„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Vestmannaeyjabragur“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
|
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 8. júní 2012 kl. 19:47
(Álit og dómar ýmsra útsveitamanna um Vestmannaeyinga og þeirra lífernisháttu, ódyggðir, drykkjusvall, lauslæti, þjófnað, drauga, forynjur, útburði og meinvætti í plássinu, ásamt mitt álit yfir allt hið áðurnefnda eftir 15 vetra reynslu).
- Lag: Hjöluðu tveir í húsi forðum.
- Lag: Hjöluðu tveir í húsi forðum.
- Eyjamenn þá aðrir lasta,
- og óforþéntum steini kasta
- upp á þeirra bakið breitt,
- og Ólaf kóng þeir um mest skrafa,
- sem aldrei heyrt né séð hann hafa,
- til þakka tek ég það ei neitt.
- Eyjamenn þá aðrir lasta,
- Úr fjarliggjandi sýslna sveitum,
- (svo við þar af dæmis leitum),
- um þá slíkt ég vitnað veit:
- Að varla sé í húsum hæfir,
- hér til tæpast niðurgræfir
- í guðs barna akurreit.
- Úr fjarliggjandi sýslna sveitum,
- Orsök þar til á að vera:
- Ávextina góða bera
- unnt þeim varla orðið sé,
- heldur skammir háskalegar,
- hóran, stuldur, morð og lygar,
- sé þeim daglegt sælgæti.
- Orsök þar til á að vera:
- Þar eru engir undanteknir,
- en inn í sömu forsmán reknir,
- karlar, meyjar, konur í byggð.
- Ást til bróður enginn snúi,
- eða sínum maka trúi
- hjúskapar um hreina tryggð.
- Þar eru engir undanteknir,
- Þar á að vera um hölkn og hauga,
- háskalega fullt með drauga
- í dimmunni þegar dagsett er,
- sem villa menn og færa úr fötum,
- forynjur þar standa á götum,
- líka stöku landvættir.
- Þar á að vera um hölkn og hauga,
- Útburðir um hraun og hóla
- í hretviðrunum ýla og góla,
- óljós þegar hylur hvel.
- Vafðir flíkar dökkri dulu,
- drengir engir vera skulu
- á ferli þá, ef fara á vel.
- Útburðir um hraun og hóla
- Skrímsli þar í skýlast fjöllum,
- skaðvænlegt er mönnum öllum
- í sumum stöðum síga þar.
- Sjávættirnar sjást af unni,
- sem rétt undan ólukkunni
- boða neyð í byggðirnar.
- Skrímsli þar í skýlast fjöllum,
- Akurdraug þar ýmsir líta,
- ásjón þó ei beri hvíta
- (hjátrú manna helzt svo við).
- Prestur Skers um reyðar reiti
- rær oft upp að Ofanleiti
- nóttina fyrir nýárið.
- Akurdraug þar ýmsir líta,
- Það var líka, satt að segja,
- að sóknar hirðir Vestmannaeyja
- hökla bjálka hýrt tók við,
- stofuna í til staupa benti,
- steinnökkva, sem Vík í lenti,
- setti á flot um svartnættið.
- Það var líka, satt að segja,
- Hann Neptunus heit sín efndi,
- í helli sela fjölda stefndi,
- þrettánda þá komið var kvöld.
- Í álögum þar ýta dróttir
- eru selir mosflekkóttir
- forlagadísna fyrir völd.
- Hann Neptunus heit sín efndi,
- Um þeirra dóma þori ég skrafa,
- þetta, sem að talað hafa
- opinbert í eyru á mér.
- Á meining eina margir þustu,
- meðal- bæði og fávísustu,
- til blygðunar sjálfum sér.
- Um þeirra dóma þori ég skrafa,
- En það sérhver antók maður,
- að írskra þræla flóttastaður
- furðuverka hólminn hét.
- Þá Hjörleifs drápi regin reiddust,
- en reka í Ingólfs greipar neyddust
- feigðin hvern, sem falan lét.
- En það sérhver antók maður,
- Reiknað ártals rétt hef letur,
- róið í Eyjum fimmtán vetur,
- hinzta loka hafði kvöld,
- brúkaði bæði eyru og auga
- til eftirtekta um menn og drauga
- að fella vitni framantöld.
- Reiknað ártals rétt hef letur,
- Því mér skylt að vitna vert er,
- hvað virðing manna og æru snertir
- eftir því sem um er téð,
- með sjón á lifnaði sívakandi,
- syndugri menn en inn á landi
- hvergi í Eyjum hef ég séð.
