„Blik 1959/Þáttur nemenda, síðari hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1959 ==Þáttur nemenda== ::(síðari hluti) <br> <br> <big>''Skotlandsferð nemenda 1958''</big> Vorið 1958 tóku nemendur þriðja bekkjar deilda Gag...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




 
<center>[[Mynd: 1955 b 28 A.jpg |ctr|400px ]]</center>
==Þáttur nemenda==
<center>(síðari hluti)</center>
::(síðari hluti)
<br>
<br>
<br>
<br>
<big>''Skotlandsferð nemenda 1958''</big>
<big><center>'''Sigurgeir, Klara o.fl.</center></big>
 
 
<big><big><big><center>Skotlandsferð nemenda 1958</center></big></big>
 


Vorið 1958 tóku nemendur þriðja bekkjar deilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum sér skemmtiferð til Skotlands undir forustu eins af kennurum skólans, Sigfúsar J . Johnsens. Farkosturinn var fánaskip íslenzka millilandaflotans, v.s. Gullfoss.  <br>
Vorið 1958 tóku nemendur þriðja bekkjar deilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum sér skemmtiferð til Skotlands undir forustu eins af kennurum skólans, Sigfúsar J . Johnsens. Farkosturinn var fánaskip íslenzka millilandaflotans, v.s. Gullfoss.  <br>


:::::[[Mynd: 1959, bls. 132.jpg|ctr|400px]]
:::::[[Mynd: 1959 b 132 A.jpg|ctr|400px]]


:::::::::::''V/s Gullfoss.''
:::::::::''V/s Gullfoss.''


Lagt var af stað frá bryggju í Eyjum kl. 7.30 að kvöldi 31. maí með v.b. Þristi og farið norður fyrir Eiðið. Þar tók Gullfoss ferðalangana, 30 nemendur og fararstjórann. Var hópnum vísað til vistar á 3. farrými svo sem samningar stóðu til. <br>
Lagt var af stað frá bryggju í Eyjum kl. 7.30 að kvöldi 31. maí með v.b. Þristi og farið norður fyrir Eiðið. Þar tók Gullfoss ferðalangana, 30 nemendur og fararstjórann. Var hópnum vísað til vistar á 3. farrými svo sem samningar stóðu til. <br>
[[Mynd: 1959, bls. 133.jpg|350px|thumb|''Kriatján Aðalsteinsson, skipstjóri á „Gullfossi“, f. í Dýrafirði 30. júní 1906. Hóf starf hjá Eimskip 1922.'']]
[[Mynd: 1959 b 133 A.jpg|350px|thumb|''Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri á „Gullfossi“, f. í Dýrafirði 30. júní 1906. Hóf starf hjá Eimskip 1922.'']]
Þegar hinir ungu Eyjaverjar höfðu numið sér náttstað, tóku þeir að skyggnast um á skipinu. Blíðuveður um láð og lög og létti það lundina og jók lystina. Ýmsir fögnuðu frjálsara lífi eftir þjark og þunga prófdaganna. Engar skólareglur og engar hömlur á sælgætisáti, því að skólastjóri sat heima. Sérstaklega þótti Ásgeir stórtækur og kom brátt með birgðir af karamellum og annari slíkri kostafæðu og át og veitti óspart. <br>
Þegar hinir ungu Eyjaverjar höfðu numið sér náttstað, tóku þeir að skyggnast um á skipinu. Blíðuveður um láð og lög og létti það lundina og jók lystina. Ýmsir fögnuðu frjálsara lífi eftir þjark og þunga prófdaganna. Engar skólareglur og engar hömlur á sælgætisáti, því að skólastjóri sat heima. Sérstaklega þótti Ásgeir stórtækur og kom brátt með birgðir af karamellum og annari slíkri kostafæðu og át og veitti óspart. <br>
Brátt sat Óskar þar á lestarhlera og þandi nikkuna sína, hana „Jónínu“. Þá kom þar „borðalagður dáti“ og bauð okkur að dansa. Það var þegið með þökkum. En sú ánægja stóð stutta stund, því að hafaldan óx og maginn sagði til sín, svo að flestir skriðu í fletið með þessari ósk Þorsteins matgoggs „... væri sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta.“ <br>
Brátt sat Óskar þar á lestarhlera og þandi nikkuna sína, hana „Jónínu“. Þá kom þar „borðalagður dáti“ og bauð okkur að dansa. Það var þegið með þökkum. En sú ánægja stóð stutta stund, því að hafaldan óx og maginn sagði til sín, svo að flestir skriðu í fletið með þessari ósk Þorsteins matgoggs „... væri sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta.“ <br>
Lína 50: Lína 53:
'''7. júní'''. Þegar við vöknuðum í Scotish um morguninn, vakti söngvin skólasystir athygli okkar á „yndislegum fuglasöng“, sem hún kvaðst heyra fyrir utan gluggann. Allir lögðu eyra við. „Ó, svo dásamlegur, sem hann var!“ Við athugun kom í ljós, að þessi „dásamlegi fuglasöngur“ var ekkert annað en seytlhljóð frá rennsli í salerninu! <br>
'''7. júní'''. Þegar við vöknuðum í Scotish um morguninn, vakti söngvin skólasystir athygli okkar á „yndislegum fuglasöng“, sem hún kvaðst heyra fyrir utan gluggann. Allir lögðu eyra við. „Ó, svo dásamlegur, sem hann var!“ Við athugun kom í ljós, að þessi „dásamlegi fuglasöngur“ var ekkert annað en seytlhljóð frá rennsli í salerninu! <br>


