„Blik 1940, 7. tbl./Bófar“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 2: | Lína 2: | ||
<big>'''[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]''': | <big><center>'''[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]''':</center> | ||
<br> | <br> | ||
<big><big><center>'''BÓFAR'''</center> </big></big> | |||
<br> | <br> | ||
Það leikur ekki á tveim tungum, að hér í Vestmannaeyjum séu að minnsta kosti þrír menn, sem að staðaldri stundi leynilega áfengissölu. Þessir bófar liggja í leyni fyrir ungum og gömlum á stundum freistinganna og selja áfengi. Þannig draga þeir fram sitt auma líf. Þeir eru í okkar bæjar- og þjóðfélagi svipaðar mannverur sem morfín- og ópíumsalar meðal sumra stærri þjóðanna. Með köldu blóði leggja þessir menn heimilishamingju í rústir og svifta foreldra barnaláni sínu, dýrmætustu eigninni.<br> | Það leikur ekki á tveim tungum, að hér í Vestmannaeyjum séu að minnsta kosti þrír menn, sem að staðaldri stundi leynilega áfengissölu. Þessir bófar liggja í leyni fyrir ungum og gömlum á stundum freistinganna og selja áfengi. Þannig draga þeir fram sitt auma líf. Þeir eru í okkar bæjar- og þjóðfélagi svipaðar mannverur sem morfín- og ópíumsalar meðal sumra stærri þjóðanna. Með köldu blóði leggja þessir menn heimilishamingju í rústir og svifta foreldra barnaláni sínu, dýrmætustu eigninni.<br> |
Núverandi breyting frá og með 15. mars 2012 kl. 19:29
Það leikur ekki á tveim tungum, að hér í Vestmannaeyjum séu að minnsta kosti þrír menn, sem að staðaldri stundi leynilega áfengissölu. Þessir bófar liggja í leyni fyrir ungum og gömlum á stundum freistinganna og selja áfengi. Þannig draga þeir fram sitt auma líf. Þeir eru í okkar bæjar- og þjóðfélagi svipaðar mannverur sem morfín- og ópíumsalar meðal sumra stærri þjóðanna. Með köldu blóði leggja þessir menn heimilishamingju í rústir og svifta foreldra barnaláni sínu, dýrmætustu eigninni.
Til eru fátækir heimilisfeður, sem veigra sér við að láta sjá sig við vínkaup í áfengisverzluninni, þar sem almenningur veit, að þeir hafa naumast til hnífs og skeiðar. Þeir finna það mæta vel, þessir fátæku heimilisfeður, að þeir fremja glæp gagnvart konu og börnum, þegar þeir kaupa áfengi fyrir aurana sína, en fjölskyldan býr klæðlítil við fæðuskort. Sumir þessir heimilisfeður leita til leynivínsalanna, þegar skyggja tekur. Þeir skammast sín síður fyrir að drýgja glæpinn í nálægð þeirra. Þeir verða trúnaðarmenn þessara heimilisfeðra, og má með sanni segja, að illt er að eiga þræl að einkavini.
Það er vitað, að æskumenn hér verða einnig leynivínsölunum að bráð. Af ýmsum ástæðum, t.d. af ótta við foreldrana, vilja þeir ekki hætta á að kaupa áfengi á opinberum stað. Þeir laumast heldur til bófanna, þegar húmar að. Þar afvegaleiðir einn æskumaðurinn annan.
Ástandið er ömurlegt. Æskunni er hér voði búinn.
Heimilisfaðir tjáir mér og leyfir mér að geta þess, að hann hafi iðulega keypt vín af bófunum. En einhverju sinni uppgötvaði hann, að sonur hans, 18 ára, væri orðinn þeim að bráð og hefði lært að drekka af þeirra völdum. “Þá opnuðust augu mín,“ segir hann. Þá fyrst skildi ég, hvílíkir skaðræðismenn þetta eru. Þá fannst mér sem rýtingurinn þeirra smygi inn í bakið á mér.
Almenningur fordæmir þessa menn og lítur á þá sem óvini bæjarfélagsins. Mæðurnar eru líklegastar til að skilja bezt, að heimilisfriður og hamingja
þeirra og lífshamingja sona þeirra og dætra er í veði, ef bófarnir fá að þrífast í bæjarfélaginu. Þó finnast menn, og það að mörgu leyti mætir borgarar, sem taka upp hanzkann fyrir bófana og verja þá í orði. Þar held ég ráði meira um fyrirtekt en mannvonzka. Við erum oft svo einkennilegir, mennirnir.