„Þorsteinn Gíslason (Móhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þorsteinn Gíslason''' sjúklingur í Móhúsum fæddist 1851 og lést 5. júní 1894.<br> Foreldrar hans voru Gísli Brynjólfsson bóndi...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Gíslason (Móhúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. apríl 2015 kl. 20:29
Þorsteinn Gíslason sjúklingur í Móhúsum fæddist 1851 og lést 5. júní 1894.
Foreldrar hans voru Gísli Brynjólfsson bóndi, síðar sjómaður og fyrirvinna í Móhúsum, f. 1804, drukknaði af Gauki 13. mars 1874, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 4. júní 1806, d. 3. júlí 1862.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku. Hann fluttist með þeim á Suðurnes 1853. Móðir hans lést 1862 og faðir hans fluttist þá með hann undir Fjöllin og síðan til Eyja 1864. Hann var með honum í Móhúsum. Þar var húsfreyja Evlalía Nikulásdóttir, sem sá að mestu um hann.
Hann veiktist af holdsveiki og var öryrki. Eftir lát föður síns var hann algjörlega í umsjá og hjúkrun Evlalíu til dd. 1894, sbr.
Blik 1969, Konan, sem vann kærleiksverkið mikla.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1969, Konan, sem vann kærleiksverkið mikla.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.