[[Mynd: 1959, bls. 136.jpg|left|thumb|500px]]
[[Mynd: 1959 b 136 A.jpg|left|thumb|500px]]




Lína 66: Lína 69:


''Vinstri röð: Leikið fyrir dansi og söng á heimleið. — Sigfús þráttar um verð við bílstjórann. — Við skipastigann. — Hin víðræga blómaklukka í Edinborg.<br>  
''Vinstri röð: Leikið fyrir dansi og söng á heimleið. — Sigfús þráttar um verð við bílstjórann. — Við skipastigann. — Hin víðræga blómaklukka í Edinborg.<br>  
''Hægri röð: Öxar við ána, sungið fyrir gesti, er staddir voru i Trossacks 8. júni. — Áningarstaður á leið til Oban. — Hluti af æðstaráðinu við saðningu.
''Hægri röð: Öxar við ána, sungið fyrir gesti, er staddir voru í Trossacks 8. júní. — Áningarstaður á leið til Oban. — Hluti af æðstaráðinu við saðningu.
 
 




Lína 84: Lína 85:
Um kvöldið kreisti Óskar óspart hana „Jónínu“ sína og stúlkurnar slógu gítarstrengi. Undir var sungið hástöfum og svo rabbað (skeggrætt!) og hlegið.<br>
Um kvöldið kreisti Óskar óspart hana „Jónínu“ sína og stúlkurnar slógu gítarstrengi. Undir var sungið hástöfum og svo rabbað (skeggrætt!) og hlegið.<br>
Kl. 23 var lagzt til hvíldar, enda bjuggum við enn á farfuglaheimili. Í Oban heitir það Old Jubilee.<br>
Kl. 23 var lagzt til hvíldar, enda bjuggum við enn á farfuglaheimili. Í Oban heitir það Old Jubilee.<br>
'''8. júní'''. Við vöknuðum um morguninn við högg í hurð, óp og læti. Þetta var sjálfur heimilisstjórinn að vekja okkur og fór að því eins og líf manns lægi við. — Allur þessi gauragangur hafði truflandi áhrif á taugakerfi tveggja víkingaarfa, sem með okkur voru. Þessi tvö víkingaefni höfðu tök á því tímans vegna að ýfast hvort við annað, svo að hnefar hófu að semja sátt og svo hefndum heitið, þegar heim kæmi. Svona geta sumir verið, jafnvel á unaðslegu ferðalagi! Um morguninn ókum við um borgina og umhverfi og nutum fegurðarinnar. Þegar við komum að gistihúsinu aftur til þess að týgja okkur til brottfarar, var þar umferð mikil; margar bifreiðar og fólk að koma og fara. — Þar stóð myndatökumaður með volduga myndavél. Hann góndi og gáði og gægðist, en sá auðsjáanlega ekki það, sem hann vildi sjá. Eilitlu síðar tjáði gistihússtjórinn okkur, að maður þessi hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hann beið þess alltaf að sjá ,,íslenzka Eskimóa“ stíga út úr bifreið sinni!<br>
'''8. júní'''. Við vöknuðum um morguninn við högg í hurð, óp og læti. Þetta var sjálfur heimilisstjórinn að vekja okkur og fór að því eins og líf manns lægi við. — Allur þessi gauragangur hafði truflandi áhrif á taugakerfi tveggja víkingaarfa, sem með okkur voru. Þessi tvö víkingaefni höfðu tök á því tímans vegna að ýfast hvort við annað, svo að hnefar hófu að semja sátt og svo hefndum heitið, þegar heim kæmi. Svona geta sumir verið, jafnvel á unaðslegu ferðalagi! Um morguninn ókum við um borgina og umhverfi og nutum fegurðarinnar. Þegar við komum að gistihúsinu aftur til þess að tygja okkur til brottfarar, var þar umferð mikil; margar bifreiðar og fólk að koma og fara. — Þar stóð myndatökumaður með volduga myndavél. Hann góndi og gáði og gægðist, en sá auðsjáanlega ekki það, sem hann vildi sjá. Eilitlu síðar tjáði gistihússtjórinn okkur, að maður þessi hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hann beið þess alltaf að sjá ,,íslenzka Eskimóa“ stíga út úr bifreið sinni!<br>
Við ókum frá Oban kl. 9,30 um morguninn og var nú ferðinni heitið til Edinborgar. Eftir tveggja og hálfs tíma akstur var numið staðar við Loch Heprnhead. Þar sagði leiðsögumaðurinn okkur sögu, sem við höfðum gaman af. Við litum á hana sem Skotasögu og hún var á þessa leið:<br>
Við ókum frá Oban kl. 9,30 um morguninn og var nú ferðinni heitið til Edinborgar. Eftir tveggja og hálfs tíma akstur var numið staðar við Loch Heprnhead. Þar sagði leiðsögumaðurinn okkur sögu, sem við höfðum gaman af. Við litum á hana sem Skotasögu og hún var á þessa leið:<br>
Lávarður nokkur bjó eitt sinn þarna í nágrenninu. Hann át oft á matsöluhúsum í Edinborg, en greiddi jafnan ekki reikninga sína þar, heldur vildi hann láta sækja andvirði þeirra heim til sín.<br>
Lávarður nokkur bjó eitt sinn þarna í nágrenninu. Hann át oft á matsöluhúsum í Edinborg, en greiddi jafnan ekki reikninga sína þar, heldur vildi hann láta sækja andvirði þeirra heim til sín.<br>
Lína 92: Lína 93:
„Maðurinn“ í trénu var aðeins fuglahræða.<br>
„Maðurinn“ í trénu var aðeins fuglahræða.<br>


[[Mynd: 1959, bls. 138.jpg|left|thumb|500px]]
[[Mynd: 1959 b 138 A.jpg|left|thumb|500px]]




