„Blik 1963/Myndir úr Byggðarsafninu“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Efnisyfirlit 1963 ==Myndir af ýmsum munum í == ==Byggðarsafni Vestmannaeyja== <br> <br> 600px|left|thumb <big>''Efst til vinstri:'' Ve...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 8: | Lína 8: | ||
<big><big><big><big><center>Myndir af ýmsum munum í </center> | |||
<center>Byggðarsafni Vestmannaeyja</center></big></big></big> | |||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1963 b 367.jpg| | <center>[[Mynd: 1963 b 367 A.jpg|500px|ctr]]</center> | ||
''Efst til vinstri:'' Veizluleir (diskar, súkkulaðiskanna, sykurkar, og svo grautarskálar, sem eru um 70 ára gamlar). Munirnir eru úr dánarbúum hjónanna Guðjóns og Ólafar á Kirkjubæ og Högna Sigurðssonar og Mörtu Jónsdóttur, Baldurshaga. Gefendur: Frú Lára Guðjónsdóttir, Kirkjulandi, og frú Ingibjörg Högnadóttir, Kirkjuvegi 84. <br> | |||
''Efst til hægri'' eru hlunnar, tveir hvalbeinshlunnar og harðviðarhlunni með hvalbeinsbút á miðju, sem festur var með járnkengjum. | ''Efst til hægri'' eru hlunnar, tveir hvalbeinshlunnar og harðviðarhlunni með hvalbeinsbút á miðju, sem festur var með járnkengjum. | ||
Lína 27: | Lína 27: | ||
''Til hægri við kassann'' sést peningabudda frú Ólafar Lárusdóttur á Kirkjubæ, prjónuð og sérkennileg. <br> | ''Til hægri við kassann'' sést peningabudda frú Ólafar Lárusdóttur á Kirkjubæ, prjónuð og sérkennileg. <br> | ||
''Neðst til hægri'' er bréfaveski frá Ofanleiti. Frú Þórdís prestsmaddama, kona séra Jóns Austmanns, gerði veskið og saumaði í það fagurlega. Jórunn dóttir hennar erfði grip þennan. Hún bjó í Jómsborg og var fyrst gift Jóni Salómonssyni verzlunarstjóra. Seinni maður hennar var Engilbert Engilbertsson, bróðir Gísla verzlunarstjóra, föður Engilberts málarameistara. Þau hjón, Jórunn og Engilbert ólu upp Kristínu Árnadóttur, konu Jóhanns á Brekku (frá Túni). Kristín erfði veskið eftir fóstru sína og síðan Engilbert sonur hennar, trésmíðameistari í Smið, sem gaf safninu gripinn. Við þökkum alúðlega öllum þessum gefendum. | ''Neðst til hægri'' er bréfaveski frá Ofanleiti. Frú Þórdís prestsmaddama, kona séra Jóns Austmanns, gerði veskið og saumaði í það fagurlega. Jórunn dóttir hennar erfði grip þennan. Hún bjó í Jómsborg og var fyrst gift Jóni Salómonssyni verzlunarstjóra. Seinni maður hennar var Engilbert Engilbertsson, bróðir Gísla verzlunarstjóra, föður Engilberts málarameistara. Þau hjón, Jórunn og Engilbert ólu upp Kristínu Árnadóttur, konu Jóhanns á Brekku (frá Túni). Kristín erfði veskið eftir fóstru sína og síðan Engilbert sonur hennar, trésmíðameistari í Smið, sem gaf safninu gripinn. Við þökkum alúðlega öllum þessum gefendum. | ||
::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | :::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 8. september 2010 kl. 21:47
Efst til vinstri: Veizluleir (diskar, súkkulaðiskanna, sykurkar, og svo grautarskálar, sem eru um 70 ára gamlar). Munirnir eru úr dánarbúum hjónanna Guðjóns og Ólafar á Kirkjubæ og Högna Sigurðssonar og Mörtu Jónsdóttur, Baldurshaga. Gefendur: Frú Lára Guðjónsdóttir, Kirkjulandi, og frú Ingibjörg Högnadóttir, Kirkjuvegi 84.
Efst til hægri eru hlunnar, tveir hvalbeinshlunnar og harðviðarhlunni með hvalbeinsbút á miðju, sem festur var með járnkengjum.
Fyrir neðan hlunnana sjást þessir hlutir frá vinstri: Leggjatangir, sem notaðar voru við skinnklæðasaum. Nálin var dregin í gegnum skinnið mcð töngunum. Notaðar voru fjaðranálar, sem geymdar voru í leggjunum. Sjá miðtöngina. Þá er spónn frá Búastöðum og matskeið úr tré.
Lengst til hægri er spónn Vigfúsar bónda Schevings á Vilborgarstöðum og fangamark hans skorið á skaftið.
Á miðri mynd til vinstri eru tveir skeggbollar.
Úrið á miðri myndinni átti Halldór Brynjólfsson blindi. Það er með upphleyptum stöfum. Stjúpdóttir hans, Steinunn, sem búsett er í Hafnarfirði, sendi Byggðarsafninu marga hluti úr dánarbúi Halldórs, sem var fæddur hér og alinn upp og missti sjónina algjörlega 13 ára gamall. Hann bjó hér mörg ár og flutti héðan til Hafnarfjarðar og lézt þar.
Neðst til vinstri eru þráðaleggir, nálhús og nálapillur. Gefendur: Lára Kolbeins, Sigríður Hróbjartsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hraungerði, Ingibjörg Högnadóttir frá Baldurshaga, Júlíana Sigurðardóttir, Búastöðum, Fríður Lárusdóttir o.fl.
Til hœgri á myndinni er kassi. Hann er skrautgripaskrín með hólfum og spegli, fagurlega gjörður. Gefandi: Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum. Í kassanum voru ýmsir góðir gripir, svo sem skúfhólkur, silfurnæla, nálhús, sjalprjónn, hálsfesti úr mannshári o.fl.
Til hægri við kassann sést peningabudda frú Ólafar Lárusdóttur á Kirkjubæ, prjónuð og sérkennileg.
Neðst til hægri er bréfaveski frá Ofanleiti. Frú Þórdís prestsmaddama, kona séra Jóns Austmanns, gerði veskið og saumaði í það fagurlega. Jórunn dóttir hennar erfði grip þennan. Hún bjó í Jómsborg og var fyrst gift Jóni Salómonssyni verzlunarstjóra. Seinni maður hennar var Engilbert Engilbertsson, bróðir Gísla verzlunarstjóra, föður Engilberts málarameistara. Þau hjón, Jórunn og Engilbert ólu upp Kristínu Árnadóttur, konu Jóhanns á Brekku (frá Túni). Kristín erfði veskið eftir fóstru sína og síðan Engilbert sonur hennar, trésmíðameistari í Smið, sem gaf safninu gripinn. Við þökkum alúðlega öllum þessum gefendum.