„Blik 1969/Vesturhúsafeðgarnir II. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 130: Lína 130:


Þurrkur hafði verið alla nóttina. Þegar fólkið á Vesturhúsum rétti loks úr bakinu um morguninn, eftir að hafa breitt úr stórum fiskstakki þarna austur í fjörunni norðan Kirkjubæja, heyrði það hvellan hlátur suður hjá bæjum. Þarna stóð þá einn af bændunum á Kirkjubæjunum á svellþykku prjónahaldinu og skyggndist til veðurs. Bóndi hló hvellt og hjartanlega, er hann sá og hugleiddi hversu snemma Vesturhúsafólkið, þetta vinafólk hans, hafði hafið dagsverkið undir stjórn húsfreyjunnar, því að húsbóndinn lá við fuglaveiðar úti í Álsey á þessum tíma sumarsins. Kirkjubæjarbóndinn, sem jafnan var árvakur sjálfur, hafði
Þurrkur hafði verið alla nóttina. Þegar fólkið á Vesturhúsum rétti loks úr bakinu um morguninn, eftir að hafa breitt úr stórum fiskstakki þarna austur í fjörunni norðan Kirkjubæja, heyrði það hvellan hlátur suður hjá bæjum. Þarna stóð þá einn af bændunum á Kirkjubæjunum á svellþykku prjónahaldinu og skyggndist til veðurs. Bóndi hló hvellt og hjartanlega, er hann sá og hugleiddi hversu snemma Vesturhúsafólkið, þetta vinafólk hans, hafði hafið dagsverkið undir stjórn húsfreyjunnar, því að húsbóndinn lá við fuglaveiðar úti í Álsey á þessum tíma sumarsins. Kirkjubæjarbóndinn, sem jafnan var árvakur sjálfur, hafði
ekki klæðzt, þegar Vesturhúsafólkið hafði þegar lokið hluta úr dagsverki. Og marga þurrkdaga á sumrin sat húsbóndinn Magnús á Vesturhúsum með háfinn sinn á bjargbrún vestur í Álsey og snéri þar úr hálsliðnum fjölmarga lunda á hverjum klukkutíma, - já, tugi lunda, er hann „var vel við“, meðan húsfreyjan heima stjórnaði margþættum verkum utan húss sem innan, svo að hvergi skeikaði.
ekki klæðzt, þegar Vesturhúsafólkið hafði þegar lokið hluta úr dagsverki. Og marga þurrkdaga á sumrin sat húsbóndinn Magnús á Vesturhúsum með háfinn sinn á bjargbrún vestur í Álsey og snéri þar úr hálsliðnum fjölmarga lunda á hverjum klukkutíma, - já, tugi lunda, er hann „var vel við“, meðan húsfreyjan heima stjórnaði margþættum verkum utan húss sem innan, svo að hvergi skeikaði.<br>
Þannig liðu árin á þessu merka heimili og tugir ára. Hjónin Magnús Guðmundsson og Jórunn Hannesdóttir bjuggu á Vesturhúsum eða höfðu afnot jarðarinnar hálfrar meira en hálfa öld og allrar til ábúðar eftir 1916, eftir fráfall Guðmundar bónda Þórarinssonar.<br>
Ég, sem þetta skrifa, gæti með mörgum orðum lýst heimilislífi þeirra hjóna á Vesturhúsum, hjónalífi þeirra og daglegri sambúð. Allt var það til mikillar fyrirmyndar. Húsfreyja var alvörugefin sæmdarkona, þung á bárunni, en bóndi léttlyndur og spaugsamur og vó þannig upp á móti hinum einkennunum, svo að niðurstaðan var gleðiblandin ánægja og hamingja, með því að hjónin mátu hvort annað og unnust heitt.<br>
Uppi á vegg í stofunni á Vesturhúsum hékk lengi mynd af prentuðu kvæði. Það var brúðkaupskvæði þeirra hjóna, þrjú erindi prentuð skýru letri og skrautskrifuð gullnu letri þessi orð ofan við kvæðið:<br>
„Til brúðhjónanna Jórunnar Hannesdóttur og Magnúsar Guðmundssonar á brúðkaupsdaginn 23. maí 1903.“<br>
Brúðkaupskvæðið hljóðar þannig:<br>
 