Lína 103: Lína 104:
''Á    farfuglaheimilum    þessum    gistu ferðalangarnir.<br>
''Á    farfuglaheimilum    þessum    gistu ferðalangarnir.<br>
''Miðröð:<br>
''Miðröð:<br>
''a. Hin tólfréttaða máltíð m/s Gullfoss fer ekki ávallt sem bezt í maga utan landhelginnar. Þar sem myndin var tekin, hvað ekki hafa fengizt fiskur úr sjó, siðan Ásgeir spjó.<br>
''a. Hin tólfréttaða máltíð m/s Gullfoss fer ekki ávallt sem bezt í maga utan landhelginnar. Þar sem myndin var tekin, hvað ekki hafa fengizt fiskur úr sjó, síðan Ásgeir spjó.<br>
''b. Á leslarlúgum Gullfoss sátu Lóreleiar GíV, sungu, spiluðu og seiddu, svo
''b. Á lestarlúgum Gullfoss sátu Lóreleiar GíV, sungu, spiluðu og seiddu, svo
''að skipstjórnarmenn máttu varla störfum sinna. Hið sjálfvirka stýri mun''
''að skipstjórnarmenn máttu varla störfum sinna. Hið sjálfvirka stýri mun''
''þó hafa forðað Gullfossi frá voða.<br>
''þó hafa forðað Gullfossi frá voða.<br>
Lína 110: Lína 111:
''d. Tónlistarráðunautur ferðarinnar, Óskar Björgvinsson, leikur létt sígild lög, en herforingjaráðsmennirnir Benedikt og Þráinn ígrunda nœstu herferð!<br>
''d. Tónlistarráðunautur ferðarinnar, Óskar Björgvinsson, leikur létt sígild lög, en herforingjaráðsmennirnir Benedikt og Þráinn ígrunda nœstu herferð!<br>
''3. röð:<br>
''3. röð:<br>
''a. Í Oban leigðum við „hraðbáta“ og sigldum innanfjarða. Shipsjómfrúrnar
''a. Í Oban leigðum við „hraðbáta“ og sigldum innanfjarða. Skipsjómfrúrnar
voru átta að tölu.<br>
voru átta að tölu.<br>
''b. Ásgeir hafði látið niðrandi orð falla um skozkar yngismeyjar og ''kvað ''þær bráðna í höndum sér líkt og mjólkurís í maganum. Sigurgeir bauð honum þá til einvígis við sig í skógi. Báðir sluppu þó lifandi frá einvígi þessu.<br>
''b. Ásgeir hafði látið niðrandi orð falla um skozkar yngismeyjar og ''kvað ''þær bráðna í höndum sér líkt og mjólkurís í maganum. Sigurgeir bauð honum þá til einvígis við sig í skógi. Báðir sluppu þó lifandi frá einvígi þessu.<br>

Núverandi breyting frá og með 31. ágúst 2010 kl. 19:42

Efnisyfirlit 1959



ctr
(síðari hluti)



Sigurgeir, Klara o.fl.


Skotlandsferð nemenda 1958


Vorið 1958 tóku nemendur þriðja bekkjar deilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum sér skemmtiferð til Skotlands undir forustu eins af kennurum skólans, Sigfúsar J . Johnsens. Farkosturinn var fánaskip íslenzka millilandaflotans, v.s. Gullfoss.

ctr
V/s Gullfoss.

Lagt var af stað frá bryggju í Eyjum kl. 7.30 að kvöldi 31. maí með v.b. Þristi og farið norður fyrir Eiðið. Þar tók Gullfoss ferðalangana, 30 nemendur og fararstjórann. Var hópnum vísað til vistar á 3. farrými svo sem samningar stóðu til.

Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri á „Gullfossi“, f. í Dýrafirði 30. júní 1906. Hóf starf hjá Eimskip 1922.