- Því mér skylt að vitna vert er,
- Gestrisinn og greiðasaman,
- góðviljugan, dyggðataman,
- drottinn mann þar margan á,
- er sínum gætni hefur á högum
- og hamingjunnar fagnar dögum,
- vonandi himna velferð á.
- Gestrisinn og greiðasaman,
- Breyskir samt í bland þar finnast,
- sem berjast kannske, þegar þeim sinnast,
- líka slíkt á landi skér,
- sættast máske á sama degi,
- sólina láta renna eigi
- fyrr en saminn friður er.
- Breyskir samt í bland þar finnast,
- Og þó slíku út af beri
- og áklagandinn stefnu geri
- hinum, sem á hlut hans lék,
- sjaldgæft mun að hatur hittist,
- hóli drunga fyrir styttist,
- nærri því sem barndómsbrek.
- Og þó slíku út af beri
- Og þó víns þar drottni drykkja,
- dugar ekki um slíkt að þykkja,
- í þeim selskap alvanann,
- því flækir sínu Bakkus bandi,
- bæði þar og inn á landi,
- hvern, sem til þess hentan fann.
- Og þó víns þar drottni drykkja,
- Þröngur stekkur fyrir fjölda,
- farðu til og sæktu hölda,
- safnaðu í flokk úr sveit til lands.
- Á einnar mílu ummáls bletti
- alda faðir þarna setti
- hátt á þriðja hundrað manns.
- Þröngur stekkur fyrir fjölda,
- Taktu þá burt og flyt oss fenginn,
- fjölda þinn og gá hvort enginn
- óráðvandur af þeim sé?
- Á það sérhver ætti að minnast,
- að allsstaðar mun mega finnast
- misjafn sauður í mörgu fé.
- Taktu þá burt og flyt oss fenginn,
- Almenningsins orðstír fróma
- enga met ég leyndardóma,
- hver einn lýsir sjálfum sér.
- Næsta breyskir ýmsir eru,
- sem yfirbót í raun og veru
- gjöra ei þá, sem augljós er.
- Almenningsins orðstír fróma
- Þó engan vilji ég brigzlum berja
- beimum dugar ekki að verja
- gamlan þaðan kominn kvitt.
- Sannleik hans um enginn efist,
- oft og þrátt þar hafa gefizt
- menn, sem girntust meira en sitt.
- Þó engan vilji ég brigzlum berja
- Nokkrir straff af stuldri hlutu,
- til stórhöfðingja liðsbón skutu,
- varð þó kviður heimsins háll.
- Ágirnd rót hins illa væri
- öllum, sem að varast bæri,
- sagði forðum sankti Páll.
- Nokkrir straff af stuldri hlutu,
- Þó eru færri er þvílíkt æfa,
- þökk sé drottni að soddan gæfa,
- í hólma nefndum hafði stað,
- á fleiri bæjum frómir búa,
- er föður ljósa von á snúa,
- og annarra láta óhaggað.
- Þó eru færri er þvílíkt æfa,
- Um laussinni þó lýðir klagi,
- lands í fleiri stöðum bagi
- af því hlauzt, vorn hólma í kring,
- allvíða á Adam heima,
- í eskjum klaustra er bágt að geyma
- tímgunarstarfa tilhneiging.
- Um laussinni þó lýðir klagi,
- Hvaðan eru Eyjabúar?
- Eg vil vera þeirrar trúar,
- að yfirvega, um það las.
- Eru þeir himni ofan af dottnir,
- í urtagörðum máske sprottnir,
- eða út á jörð sem annað gras?
- Hvaðan eru Eyjabúar?
- Mennirnir eru af meginlandi,
- margir tíð á uppvaxandi
- söfnuðust þangað seinna og fyrr,
- misjafnir til kyns og kosta,
- kannske, lyga, stulds og losta, —
- þó taum á hefði — til hneigðir.
- Mennirnir eru af meginlandi,
- Lögðu og þangað leiðir kringar
- lítilfjörlegir mannaumingjar,
- upp til hópa hvatt og blautt,
- og þóttist fá hjá fyrir verandi
- fæði meira en inn á landi,
- hvar byggðarlag að björg var snautt.
- Lögðu og þangað leiðir kringar
- Skaftárgljúfurs undan eldi
- til Eyja trúi ég nokkrir héldi,
- húsvilltir að lengja líf.
