„Jón Guðmundsson (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 20: Lína 20:
[[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsum]]
[[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsum]]
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]]
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]]
[[Flokkur: Íbúar við Ásaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Austurveg]]

Núverandi breyting frá og með 4. desember 2017 kl. 11:45

Jón Guðmundsson sjómaður á Vesturhúsum og Kirkjubæ fæddist 13. desember 1823 og lést 25-26. febrúar 1869.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi í Ystabæli, síðar í Drangshlíðardal u. Eyjafjöllum, f. 17. desember 1798, d. 14. mars 1867, og Sigríður Ísleifsdóttir, síðar húsfreyja í Ystabæli, f. 1797, d. 7. ágúst 1882.

Jón var með móður sinni og Árna Jónssyni manni hennar í Ystabæli 1835 og enn 1850, ókvæntur vinnumaður hjá þeim 1855, kvæntur vinnumaður þar 1860 með Sigríði Hallvarðsdóttur vinnukonu, konu sinni.
Þau fluttust að Vesturhúsum 1867, eignuðust Magnús 1868, en misstu hann nýfæddan.
Þau voru vinnufólk hjá Guðríði systur Sigríðar og Birni Einarssyni manni hennar 1869, þegar Jón króknaði í Útilegunni miklu 25.-26. febrúar 1869.

I. Kona Jóns var Sigríður Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1828, d. 30. júlí 1879.
Barn þeirra var
1. Magnús Jónsson, f. 18. janúar 1868 á Vesturhúsum, d. 24. janúar 1868 „dó úr almennum barnaveikindum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.