Þegar hinir ungu Eyjaverjar höfðu numið sér náttstað, tóku þeir að skyggnast um á skipinu. Blíðuveður um láð og lög og létti það lundina og jók lystina. Ýmsir fögnuðu frjálsara lífi eftir þjark og þunga prófdaganna. Engar skólareglur og engar hömlur á sælgætisáti, því að skólastjóri sat heima. Sérstaklega þótti Ásgeir stórtækur og kom brátt með birgðir af karamellum og annari slíkri kostafæðu og át og veitti óspart.
Brátt sat Óskar þar á lestarhlera og þandi nikkuna sína, hana „Jónínu“. Þá kom þar „borðalagður dáti“ og bauð okkur að dansa. Það var þegið með þökkum. En sú ánægja stóð stutta stund, því að hafaldan óx og maginn sagði til sín, svo að flestir skriðu í fletið með þessari ósk Þorsteins matgoggs „... væri sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta.“
1. Júní. Morgunverður var snæddur kl. 8. Sumir voru svo hraustir, að þeir nörtuðu í árbít, en fleiri voru það, sem lágu í rúmum sínum með tóma maga, máttvana eftir fórnir og fæðulát. Hinir harðfengu drápu tímann við spil, rabb og dúra þess á milli.
Um sex leytið sást til Færeyja. Þórshöfn var fyrsti viðkomustaður. Þar var skilað á land færeyskum sjómönnum og farangri þeirra. Um kvöldið var „hljómsveitin“ okkar fengin til að spila á 1. farrými fyrir dansi farþega. Þangað var þá öllum nemendahópnum boðið. Þar áttust þau við, nikkan og Óskar. Hann kreisti „Jónínu“ sína og hún þreytti hann. Tvær stúlkur úr nemendahópnum léku einnig á gítara fyrir dansinum.
Kl. 12 á lágnætti fórum við flest í rúmið, dösuð eftir dans og söng, eplaát, gosþamb, rokk og sjóveiki, svo að rómantík átti sér litla lífsvon.
2. júní. Bjalla kvað við kl. 8. Mörg okkar mættu til morgunverðar en þó fleiri til hádegisverðar. Eftir hádegi sýndi skipstjórinn, Kristján Aðalsteinsson, okkur þá velvild og hugulsemi að bjóða okkur öllum upp á stjórnpall. Þar var ánægjulegt um að litast og margt að sjá, sem vakti athygli okkar og jók okkur víðsýni. — Sjór var sléttur og veður kyrrt, svo að við lékum á als oddi fram undir kvöldverð, — sungum, spiluðum á spil, röbbuðum og hlógum. Hinir þroskameiri af drengjunum, svo sem Viktor, Magnús, Sigurður og Benedikt, skeggræddu, því að aldrei vissum við til þess, að þeir rökuðu sínar hálfsprottnu granir á ferðalaginu.
Að snæddum kvöldverði voru okkur sýndar léttar kvikmyndir og íslenzkar myndir. Það eitt sannar, að flest var gert til þess að auka okkur ánægjuna. Rétt fyrir kvöldmat sást fyrsta skipið á leiðinni? Var það skítugur brezkur koladallur. Við nálguðumst Skotlandsstrendur.
Tilkynnt var, að komið yrði til Leith kl. 4 um nóttina. Fæstum okkar kom dúr á auga af tilhlökkun.
3. Júní. Þegar við vöknuðum, flest eftir svo sem 1—2 tíma svefn, hófst vegabréfaskoðun. Litlu síðar stigum við af skipsfjöl.
