„Sigurður Guðmundsson (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Sigurður Guðmundsson (Uppsölum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 29: | Lína 29: | ||
*[[Friðrik Ásmundsson]]. | *[[Friðrik Ásmundsson]]. | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Íslendingabók.is.}} | *Íslendingabók.is.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Fólk í dvöl]] | [[Flokkur: Fólk í dvöl]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar | [[Flokkur: Íbúar í Uppsölum]] |
Núverandi breyting frá og með 21. desember 2017 kl. 14:02
Sigurður Guðmundsson bóndi á Lágafelli í A-Landeyjum, síðar dvalarmaður í Uppsölum fæddist 13. ágúst 1842 á Strandarhöfða í V-Landeyjum og lést 11. mars 1905 á Uppsölum í Eyjum.
Faðir hans var Guðmundur bóndi í Búðarhóls-Austurhjáleigu (nú Hólavatn), hreppsnefndarmaður og formaður við Landeyjasand, f. 18. júní 1816, d. 11. júlí 1888, Sigurðsson bónda á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. 1791, d. 28. maí 1866, Þorsteinssonar bónda á Miðfelli í Hrunamannahreppi, f. 1749, d. 1801, Bjarnasonar, og konu Þorsteins, Ingibjargar húsfreyju, f. 1750, d. 11. febrúar 1828.
Móðir Guðmundar í Búðarhóls-Austurhjáleigu og fyrri kona Sigurðar á Skúmsstöðum var Kristín húsfreyja, f. 4. febrúar 1790, d. 1. ágúst 1824, Guðmundsdóttir bónda á Kálfsstöðum í V-Landeyjum, f. 1748, d. 29. nóvember 1833, Sigurðssonar, og konu Guðmundar á Kálfsstöðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1748, d. 10. nóvember 1811, Magnúsdóttur.
Móðir Sigurðar á Uppsölum og kona Guðmundar í Búðarhóls-Austurhjáleigu (nú Hólavatn) var fyrri kona hans Sigríður húsfreyja, f. 7. apríl 1815, d. 16. nóvember 1871, Guðnadóttir bónda í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, f. á Núpum í Fljótshverfi í V-Skaft.,
skírður 15. desember 1778, d. 6. janúar 1850 á Arnarhóli í V-Landeyjum, Ögmundssonar bónda á Núpum, f. 1726, d. 19. september 1780, Ólafssonar, og konu Ögmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1748, d. 28. júlí 1818, Þorsteinsdóttur.
Móðir Sigríðar í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) og kona Guðna í Hallgeirseyjarhjáleigu Ögmundssonar var Kristín húsfreyja, skírð 6. apríl 1778, Bjarnhéðinsdóttir bónda í Langagerði í Stórólfshvolssókn, f. 1743, d. 8. ágúst 1811, Sæmundssonar, og konu Bjarnhéðins, Guðrúnar húsfreyju, f. 1751, d. 11. febrúar 1834, Einarsdóttur.
Kona Sigurðar Guðmundssonar á Lágafelli, síðar á Uppsölum var, (15. maí 1873), Þórunn húsfreyja, f. 18. október 1839, d. 25. maí 1899.
Faðir hennar var Sigurður bóndi í Vatnshól í A-Landeyjum, skírður 25. mars 1804, drukknaði 1843, Jónssonar bónda á Bjólu í Holtum, skírður 23. febrúar 1764, d. 10. október 1805, Bjarnasonar bónda í Rifshalakoti í Holtum, f. 1713, d. í febrúar 1780, Bergssonar, og konu Bjarna, Valgerðar húsfreyju, f. 1738, d. 18. desember 1803, Gísladóttur.
Móðir Sigurðar í Vatnshól og kona Jóns á Bjólu var Guðrún húsfreyja, f. 1761, d. 31. desember 1830, Jónsdóttir bónda á Syðsta-Bakka í Þykkvabæ, f. 1732, Sveinssonar, og konu Jóns Sveinssonar, Arnleifar húsfreyju, f. 1723, d. 19. nóvember 1798, Jónsdóttur.
Móðir Þórunnar og kona Sigurðar í Vatnshól var Ólöf húsfreyja, f. 20. apríl 1809, d. 25. júlí 1843, Andrésdóttir bónda í Oddhól á Rangárvöllum, skírður 6. ágúst 1767, d. 13. september 1846, Illugasonar bónda í Oddhól, f. 1739, d. 28. desember 1800, Erlendssonar, og konu Illuga, Sigríðar húsfreyju, f. 1745, d. 20. ágúst 1804, Þorleifsdóttur.
Móðir Ólafar í Vatnshól og kona Andrésar var Kristín húsfreyja, f. 1771, d. 12. mars 1846, Þóroddsdóttir bónda í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1733, d. 4. desember 1798, Klemenssonar, og konu Þórodds, Ólafar húsfreyju, f. 1730, d. 23. október 1808, Jónsdóttur.
Þau Sigurður og Þórunn voru bændur á Lágafelli í A-Landeyjum 1873-1885. Eftir það var Þórunn vinnukona í Fljótsdal í Fljótshlíð og í Búðarhóls-Austurhjáleigu. Hún lést 1899. Sigurður fluttist til dóttur sinnar á Uppsölum og lést þar 1905.
Börn Sigurðar og Þórunnar:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 1871, d. sama ár.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Uppsölum, f. 4. mars 1873, d. 13. apríl 1956.
3. Þóroddur Sigurðsson bóndi í Austur-Búðarhólshjáleigu, f. 7. febrúar 1874, d. 24. janúar 1904.
4. Jórunn Sigurðardóttir, f. 1877, d. 1880.
5. Guðmundur Sigurðsson skipasmiður í Svendborg, f. 1879, d. 1941, kvæntur þar.
6. Jórunn Sigurðardóttir vinnukona á Löndum, f. 24. nóvember 1881, d. 8. júlí 1965, ógift.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
- Friðrik Ásmundsson.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.