„Teitur Bergmann Magnússon (Gjábakka)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Teitur Bergmann Magnússon''' bóndi og silfursmiður í Litlabæ á Álftanesi fæddist 15. júlí 1806 og lést 10. nóvember 1849.<br> Foreldrar hans voru [[Magnús Ólafsson B...) |
m (Verndaði „Teitur Bergmann Magnússon (Gjábakka)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 25. júlí 2015 kl. 16:36
Teitur Bergmann Magnússon bóndi og silfursmiður í Litlabæ á Álftanesi fæddist 15. júlí 1806 og lést 10. nóvember 1849.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson Bergmann verslunarstjóri í Garðinum, f. 1774, d. 18. ágúst 1848, og kona hans Þórunn Teitsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1776, d. 14. ágúst 1830.
Teitur fluttist með fjölskyldu sinni til Eyja, líklega um 1811. Hann fór í fóstur að Hlíðarenda í Fljótshlíð 1814 og var þar í nokkur ár, var kominn til foreldra sinna á Gjábakka 1821.
Hann fluttist með fjölskyldunni að Skildinganesi 1823, var vinnumaður á Bessastöðum 1835, silfursmiður á Brekku á Álftanesi 1840 með konu sinni Kristjönu Helgadóttur.
1842 og 1844 var hann bóndi í Litlabæ á Álftanesi, 1845 silfursmiður þar með Kristjönu og börnunum Guðríði 3 ára og Kristjönu 2 ára.
Þau eignuðust Magnús 1846, en hann lést dagsgamall og Kristjana móðir hans lést viku síðar.
Teitur kvæntist Margréti 1847. Þau eignuðust Magnús 1849, en hann dó á 3. mánuði.
Teitur lést 1849. Margrét bjó í Litlabæ 1850 með Guðríði og Kristjönu stjúpdætrum sínum.
Teitur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Kristjana Helgadóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1812 í Flensborgarhúsi í Hafnarfirði, d. 12. júní 1846. Foreldrar hennar voru Helgi Bjarnason verslunarstjóri í Hafnarfirði, f. 1782, d. 30. júní 1821 og barnsmóðir hans Guðríður Benediktsdóttir prests á Vogsósum og í Hraungerði í Flóa Sveinssonar. Hún var fædd 22. janúar 1788, d. 14. apríl 1865.
Börn þeirra hér:
1. Guðríður Teitsdóttir húsfreyja í Lambhúsum á Akranesi, f. 12. desember 1842, d. 3. september 1919.
2. Kristjana Teitsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. júlí 1844, d. 10. apríl 1924.
3. Magnús Teitsson, f. 4. júní 1846, d. 5. júní 1846.
II. Síðari kona Teits, (2. nóvember 1847), var Margrét Jónsdóttir, f. 1816, d. 2. júlí 1903. Hún var frá Hnausum í A-Húnavatnssýslu, laundóttir Jóns Ólafssonar bónda þar 1816, var húsfreyja á Miðteigi á Akranesi 1855.
Barn þeirra var
4. Magnús Teitsson, f. 20. júlí 1849, d. 4. október 1849.
5. Guðrún Teitsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 22. júlí 1850 að föður sínum látnum, d. 6. janúar 1906.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.