Hinn væntanlegi leiðsögumaður okkar, Mr. Robertson að nafni, skozkur í húð og hár og í þjóðbúningi Skota, beið okkar á bryggjunni með stóran langferðavagn. Þarna stóð hann í pilsinu sínu skozka og í sportsokkum með alpahúfu á höfðinu eins og Montgomery marskálkur (merahirðir). Í pilsið eitt fóru 8 metrar af dúk, sagði hann okkur síðar.
Fyrst var ekið til farfuglaheimilisins Hailes í Edinborg, þar sem við áttum að gista. Við skiluðum þangað farangri okkar. Síðan var ekki til setunnar boðið. Við ókum nú niður í Prince's Street, sem er aðalgata Edinborgar, og skoðuðum hið fræga listaverkasafn „The National Gallery of Scotland“. Þaðan lá leið okkar út í skemmtigarðinn og skoðuðum við þar m.a. „Blómaklukkuna“, sem okkur fannst sérstaklega fögur.
Góðan mat fengum við á farfuglaheimilinu. Að máltíð lokinni þvoðum við sjálf upp diskana, sem við notuðum, samkv. gildandi reglum á farfuglaheimilunum skozku. Kaffið fannst telpunum ódrekkandi og settu pipar út í það til bragðbætis. Ótti greip okkur drengina, og við báðum þess innilega, að allur sá pipar heltæki ekki sálarlíf þeirra síðar. Síðari hluta dagsins verzluðum við og prönguðum eftir beztu getu. Reyndist þá gjaldeyrir ýmissa, sem áður höfðu stundað útflutning á skyri og hrossakjöti, gellum og öðru hnossgæti, æði drjúgur. Í búðinni prönguðu nokkrir strákar íslenzkum peningum inn á skozkan kaupmann og keyptu sér sumarjakka og stráhatta.
Um kvöldið sungum við og dönsuðum. Þarna á farfuglaheimilinu gistu einnig skozkir skólanemendur. Þeir sungu með okkur og spiluðu á hljóðfæri. Einnig æfðum við okkur að tala við þá ensku.
Kl. 23 eiga allir gestir á farfuglaheimilum að vera gengnir til náða. Þá voru ljósin slökkt. Þessu var hlýtt, þó með semingi og söknuði, en síðast með skilningi og hlýjum hugrenningum, sem beint var heim í Gagnfræðaskólann okkar. Ýmsir kímdu og skotruðu augum, er Ásgeir og hinar tvíbreiðu skólasystur urðu að lyfta sér másandi og blásandi 59 þrep upp í svefnskála gistihússins.
4. júní. Þegar við höfðum tekið til í svefnskálanum, borðað og þvegið upp, fórum við að skoða Edinborgarkastala. Hann er geysistór og víðáttumikill. Í rauninni eru þetta mörg hús. Þar stendur m.a. elzta hús í Edinborg.
Mr. Robertson sagði frá, skýrði ýmis atriði úr sögunni og sýndi okkur nokkur söfn í kastalanum. Nokkuð af því, sem hann sagði, skildum við sjálf, annars túlkaði fararstjóri okkar.
Mörgum okkar verða þó líklega verðirnir minnisstæðastir. Þeir stóðu vörð utan við dyr og veggi, hreyfingarlausir eins og myndastyttur, klæddir skozkum þjóðbúningi. Þeim stökk ekki bros, hversu sem stúlkurnar reyndu að freista þeirra. Þórey, Elísabet, Kristín og allar hinar sendu þeim blíðustu brosin sín og beindu tindurblíðum og tállogandi sjónum sínum beint í augu þeirra, eins og þær væru hollywoodskar kynbombur. En allt kom fyrir ekki. Þeim stökk ekki bros. En auðsjáanlega áttu þeir bágt með sig sumir, sem eðlilegt var.
