„Magnús Bjarnason (Helgahjalli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|250px|''Magnús Bjarnason frá Helgahjalli. '''Magnús Bjarnason''' tómthúsmaður í Helgahjalli, síða...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Magnús Bjarnason mormóni og trúboði..jpg|thumb|250px|''Magnús Bjarnason frá Helgahjalli.]]
[[Mynd:Magnús Bjarnason mormóni og trúboði..jpg|thumb|250px|''Magnús Bjarnason frá Helgahjalli.]]
'''Magnús Bjarnason''' tómthúsmaður í [[Helgahjallur|Helgahjalli]], síðar bóndi í Utah,  fæddist 3. ágúst 1815 í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, (nú Sléttaból) í A-Landeyjum og lést 18. júní 1905 í Utah.<br>
'''Magnús Bjarnason''' tómthúsmaður í [[Helgahjallur|Helgahjalli]], síðar bóndi í Utah,  fæddist 3. ágúst 1815 í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, (nú Sléttuból) í A-Landeyjum og lést 18. júní 1905 í Utah.<br>
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (nú Sléttaból) í A-Landeyjum, f. 1779 í Borgartúni í Þykkvabæ, d. 30. maí 1820 á Litlaparti þar, og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1789 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 27. júní 1837 á Efri-Úlfsstöðum.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1779 í Borgartúni í Þykkvabæ, d. 30. maí 1820 á Litlaparti þar, og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1789 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 27. júní 1837 á Efri-Úlfsstöðum.


Magnús var bróðir [[Jón Bjarnason (Oddsstöðum)|Jóns Bjarnasonar]] bónda á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]].
Magnús var bróðir [[Jón Bjarnason (Oddsstöðum)|Jóns Bjarnasonar]] bónda á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]].
Lína 45: Lína 45:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.}}
*[[Saga Vestmannaeyja]]. [[Sigfús M. Johnsen]]. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Tómthúsmenn]]
[[Flokkur: Tómthúsmenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 18. ágúst 2015 kl. 15:15

Magnús Bjarnason frá Helgahjalli.

Magnús Bjarnason tómthúsmaður í Helgahjalli, síðar bóndi í Utah, fæddist 3. ágúst 1815 í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, (nú Sléttuból) í A-Landeyjum og lést 18. júní 1905 í Utah.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1779 í Borgartúni í Þykkvabæ, d. 30. maí 1820 á Litlaparti þar, og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1789 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 27. júní 1837 á Efri-Úlfsstöðum.

Magnús var bróðir Jóns Bjarnasonar bónda á Oddsstöðum.

Magnús var tvítugur vinnumaður á Efri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum 1835, á Krossi þar 1840.
Hann fluttist til Eyja 1844 með Þuríði Magnúsdóttur, var vinnumaður hjá Jóni bróður sínum á Oddsstöðum 1845-1847, og þar var Þuríður vinnukona. 1846 var með þeim óskírð dóttir þeirra án aldurs.
Þau bjuggu í Helgahjalli 1847 og þar var Þuríður bústýra Magnúsar. Kristín dóttir þeirra var með þeim. Sama áhöfn var í Helgahjalli 1848-1850 með Þuríði og Kristínu.
Þau misstu Kristínu í ágúst 1851, voru enn í Helgahjalli 1854, þar í lok 1856 með aðra Kristínu á fyrsta ári.
Þau Magnús snerust til mormónatrúar og fluttust til Utah. Magnús kom aftur 1873 með Lofti í Þorlaugargerði. Ráku þeir trúboð í Eyjum og varð vel ágengt. Þeir fóru aftur 1874 og nokkur fjöldi fólks fylgdi þeim.
Magnús var einn af forystumönnum Íslendinga í Utah í ýmsum menningarmálum, hafði meðal annars forystu við stofnun íslenska bókasafnsins í Spanish Fork.

Frásögn Magnúsar:
Bjarnason and Jónsson arrived at the Westmann Islands on July 17, 1873, and commenced preaching the gospel. They met strong opposition by the Lutheran clergy. Magnús Bjarnason remembered, “We were called into court three times, but after being submitted to a rigid examination we were again set at liberty.”[5] By the time the missionaries left the Westmann Islands in the spring of 1874, a branch had again been organized,[6] and eleven Icelanders had caught the spirit of their message and gathered with them to Zion. The missionaries’ labors had been rewarded, notwithstanding the fact that they had experienced much persecution, and had been exposed to harsh weather.[7] Einar Eiríksson, one of the Westmann Islands converts of 1874, wrote of the spiritual preparation he received prior to the arrival of the missionaries, “having been appraised [apprised] of their coming by dreams and visions.”[8] Umsögn um Magnús frá Utah: He was a scholarly man who loved to read, and he is credited with founding the Icelandic library in Spanish Fork. He died in 1905 at the age 90 years, and is buried in the Spanish Fork Cemetery.”

Magnús gerðist fjölkvænismaður að sið mormóna, átti tvær konur í senn.
I. Fyrsta kona hans, (15. október 1849), var Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1817, d. 1. febrúar 1891.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Magnúsdóttir, f. 7. mars 1844 í Hallgeirsey í A-Landeyjum, d. 6. ágúst 1851.
2. Kristín Magnúsdóttir, f. 6. apríl 1856. Hún fór með foreldrunum til Vesturheims 1857 og dó 31. ágúst 1857.

II. Önnur kona Magnúsar að Þuríði verandi, (13. september 1862 í Utah), var Guðný Erasmusdóttir húsfreyja, áður gift Árna Hafliðasyni tómthúsmanni í Ömpuhjalli. Hún var fædd 6. september 1794 og lést 14. júní 1888 í Vesturheimi.

III. Þriðja kona Magnúsar að Þuríði og Guðnýju látnum, (4. nóvember 1891), var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897.
Sjá: https://histfam.familysearch.org//familygroup.php?familyID=F18328&tree=Iceland

Sjá frekara efni um mormónana í Vestmannaeyjum í ritum Sigfúsar M. Johnsen:
1. Saga Vestmannaeyja, V. Um mormónana í Vestmannaeyjum
og greinaflokk Sigfúsar bæjarfógeta í Bliki:
2. Blik 1960, Þórarinn Hafliðason, fyrri hluti.
3. Blik 1960, Þórarinn Hafliðason, seinni hluti.
4. Blik 1961, Fyrstu mormónarnir, sem skírðir voru á Íslandi.
5. Blik 1962, Fyrstu íslenzku hjónin í Vesturheimi.
6. Blik 1963, Mormónarnir í Vestmannaeyjum, 4. grein.
7. Blik 1965, Mormónarnir í Vestmannaeyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.