„Gyðríður Sveinsdóttir (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Gyðríður Sveinsdóttir (Vesturhúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 10: | Lína 10: | ||
I. Fyrri maður hennar, (17. júlí 1813), var Hjalti Filippusson bóndi, f. 1781, d. 16. janúar 1825.<br> | I. Fyrri maður hennar, (17. júlí 1813), var Hjalti Filippusson bóndi, f. 1781, d. 16. janúar 1825.<br> | ||
Börn þeirra hér:<br> | Börn þeirra hér:<br> | ||
1. Hjalti bóndi, f. | 1. Hjalti Hjaltason bóndi, f. 1814, d. 25. júlí 1859.<br> | ||
2. [[Sveinn Hjaltason (Vesturhúsum)|Sveinn Hjaltason]] bóndi og hafnsögumaður á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879.<br> | 2. [[Sveinn Hjaltason (Vesturhúsum)|Sveinn Hjaltason]] bóndi og hafnsögumaður á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879.<br> | ||
3. Guðrún, f. 1817, d. 1817.<br> | 3. Guðrún, f. 1817, d. 1817.<br> | ||
Lína 28: | Lína 28: | ||
*Prestþjónustubækur | *Prestþjónustubækur | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Fólk í dvöl]] | [[Flokkur: Fólk í dvöl]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar Vesturhúsum]] | [[Flokkur: Íbúar Vesturhúsum]] |
Núverandi breyting frá og með 19. janúar 2024 kl. 22:21
Gyðríður Sveinsdóttir á Vesturhúsum fæddist 1785 og lést 3. janúar 1859.
Foreldrar hennar voru Sveinn Eyjólfsson bóndi víða í Mýrdal, en lengst á Hryggjum, f. 1758, d. 20. október 1838, og kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 1760, d. 7. júlí 1834.
Gyðríður var hjá foreldrum sínum á Brekkum í Mýrdal 1801. Hún var húsmóðir í Skarðshjáleigu þar 1816 eða fyrr til 1837, vinnukona í Keldudal þar 1837-1838, þá „skilin við mann sinn af fátækt“, (síðari maður). Þá var hún vinnukona á Skeiðflöt þar 1839-1842, ekkja á Felli þar 1842/3-1844.
Hún var hjá syni sínum í Keldudal 1844-1845, í dvöl á Dyrhólum í Mýrdal 1847-1848.
Til Eyja fluttist hún 1848 og dvaldi hjá Sveini syni sínum til dd.
Gyðríður lést 1859 á Vesturhúsum.
Gyðríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (17. júlí 1813), var Hjalti Filippusson bóndi, f. 1781, d. 16. janúar 1825.
Börn þeirra hér:
1. Hjalti Hjaltason bóndi, f. 1814, d. 25. júlí 1859.
2. Sveinn Hjaltason bóndi og hafnsögumaður á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júní 1879.
3. Guðrún, f. 1817, d. 1817.
4. Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ, f. 9. ágúst 1818, d. 9. desember 1880.
5. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820, d. 15. maí 1847 á Gjábakka.
6. Eyjólfur Hjaltason tómthúsmaður, bókbindari á Löndum, f. 19. desember 1821, d. 30. desember 1884.
7. Björn, f. 1823.
8. Eiríkur, f. 1825, d. 1835.
II. Síðari maður Gyðríðar, (23. júlí 1825, skildu „...af fátækt“ ), var Þorkell Jónsson bóndi í Skarðshjáleigu í Mýrdal 1825-1837, annars vinnumaður víða, f. 1787, d. 12. desember 1839.
Börn þeirra Þorkels:
9. Jón Þorkelsson tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826, d. 10. september 1864.
10. Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, f. 2. mars 1828, d. 7. mars 1859.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.