- Veitti guð af vinskap heitum
- í Vestmannaey sem fleiri sveitum
- fólki þjáðu fæði og hlíf.
- Skaftárgljúfurs undan eldi
- Af landi fengnra margra minnast
- mun ég, sem að til má finnast,
- siðfarsgóðri í sinni stöð,
- hamingjan sem á hólmann setti,
- heiðri þar og efnum metti,
- í betri og helztu bænda röð.
- Af landi fengnra margra minnast
- Eyjaprestar eru af landi
- æðimargir fyrr þjónandi,
- fæddir bæði og fræddir þar,
- allflestir í ærugengi
- áunnið sér því hafa lengi
- sóma og hylli safnaðar.
- Eyjaprestar eru af landi
- Skiptjón hinnzt þá fólki flestu
- fækkaði, landsmenn ekkjur festu,
- una ráði og efnum þeir.
- Máltak lýða löngum skeði,
- að landmanns þjónkan sé í veði,
- Eyjamaður ef að deyr.
- Skiptjón hinnzt þá fólki flestu
- Spillist fólk af fyrir verandi,
- sem fer til Eyja héðan af landi?
- Rök til þess ei gefast góð.
- Á hverja er verið hlaupdóm kasta,
- hverja eru menn að lasta?
- Sína landa! Sína þjóð!
- Spillist fólk af fyrir verandi,
- Aðvaran þar ekki brestur,
- í alvarlegum ræðum prestur
- kennir feta götu guðs,
- hyggju ber fyrir safnaðs sálum,
- sátta biður hjartans málum
- og eilífra tíða alfögnuðs.
- Aðvaran þar ekki brestur,
- Dagfar kenning hvergi hrindir,
- hann þó manna straffi syndir,
- vottar drottins nóg sé náð,
- ávöxt girnist orð sín beri
- athugalaus því neinn ei veri
- að höndla boðið hjálparráð.
- Dagfar kenning hvergi hrindir,
- Þar eru margir fimir í fjöllum,
- og fýrugir að störfum öllum,
- vistaföng að vinna sér,
- plássið gott af boða og björgum,
- blessan þar af veitist mörgum
- lýðum þar og líka hér.
- Þar eru margir fimir í fjöllum,
- Ár um tvítugt eitt er síðan
- á Vestmanna hólma fríðan
- í fyrsta sinni fæti sté,
- dags við þrot hjá drabbi og svakki
- dvalið hef þar oft á flakki,
- en enginn litið ódæmi.
- Ár um tvítugt eitt er síðan
- En ei þarf um orð að ræða:
- Unt væri draugum mig að hræða,
- vesælli þó væri í mynd,
- já, útburðir á öðrum fæti,
- ef til væri skelft mig gæti,
- og skaðleg sérhver skepnukind.
- En ei þarf um orð að ræða:
- Eg vil meina að innbyrlingar
- orki að gjöra sjónhverfingar,
- og óttafullum augnaspaug.
- Trúgirnin kann til að stoða,
- og töluverðan mynda voða
- af áðurnefndum Akurdraug.
- Eg vil meina að innbyrlingar
- Skrímsli þar í felist fjöllum,
- fádæmum þeim neita ég öllum,
- hjátrúin, sem getið gat,
- hann, sem sé í hættum Eyja
- hafði ekki af slíku að segja,
- ellegar hann, sem undir sat.
- Skrímsli þar í felist fjöllum,
- Hvað nú meira í hugsan bundið,
- sem hjátrúin gat upp á fundið,
- neita ég hreint þar hafi stað,
- hvorki á sjós né hamravegum,
- hindurvitnum óguðlegum
- til kinhroða þéni það.
- Hvað nú meira í hugsan bundið,
- Í björtu og dimmu um straum og stræti
- stöðugrar sérhver jafnan gæti
- varygðar, sem vit gat þekkt,
- öllum þeim frá háska hlífi,
- er hjálpar æskja sínu lífi,
- voldug drottins varatekt.
- Í björtu og dimmu um straum og stræti
- Þann 3. júní 1841.
- Jón Jónsson
- Þann 3. júní 1841.
(Eftir frumriti höf. í handritasafni Landsbókasafns nr. 44, fol. Höfundurinn, Jón skáldi, drukknaði í Álunum haustið 1843. Kvæðið er einnig að finna í handritasafni Hins íslenzka bókmenntafélags í Landsbókasafni nr. 29 í áttblöðungum við tölululið 21).