„Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Ásgarði)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Börn Sigurbjargar og Guðmundar:<br> | Börn Sigurbjargar og Guðmundar:<br> | ||
1. [[Þórarinn Guðmundsson (Ásgarði)|Þórarinn]], f. 25. apríl 1929. Hann er að mestu alinn upp af föðursystur sinni [[Katrín Árnadóttir (Ásgarði)|Katrínu]] og manni hennar [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasyni]].<br> | 1. [[Þórarinn Guðmundsson (Ásgarði)|Þórarinn]], f. 25. apríl 1929. Hann er að mestu alinn upp af föðursystur sinni [[Katrín Árnadóttir (Ásgarði)|Katrínu]] og manni hennar [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasyni]].<br> | ||
2. [[Svanhildur Guðmundsdóttir (Ásgarði)|Svanhildur]], f. 29. ágúst 1931. Að mestu uppalin af föðursystur sinni [[Guðrún Árnadóttir (Ásgarði)|Guðrúnu]] og móður hennar [[Gíslína Jónsdóttir|Gíslínu Jónsdóttur]].<br> | 2. [[Svanhildur Guðmundsdóttir (Ásgarði)|Svanhildur]], f. 29. ágúst 1931. Að mestu uppalin af föðursystur sinni [[Guðrún Árnadóttir (Ásgarði)|Guðrúnu]] og móður hennar [[Gíslína Jónsdóttir (Ásgarði)|Gíslínu Jónsdóttur]].<br> | ||
3. [[Árni Guðmundsson Árnasonar|Árni]], f. 25. mars 1935.<br> | 3. [[Árni Guðmundsson Árnasonar|Árni]], f. 25. mars 1935.<br> | ||
4. [[Sigurður Guðmundsson Árnasonar|Sigurður]], f. 24. ágúst 1937.<br> | 4. [[Sigurður Guðmundsson Árnasonar|Sigurður]], f. 24. ágúst 1937.<br> |
Útgáfa síðunnar 9. mars 2019 kl. 18:12
Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja frá Arnarhóli í Landeyjum, fæddist 8. mars 1904 og lést 4. maí 1993.
Faðir Sigurbjargar var Guðmundur bóndi á Glæsistöðum í V-Landeyjum 1901, f. 16. nóvember 1869, d. 13. desember 1942, Gíslason bónda í Sigluvík þar 1870, f. 15. nóvember 1810, d. 4. janúar 1890, Eyjólfssonar bónda í Klauf þar 1835, f. 1772, d. 10. júlí 1846, Einarssonar, og konu Eyjólfs, Guðríðar húsfreyju, f. 1769, d. 13. mars 1854, Þórðardóttur.
Móðir Guðmundar á Glæsistöðum og seinni kona Gísla í Sigluvík var Guðrún húsfreyja og ljósmóðir, f. 29. mars 1832, d. 24. júní 1914, Ólafsdóttir bónda í Álfhólum í V-Landeyjum 1835, f. 1794, d. 8. júní 1886, Ólafssonar, og konu Ólafs, Valgerðar Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 24. apríl 1795, d. 15. júlí 1860.
Móðir Sigurbjargar húsfreyju og kona Guðmundar Gíslasonar á Glæsistöðum var Sigríður húsfreyja, f. 28. apríl 1876, d. 3. október 1916, Bjarnadóttir bónda og formanns í Herdísarvík, f. 11. ágúst 1844, d. 25. október 1890, Hannessonar bónda í Kaldaðarnesi, Lambastöðum, Hólum og síðast lengi í Tungu í Flóa, formanns og hreppstjóra, f. 1814, d. 6. október 1891, Einarssonar, og konu Hannesar, Kristínar húsfreyju, f. 26. október 1820 í Laugardælum, d. 20. desember 1891, Bjarnadóttur.
Móðir Sigríðar og kona Bjarna í Herdísarvík var Sólveig húsfreyja, f. 23. september 1852, d. 24. febrúar 1911, Eyjólfsdóttir bónda og sáttanefndarmanns í Þorlákshöfn, f. 19. nóvember 1811, d. 22. september 1866, Björnssonar.
Sigurbjörg var alsystir Kristínar Guðmundsdóttur húsfreyju í Bergholti, konu Gústavs Stefánssonar.
Sambýlismaður Sigurbjargar var Guðmundur Árnason frá Ásgarði, f. 17. október 1898, d. 27. janúar 1988.
Sigurbjörg var húsfreyja í Ásgarði, Heimagötu 29, 1930, en síðar verkakona í Reykjavík. Þar bjuggu þau Guðmundur síðast.
Börn Sigurbjargar og Guðmundar:
1. Þórarinn, f. 25. apríl 1929. Hann er að mestu alinn upp af föðursystur sinni Katrínu og manni hennar Árna Árnasyni.
2. Svanhildur, f. 29. ágúst 1931. Að mestu uppalin af föðursystur sinni Guðrúnu og móður hennar Gíslínu Jónsdóttur.
3. Árni, f. 25. mars 1935.
4. Sigurður, f. 24. ágúst 1937.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Heimaslóð.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.