Síðari hluta þessa dags fórum við í dýragarðinn. Þar sáum við fjölda mörg dýr, — frá venjulegum hænsnum upp til ljóna og fíla. Einnig skoðuðum við sjávardýrasafn Carnegies, sem er í alla staði mjög merkilegt.
Um kvöldið kepptu íslenzku skólasveinarnir við skozku strákana, sem héldu, að þeir mundu auðveldlega sigra „Eskimóana íslenzku“. ,,Hér býður þjóðarsómi,“ sagði rödd innra með okkur, og við hertum hugann eins og við værum að ganga til þriðjabekkjarprófs í íslenzkri málfræði. — Leikurinn fór þannig, að við unnum með 8 mörkum gegn 2. Þetta vildum við telja táknræn úrslit í landhelgisdeilu Breta og okkar Íslendinga.
5. júní. Um morguninn ræstuðum við allt sem bezt á farfuglaheimilinu. Síðan var lagt af stað til Aberdeen. Nú kom í ljós, að skozku skólatelpurnar höfðu tekið slíku ástfóstri við suma íslenzku skólapiltana, — sérstaklega þó Kidda, að skozk meyjatár sáust tindra á hvarmi, er bifreiðin okkar rann úr hlaði.
Á leiðinni fórum við um mörg þorp og frjósamar sveitir, og var mjög fagurt um að litast.
Í Aberdeen gistum við einnig á farfuglaheimili. Heitir það King George IV. Memorial. Hjónin, sem þar réðu ríkjum, tóku okkur tveim höndum og dönsuðu fyrir okkur skozka þjóðdansa um kvöldið með börnum sínum okkur til mikillar ánægju.
Loks fannst okkur við standa á hátindi frægðar og gengis, þegar ljósmyndarar og blaðamenn komu á heimilið um kvöldið og tóku myndir af okkur og áttu við okkur blaðasamtal.
6. júní. Um morguninn, þegar við vöknuðum, var okkur sýnt eintak af Aberdeenblaðinu „Press Journal“ með mynd af okkur öllum og viðtali. Sátum við þar og sungum. Eftir morgunverð keypti hvert einasta okkar blaðið, auðvitað. Síðan örkuðum við á fiskmarkaðinn í Aberdeen og sáum þar marga væna og feita golþorska, líklega flesta af Íslandsmiðum. Þegar sumt markaðsfólkið sá þjóðfánann okkar, sem við höfðum meðferðis, tók það til að fýla grön og láta í ljós andúð sína með ýmsu öðru látbragði og kurri. Landhelgisdeilan var auðsýnilega farin að velgja því undir uggum eða fyrir brjósti, þar sem það sá hinn feita fisk og íslenzka ferðalanga í einni sjónhending. Þennan dag ókum við síðan frá Aberdeen um borgir og bæi og náðum áfangastað kl. 16 um daginn. Sá heitir Iverness.
Þegar við höfðum komið okkur fyrir á farfuglaheimilinu þarna í borginni, en það heitir Scotish, fórum við í sundlaug þar skammt frá.
7. júní. Þegar við vöknuðum í Scotish um morguninn, vakti söngvin skólasystir athygli okkar á „yndislegum fuglasöng“, sem hún kvaðst heyra fyrir utan gluggann. Allir lögðu eyra við. „Ó, svo dásamlegur, sem hann var!“ Við athugun kom í ljós, að þessi „dásamlegi fuglasöngur“ var ekkert annað en seytlhljóð frá rennsli í salerninu!