::„Lifið þið bæði lengi og vel, <br>
::ljómi farsældar heiðskírt hvel,<br>
::Mæði ei nokkur mótgangsslagur, <br>
::og mildur verði sérhver dagur,<br>
::og einnig berist auðlegð nóg<br>
::til ykkar jafnt af grund og sjó.<br>
 
::Það afl, er tengir sál við sál<br>
::og sigrar bezt, ef leið er hál,<br>
::sem húmi í daga bjarta breytir<br>
:: og bót við meinum flestum veitir,<br>
:: það létti ykkur lífsins þraut<br>
:: og leiði sanna gæfu á braut.
 
::Þar kærleikssólin helg og há<br>
:: í hjörtun geisla senda má,<br>
:: er hlýtt og indælt vor um vetur<br>
:: hvar vonarblómið þroskast getur,<br>
:: hún flytji blessun, frið og yl<br>
:: með fögrum geislum ykkar til.
 
Ef segja mætti með sanni, að til væri óskastund, þá væri hægt að fullyrða, að höfundur ljóðsins hefði hitt á óskastundina gullvægu, er hann orti þetta ljóð. Svo mjög minnir hugsun og óskyrði kvæðisins á þá reynd, sem var raunveruleikinn einskær í hjóna- og heimilislífinu á Vesturhúsum alla þeirra hjúskapartíð.<br>
Líkindi eru til þess, að [[Ólafur Magnússon (Nýborg)|Ólafur Magnússon]] í [[Nýborg]] hafi ort þetta brúðkaupskvæði. Þeir voru lengi tryggðarvinir, hann og Magnús Guðmundsson.
 
