„Viðtal við Georg Lárusson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 2: Lína 2:


[[Mynd:Thor-georg02.jpg|250px|thumb|''Þór og Georg.'']]
[[Mynd:Thor-georg02.jpg|250px|thumb|''Þór og Georg.'']]
„Að koma með skipið til Vestmannaeyja var einstakt og ólýsanlegt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] og fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, þegar hann var spurður út í móttökurnar, sem varðskipið Þór fékk við komuna til Eyja síðasta miðvikudag. Hann sagði, að ákvörðun um smíði skipsins hafi verið tekin 2005 og, þegar kom að því að velja skipinu nafn, fannst honum einboðið, að það yrði Þór. Þá var líka ljóst, að Vestmannaeyjar yrði fyrsta höfn, þegar skipið kæmi til landsins.<br>
„Að koma með skipið til Vestmannaeyja var einstakt og ólýsanlegt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] og fyrrverandi [[Sýslumenn í Vestmannaeyjum|sýslumaður]] í Vestmannaeyjum, þegar hann var spurður út í móttökurnar, sem varðskipið [[Þór]] fékk við komuna til Eyja síðasta miðvikudag. Hann sagði, að ákvörðun um smíði skipsins hafi verið tekin 2005 og, þegar kom að því að velja skipinu nafn, fannst honum einboðið, að það yrði Þór. Þá var líka ljóst, að Vestmannaeyjar yrði fyrsta höfn, þegar skipið kæmi til landsins.<br>
„Ég vissi, að það yrði gaman að koma með skipið til Eyja, en átti ekki von á, að það yrði svona gríðarlega góð stemmning. Við erum öll yfir okkur sæl með móttökurnar, sem við fengum og höfðu áhrif á framhaldið og þær góðu viðtökur, sem skipið fékk í Reykjavík. Það eru allir mjög ánægðir með skipið. Við erum búin að fá um tólf þúsund manns um borð og ekki er annað að heyra en allir séu ánægðir með komu þessa skips.<br>
„Ég vissi, að það yrði gaman að koma með skipið til Eyja, en átti ekki von á, að það yrði svona gríðarlega góð stemmning. Við erum öll yfir okkur sæl með móttökurnar, sem við fengum og höfðu áhrif á framhaldið og þær góðu viðtökur, sem skipið fékk í Reykjavík. Það eru allir mjög ánægðir með skipið. Við erum búin að fá um tólf þúsund manns um borð og ekki er annað að heyra en allir séu ánægðir með komu þessa skips.<br>
Í Vestmannaeyjum létu menn í ljós, að þeir ættu skipið og væru ánægðir með, hvernig til tókst við smíði þess. Það var kannski kominn tími til, að við Íslendingar fengjum eitthvað gagnlegt og nytsamlegt tæki, sem nýtist okkur til öryggis og eftirlits með helstu auðlindum okkar og á vissan hátt sameinar okkur sem Íslendinga.“<br>
Í Vestmannaeyjum létu menn í ljós, að þeir ættu skipið og væru ánægðir með, hvernig til tókst við smíði þess. Það var kannski kominn tími til, að við Íslendingar fengjum eitthvað gagnlegt og nytsamlegt tæki, sem nýtist okkur til öryggis og eftirlits með helstu auðlindum okkar og á vissan hátt sameinar okkur sem Íslendinga.“<br>
Lína 11: Lína 11:


   
   
Úr [[Fréttir, blað|Fréttum]] 3. nóvember 2011. ''[[Guðbjörg Sigurgeirsdóttir]].''
Úr [[Fréttir|Fréttum]] 3. nóvember 2011. ''[[Guðbjörg Sigurgeirsdóttir]].''


Sjá einnig: <br>
Sjá einnig: <br>
Lína 22: Lína 22:
[[Slysavarnir og björgunarmál]].
[[Slysavarnir og björgunarmál]].


[[Flokkur: Sýslumenn]]
[[Flokkur:Sýslumenn]]
[[Flokkur: Fólk]]
[[Flokkur:Viðtöl]]

Núverandi breyting frá og með 13. júlí 2012 kl. 13:17

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ánægður með móttökurnar.

Þór og Georg.

„Að koma með skipið til Vestmannaeyja var einstakt og ólýsanlegt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, þegar hann var spurður út í móttökurnar, sem varðskipið Þór fékk við komuna til Eyja síðasta miðvikudag. Hann sagði, að ákvörðun um smíði skipsins hafi verið tekin 2005 og, þegar kom að því að velja skipinu nafn, fannst honum einboðið, að það yrði Þór. Þá var líka ljóst, að Vestmannaeyjar yrði fyrsta höfn, þegar skipið kæmi til landsins.
„Ég vissi, að það yrði gaman að koma með skipið til Eyja, en átti ekki von á, að það yrði svona gríðarlega góð stemmning. Við erum öll yfir okkur sæl með móttökurnar, sem við fengum og höfðu áhrif á framhaldið og þær góðu viðtökur, sem skipið fékk í Reykjavík. Það eru allir mjög ánægðir með skipið. Við erum búin að fá um tólf þúsund manns um borð og ekki er annað að heyra en allir séu ánægðir með komu þessa skips.
Í Vestmannaeyjum létu menn í ljós, að þeir ættu skipið og væru ánægðir með, hvernig til tókst við smíði þess. Það var kannski kominn tími til, að við Íslendingar fengjum eitthvað gagnlegt og nytsamlegt tæki, sem nýtist okkur til öryggis og eftirlits með helstu auðlindum okkar og á vissan hátt sameinar okkur sem Íslendinga.“

Hvað með rekstur skipsins og framhaldið?

„Við gerum ráð fyrir því að halda skipinu hér heima og allar horfur á, að það gangi eftir. Svo framarlega sem við höfum verkefni fyrir hin skipin, Ægi og Tý, og flugvélina, - alla vega hluta ársins. Næstu mánuði er ætlunin að fara sem víðast um landið og kynna eigendum skipið og samstarfsaðilum eins og sjómönnum, björgunarsveitum, lögreglu og almannavörnum. Við ætlum að ræða við þessa aðila um, hvernig best er að nýta skipið í þágu lands og þjóðar,“ sagði Georg, ánægður með Þór og móttökurnar, sem hann hefur fengið.


Úr Fréttum 3. nóvember 2011. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir.

Sjá einnig:
Björgunarfélag Vestmannaeyja,
Blik 1971/Björgunar- og varðskip,
Blik 1971/Sigurður Sigurðsson, lyfsali og hugsjónir hans,
Blik 1980/Minning feðranna er framhvöt niðjanna,
Þór,
Blik 1980/Fyrsti gúmmíbjörgunarbáturinn og
Slysavarnir og björgunarmál.