 28. ágúst 1834.
Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona á Sandhólaferju í Djúpárhreppi 1845, í Eystri-Tungu í V-Landeyjum 1850, í Vesturhjáleigu þar 1855.
Hún var bústýra hjá Sveini Hjaltasyni á Vesturhúsum 1860-1864, vinnukona þar 1865-1866, bústýra 1867-1871, húskona á Löndum 1872-1873, bústýra hjá Eyjólfi Jónssyni þar 1874, húskona þar 1875, lausakona á Kirkjubæ 1876, húskona í Grímshjalli 1877, sjálfrar sín í Hólshúsi 1878-1879, lausakona þar 1880-1886, sjálfrar sín þar 1887.
Hún naut sveitarstyrks í Frydendal 1890.
Ingibjörg var skráð meðal útflytjenda til Utah frá Frydendal 1891.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.