„Páll Einarsson (Löndum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Páll Einarsson''' tómthúsmaður á Löndum fæddist 1823 í Öræfum og lést fyrir árslok 1870. <br> Foreldrar hans voru Einar Pálsson bóndi á Hofi í Öræfum, en sí...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 12: | Lína 12: | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur. | *Prestþjónustubækur. | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Tómthúsmenn]] | [[Flokkur: Tómthúsmenn]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] |
Núverandi breyting frá og með 19. ágúst 2015 kl. 11:21
Páll Einarsson tómthúsmaður á Löndum fæddist 1823 í Öræfum og lést fyrir árslok 1870.
Foreldrar hans voru Einar Pálsson bóndi á Hofi í Öræfum, en síðast á Undirhrauni í Meðallandi, f. 1796 í Mörk á Síðu, d. 6. júní 1851 á Undirhrauni, og fyrri kona hans Steinunn Vigfúsdóttir frá Hnappavöllum í Öræfum, húsfreyja, f. um 1801, d. 11. júní 1843.
Páll var með foreldrum sínum til 1843, var hjá föður sínum í Meðallandi 1843-1847, vinnumaður í Bakkakoti þar 1847-1848, hjá föður sínum á Undirhrauni þar 1848-1849.
Hann fluttist að Hólshúsi 1849 úr V-Skaft., var vinnumaður þar til ársins 1851, vinnumaður í Götu 1852, tómthúsmaður á Löndum 1854.
Hann fluttist frá Stakkagerði í Holtssókn 1864, kvæntur vinnumaður, 35 ára.
I. Kona hans, (13. maí 1854, skildu samvistir), var Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja á Löndum f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.