Magnús Guðmundsson var mikill og traustur félagshyggjumaður.<br>
Rúmlega tvítugur að aldri gekk hann í Stúkuna Báru nr. 2, sem þá hafði starfað í 5 ár. Þarna reyndist hann traustur og trúr heiti sínu og vammlaus bindindismaður alla ævi síðan. Bindindisstarfið og bindindið sjálft var Magnúsi Guðmundssyni hugsjón. Í stúkustarfinu þroskaðist félagshyggja Magnúsar og skilningur á gildi samtaka, gildi afls og máttar, samhygðar og sameiginlegs átaks í lífsbaráttunni. Síðan áttu Eyjabúar eftir að njóta félagsanda hans og félagsþroska og óeigingjarns framtakshugar í atvinnulífi byggðarlagsins um langt árabil. Þar má með sanni fullyrða, að stúkustarfsemi legði grundvöllinn.<br>
Það er vissulega ómaksins vert að kynnast eilítið þátttöku Magnúsar Guðmundssonar í hinum ýmsu hagsmunafélögum Eyjabúa, þar sem hann var virkur starfskraftur.<br>
Ísfélag Vestmannaeyja var stofnað 1901, eins og mörgum er kunnugt. Brátt varð Magnús Guðmundsson þar áhrifaríkur og farsæll aðili. Honum var það ætið ljóst, að það markverða framtak útgerðarmanna í sveitarfélaginu að byggja íshús að amerískri fyrirmynd, eins og þeir áður höfðu gert í Mjóafirði eystra og víðar, markaði mikilvægt spor í útgerðar- og framleiðslusögu Vestmannaeyja. Um leið var fyrirtæki þetta markvert spor fram á leið til hagsældar öllum almenningi í byggðarlaginu.<br>
Magnús Guðmundsson skildi manna bezt hugsjónir [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsens]] kaupmanns og útgerðarmanns til framtaks og sannra framfara í Vestmannaeyjum, fæðingarsveit þeirra beggja. Í stjórn Ísfélagsins, þar sem Magnús naut mikils trausts félagsmanna, studdi hann því jafnan eftir mætti Gísla J. Johnsen gegn þröngsýnum og valdagírugum kaupmannahagsmunum og valdastreitumönnum öðrum, sem sáralítið höfðu til brunns að bera um allar mennilegar og verklegar framfarir.br>
Þó náðu þau óþurftaröfl Ísfélaginu á vald sitt um stundarsakir og þokuðu þannig Magnúsi og Gísla til hliðar. En sú valdasæld stóð ekki lengi, því að strax tók að halla undan fæti fyrir félagssamtökum þessum svo að til óheilla horfði. Félagsmenn áttuðu sig fljótlega og viðurkenndu brátt yfirsjónir sínar með því að fela Gísla J. Johnsen og Magnúsi Guðmundssyni og félögum þeirra stjórnarvöldin á ný. Þá tóku samtökin að dafna aftur. Eftir það var þeim borgið.<br>
Árið 1914 beittu þeir Magnús Guðmundsson og [[Gísli Lárusson|Gísli gullsmiður Lárusson]] í [[Stakkagerði]] sér fyrir stofnun hlutafélags til styrktar útgerðarmönnum í Vestmannaeyjum. Stofnendur voru milli 20 og 30 menn. Þetta var Hlutafélagið Bjarmi, sem breytt var í samvinnufélag árið 1926 eða eftir 12 ára starf.<br>
Tilgangur Bjarma hf. var þessi: „... að útvega félagsmönnum sem beztar vörur með svo góðu verði sem unnt er, og koma innlendum afurðum í svo hátt verð sem auðið er.“<br>
Hlutafélagið Bjarmi var stofnað 1. marz 1914, og fyrstu félagssamþykktir þess undirritaðar 15. apríl s.á.<br>
Magnús Guðmundsson sat í stjórn Bjarma, þar til félag þetta var leyst upp árið 1940. Öll starfsár félagsins var Magnús Guðmundsson ritari stjórnarinnar, og skildi hann þar eftir tvær fundagerðabækur vel og skilmerkilega ritaðar, er félagið hætti störfum. Á ýmsu gekk í félagssamtökum þessum eins og oft gengur.<br>
Um tíma átti félag þetta við mikla fjárhagsörðugleika að stríða; afurðir féllu í verði. Lánsverzlun reyndist félaginu fallvölt og sumir mestu trúnaðarmennirnir og valdamennirnir gallagripir, óreglusamir og óvandaðir. Sumir þeirra, sem nutu mests trausts félagsmanna fyrstu starfsárin, misstu það og ekki að ófyrirsynju; þeir höfðu vissulega unnið til vantraustsins. Öðrum, sem lítils trausts nutu þar lengi vel, var þá falin forustan með Magnúsi Guðmundssyni. Alltaf naut hann sama traustsins hjá félagsmönnum, eins síðasta starfsárið í stjórn félagsins eins og fyrsta árið, þar til félag þetta var leyst upp. Hann einn var öll árin, sem Hf. Bjarmi og svo K/F Bjarmi starfaði, í stjórn þess með fullu og óskoruðu trausti félagsmanna. Atkvæðagreiðslurnar á aðalfundum félagsins um trúnaðarmenn þess sanna okkur þetta. Félagsmenn þekktu Magnús Guðmundsson að óbilandi vilja og óbrigðulli sómatilfinningu, skapfestu og heiðarleik í hvívetna. Orðstír hans og nafn hélzt vammlaust til hinztu stundar.<br>
Frá unglingsárum vandist Magnús Guðmundsson fuglaveiðum í úteyjum eða frá 12 ára aldri. Fram yfir aldamótin, eða meðan segja mátti, að hann dveldist í föðurtúni, veiddi hann fugl og seig í björg á vegum foreldra sinna. En eftir að hann fékk til ábúðar hálfa Vesturhúsajörðina við giftingu (1903), breyttist þetta að sjálfsögðu. Eftir það var hönd hans honum sjálfum hollust. Ekki er mér það kunnugt, að hann hafi veitt í annarri eyju en Álsey þau 65 ár, er hann stundaði fuglaveiðar, eða til 77 ára aldurs. Þar þótti hann jafnan hrókur alls fagnaðar, góður félagi, tillitssamur og skyldurækinn sem annars staðar. Gætinn og slyngur fjallamaður þótti hann, sem félagar hans virtu og mátu og tóku mikið tillit til.<br>
[[Árni Árnason|Árni símritari Árnason]] dvaldist mörg sumur með Magnúsi Guðmundssyni og öðrum úteyjarfélögum í Álsey og minntist þeirra ánægjustunda í blaðagrein um Magnús Guðmundsson að honum látnum. Með grein þeirri birti Á.Á. þetta erindi, er hann orti um kynni sín og úteyjardvöl með bóndanum í Vesturhúsum:<br>
 
::Gekk sá, er óttaðist eigi <br>
::einvígið stranga að heyja. <br>
::Genginn er góður drengur <br>
::geðhreinn frá oss héðan.<br>
::Garðinn sinn frægan gerða, <br>
::gætti hann vel og bætti.<br>
::Skarð fyrir skildi er orðið; <br>
::skaðinn er ber í staðinn.
 
