„Kristín Árnadóttir (Miðhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristín Árnadóttir''' húsfreyja fæddist 10. september 1815, var á lífi 1873.<br> Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 1789 í Hríf...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 28: Lína 28:
*Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
*Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Vinnukonur]]
[[Flokkur: Vinnukonur]]

Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2015 kl. 15:57

Kristín Árnadóttir húsfreyja fæddist 10. september 1815, var á lífi 1873.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 1789 í Hrífunesi, d. 15. september 1839 þar, og fyrri kona hans Þórey Jónsdóttir húsfreyja, f. 1791, d. 12. júlí 1816 í Hrífunesi.

Kristín missti móður sína á fyrsta ári sínu. Hún var með föður sínum og Rannveigu Jónsdóttur stjúpu sinni til 1835.
Hún var húsfreyja á Loftsölum í Mýrdal 1835-1862, ekkja þar 1859-1860.
Vinnukona var hún á Skagnesi þar 1862-1863, í Holti þar frá 1863-1866.
Kristín fluttist að Helgabæ ásamt 18 ára dóttur sinni Þóreylín 1866.
Hún var gift vinnukona í Helgabæ 1866, á Hólnum 1867.
1868 var hún á Miðhúsum hjá Vigfúsi syni sínum.
Kristín var „sjálfrar sín“ í Götu 1870 og ekkja þar 1871, á Vilborgarstöðum 1872.
Hún fór í Rangárvallahrepp 1873.

Kristín var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (23. október 1835), var Einar Jónsson bóndi á Loftsölum, f. 1790, d. 9. júlí 1859.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Árni Einarsson vinnumaður, f. 15. júlí 1837, d. 30. maí 1875.
2. Vigfús Einarsson bóndi á Miðhúsum, f. 17. júlí 1838, lést í Vesturheimi.
3. Kristín Einarsdóttir vinnukona, f. 6. nóvember 1855, d. 26. október 1891 Vestanhafs.
4. Þóreylín Einarsdóttir vinnukona í Norðurgarði, f. 26. janúar 1847, d. 7. júní 1866.

II. Síðari maður Kristínar, (1861, skildu samvistir 1862), var Jakob Sigurðsson frá Krókatúni á Rangárvöllum, bóndi á Loftsölum, f. 14. júlí 1835, var á lífi 1890.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.