Magnús Guðmundsson var heiðursfélagi Félags bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum.<br>
Er Eyjamenn afréðu að leika Skugga-Svein haustið 1898, tók Magnús Guðmundsson að sér að leika Jón sterka. Þótti hann leysa það hlutverk vel af hendi, og varð hann þannig hlutgengur í leiklistarlífi Vestmannaeyinga um eitt skeið.<br>
Þegar Magnús Guðmundssnn hætti sjómennsku 1921 gerðist hann skrifstofumaður hjá Hlutafélaginu Bjarma og hélt því starfi í skrifstofu félagsins, meðan það var við lýði eða til haustsins 1940.<br>
Haustið 1941 gerðist Magnús Guðmundsson gjaldkeri Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Þeirri stöðu hélt hann til ársins 1948. Þá var hann meira en hálfáttræður. Sagði hann þá lausu þessu starfi hjá Bátaábyrgðarfélaginu og bar því við, að hann gæti ekki lengur fullkomlega treyst minni sínu og öryggi sökum aldurs. Meðfædd samvizkusemi olli því, að hann sagði af sér gjaldkerastarfinu og settist þá loks í helgan stein.<br>
Fyrr á árum eða 1910 hafði Magnús Guðmundsson verið í varastjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Um líkt leyti var hann varasýslunefndarmaður. Sýslunefndarmaður var hann kosinn 1916. Þegar svo kosið var hér í bæjarstjórn fyrsta sinni í jan. 1919 var Magnús Guðmundsson kosinn bæjarfulltrúi, og átti hann síðan sæti í bæjarstjórninni næstu 6 árin eða til ársins 1925.<br>
Vorið 1919 vöktu þeir stjórnarmennirnir í Hlutafélaginu Bjarma, Magnús Guðmundsson og Gísli Lárusson, máls á því, hvort ekki væri rétt að félagsmenn Bjarma beittu sér fyrir stofnun togaraútgerðarfélags. Ekki er mér kunnugt um, hvort þessi hugmynd var gefin þeim annars staðar frá. En víst er um það, að þessar umræður, er þá fóru fram á stjórnarfundi félagsins, urðu upphaf að stofnun togaraútgerðarfélagsins Draupnis, sem rak samnefndan togara frá Reykjavík um nokkurt skeið. Stjórnarmenn Bjarma og fleiri Vestmannaeyingar munu hafa keypt hlutabréf í þessu útgerðarfélagi, en aldrei létu þeir Bjarma leggja fé í fyrirtæki þetta, sem varð a.m.k. hluthöfum búsettum í Eyjum til lítillar gæfu.<br>
Sökum lélegra hafnarskilyrða hér í Eyjum var togarinn Draupnir rekinn frá Reykjavík. Hlutafjáreigendur hér urðu þess vegna að sjá allt með annarra augum um rekstur þessa togara og treysta á drengskap og heiðarleik sameignarmanna sinna á útgerðarstað. Ekki er alveg grunlaust um, að ýmislegt grugg og groms hafi þar mengað vatn viðskiptanna og valdið hruninu að einhverju leyti. Víst er um það, að togarafélagið Draupnir varð gjaldþrota. — Lítið mun togari þessi hafa lagt upp af fiski í Vestmannaeyjum, þó að hugmynd og ætlan frumherjanna eða upphafsmanna félagsins væri sú í upphafi, að afli togarans yrði til
atvinnuaukningar í byggðarlaginu. Þess vegna lögðu þeir fé hér í fyrirtæki þetta, en lifur mun togari þessi hafa lagt hér upp til bræðslu, er hann átti leið fram hjá Eyjum af austlægum miðum. Það eitt jók atvinnu nokkurra manna hér. Að öðru leyti varð hér engin atvinnuaukning af rekstri þessa togara Magnúsi Guðmundssyni og fleirum hluthöfum til sárra vonbrigða og fjárhagslegs taps.<br>
Eftir tillögum Magnúsar Guðmundssonar og annarra samstjórnarmanna hans í Bjarma, lagði félagið kr. 20.000,00 í Hlutafélagið Eimskipafélag Suðurlands, er það var stofnað árið 1919. Markmið þeirra með því framlagi var að tryggja Eyjabúum greiðari samgöngur við Reykjavík, en fátt stóð byggðarlaginu og öllum atvinnurekstri þess meir fyrir þrifum og vexti en tregar og stopular samgöngur við fjármála- og verzlunarstöð landsins, Reykjavík.<br>
Þegar útgerðarmenn í Vestmannaeyjum og yfirleitt almenningur þar beitti sér fyrir kaupum á fyrsta björgunar- og aðstoðarskipi þjóðarinnar, gamla Þór (1919), og ruddi þannig einhverjar markverðustu menningarbrautir á sínu sviði, lagði Hlutafélagið Bjarmi fram til þessa framtaks kr. 10.000,00 að tillögu stjórnar félagsins. Rangt væri að segja, að Magnús Guðmundsson einn ætti þar hlut að. Þetta var ávöxtur af góðri stjórn félagsins á þeim árum og velgengni, og þar átti Magnús Guðmundsson vissulega ekki lítinn hlut að máli.<br>
Þegar „ræktunaröldin mikla“ hófst í Vestmannaeyjum, eftir að byggingarbréf bænda þar höfðu verið „endursamin“ og þeim breytt þannig samkv. nýjum samningum, að þeir fengu aðeins sinn „deilda verð“ af ræktanlegu landi á Heimaey (árið 1926), hlutu Vesturhúsin vestari „út-land“ í [[Flaktadalur|  Flagtadal]], slakkanum vestur af [[Flagtir|Flögtum]], grasivöxnu öxlinni norðvestur af Helgafelli. Þarna ræktaði Magnús Guðmundsson stórt tún á árunum 1927—1934. Síðan byggðu þau hjón sér sumarbústað á hæð norðaustur af túni þessu og nefndu húsið Helgafell. Um skeið bjuggu þau í bústað þessum árið um kring á efri árum sínum og nutu þarna umhverfisins og hins fagra útsýnis norður og vestur um Eyju og Eyjar, norður yfir [[Állinn|Álinn]] til sveita
Suðurláglendisins og svo fjalla og jökla í fjarska.<br>
Hjónunum Magnúsi Guðmundssyni og Jórunni Hannesdóttur varð auðið fjögurra barna:<br>
1. [[Hansína Árný Magnúsdóttir|Hansína Árný]], gift [[Ársæll Grímsson|Ársæli Grímssyni]], fyrrum bónda í [[Dalir|Dölum]] í Eyjum. Þau hjón eru nú búsett á Hvaleyri við Hafnarfjörð.<br>
 
2. [[Magnús Magnússon|Magnús]] húsasmíðameistari, kvæntur [[Kristín Ásmundsdóttir|Kristínu Ásmundsdóttur]] frá Seyðisfirði eystra. Heimili þeirra er að [[Ásavegur|Ásvegi]] 27 hér í bæ.<br>
 
3. [[Nanna Magnúsdóttir|Nanna]], gift [[Helgi Benónýsson|Helga búfræðingi Benónýssyni]]. Þau bjuggu um árabil á Vesturhúsum í skjóli ábúendanna löglegu, en eiga nú heima í Beykjavík.<br>
 
4. [[Guðmundur Magnússon|  Guðmundur]], f. 20. sept. 1916. Dáinn 18. ágúst 1936 á Vífilsstaðahæli. Guðmundur Magnússon var nemandi í [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|Gagnfræðaskólanum]] veturinn 1930—1931. Eftir þann vetur stundaði hann verzlunarstörf. Hann var hinn mesti efnispiltur, sem ég minnist af innileik og hlýhug. Hann reyndist öðrum eins og mér, trúr og traustur í hvívetna, prúðmenni hið mesta og hverjum manni hugljúfi. Guðmundur var áhugamaður mikill um allar íþróttir og önnur félagsmál og -störf ungmenna hér í bæ.<br>
Vertíðarróðrar
 
Ár Fjökli Uppliaf og lok róðra Þorskar Ýsur    Lön gur Skötur Tros
L884 17 86 18
1885 18 24. febr.—15. apríl. 69
L886 34 2. marz—3. maí 249 19 56 48
887 28 4. marz—11. maí 151 51 41 2 16
888 32 2. marz—24. apríl 247 20 36 3 36
.889 24 8. marz—9. maí 170 7 51 9 35
L890 30 25. febr.—3. maí 232 11 60 4 47
.891 25 28. febr.—22.apríl 182 27 1 46
.892 32 16. febr.—16. apríl 378 5 9 5 54
893 40 9. febr.—28. apríl 401 19 4 55
894 23 13. febr.—4. maí 102 1 56 1 52
895 36 9. febr.—30. april 320 16 8 5 42
896 35 28. febr.—30. apríl 252 8 2 3 71
897 31 4. marz—11. maí 219+234 11+59 3 23
898 33 22. febr.—23. apríl 350 388 6 9 15
899 44 15. febr.—4. maí 772 253 9 4
900 30 10. febr.—21. apríl 165 149 21 2
901 39 19. febr.—3. maí 496 145 22 2
902 32 13. febr.—21. april 385 175 14 1
903 44 12. febr.—11. maí 496 523 33 4
904 41 15. febr.—8. maí 262 140 57 1
905 44 6. febr.—3. maí 278 185 98 4
906 43 5. febr.—11. maí 259 192 88 3
 
 
Í brúðkaupskvæði því er Ólafur í Nýborg orti til hjónanna á Vesturhúsum á brúðkaupsdaginn þeirra 23. maí 1903, biður hann þess, að ekki mæði þau nokkur „mótgangsslagur“. — Fáir njóta þeirrar hamingju í lífinu, lifi þeir langa ævi, að aldrei mæti þeir „mótgangi“, sorg eða andstreymi. Þarna urðu hjónin á Vesturhúsum vissulega ekki afskipt, er þau misstu Guðmund son sinn. En á þeim sannaðist í sorgarþrautunum, að „afl það, sem tengir sál við sál, sigrar bezt, ef leið er hál, og léttir lífsins þrautir.“
 
Magnús Guðmundsson hélt ávallt dagbók um sjósókn sína, aflabrögð og róðratal. Hér hef ég tekið saman heildarskýrslu eftir róðratali þessa sjómanns og reglumanns, sem settist jafnan við að skrá eða skrifa dagbók sína, þegar hann kom heim úr róðri hverjum, hversu þreyttur, sem hann var, og vinnulúinn. Til þess þarf sérlega sterkan vilja og þrautseigju, óbifandi skapgerð.<br>
Róðratal Magnúsar Guðmundssonar nær frá upphafi sjóróðra hans (1884) til ársins 1917 a.m.k., er hann hóf sjósókn á [[Hansína VE-200|v/b Hansínu VE 200]]. Hér er skráð aflamagn í hverjum skipshlut eftir vertíð hverja á skipi Magnúsar og svo hlutur hvers háseta eftir vor- og sumarúthald. Þá er einnig skráður úthaldstíminn og róðrarfjöldinn á þeim tíma, sem gert var út hverju sinni.<br>
Róðrartal Magnúsar Guðmundssonar er lítil bók en markverð heimild, sem nú er geymd í heimilda- og blaðasafni [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðarsafns Vestmannaeyja]].<br>
Athugull og glöggur lesandi hugleiði út frá skýrslunni, sem hér er birt á bls. 117 og 118, hvaða breytíngar  verða  helztar  á  veiðimagni sumra fisktegundanna, eftir að línan er tekin í notkun (10. apríl 1897). Það vekur  t.d. athygli, hversu mjög ýsu- og lönguveiðin vex þá, og hversu þorskurinn er miklu smærri á sumrum en á vetrarvertíðum, meira af stútungi í veiðinni, fiski 16 þumlunga og styttri með haus.
 
 
 
 




{{Blik}}
{{Blik}}