Vinstri röð: Leikið fyrir dansi og söng á heimleið. — Sigfús þráttar um verð við bílstjórann. — Við skipastigann. — Hin víðræga blómaklukka í Edinborg.
Hægri röð: Öxar við ána, sungið fyrir gesti, er staddir voru í Trossacks 8. júní. — Áningarstaður á leið til Oban. — Hluti af æðstaráðinu við saðningu.





Svo var lagt af stað frá Iverness með gáska og gamni, og var nú ferðinni heitið til strandborgarinnar Oban. Á leiðinni sáum við hæsta fjall Skotlands, Ben Nevis. Um Spean-brúna ókum við og fram hjá stærsta búgarði í landinu. Við snæddum hádegisverð í bænum Forth William. Okkur hafði verið sagt, að sá bær væri frægur fyrir hinar rósfingruðu og fögru stúlkur sínar. Við drengirnir höfðum því augun hjá okkur. Og vissulega sáum við þessa glögg merki, svo að um fór suma. Og ekki var okkur grunlaust um, að tveir af okkur hefðu stigið á stokk og strengt þess heit að setjast síðar að í Forth William og njóta þar rósfingraðrar rómantíkur með rokki og rjátli.
Á ferðalagi þessu ókum við fram hjá vatninu fræga Loch Ness og var þá einmitt verið að kafa eftir skrímslinu nafnkunna, sem aldrei fannst, eins og vitað er af blaðafregnum. Til Oban komum við um kl. 5.
Eftir kvöldverð leigðum við okkur þrjá báta og sigldum um fjörðinn. Tveir af bátum þessum voru kappsiglingabátar. Þeir hétu Sara og Chris. Áhöfn Söru var skipuð Viktor, Sigurgeiri, Kristni og Guðna. En á hinum bátnum voru þeir Haldór, Sigurjón, Sigurður E. og Benedikt. Auðvitað var kappsiglt og vann áhöfn Söru, enda var ég sjálfur, sem þetta rita, þar innan borðs! Stóra bátinn notuðu stúlkurnar.
Um kvöldið kreisti Óskar óspart hana „Jónínu“ sína og stúlkurnar slógu gítarstrengi. Undir var sungið hástöfum og svo rabbað (skeggrætt!) og hlegið.
Kl. 23 var lagzt til hvíldar, enda bjuggum við enn á farfuglaheimili. Í Oban heitir það Old Jubilee.
8. júní. Við vöknuðum um morguninn við högg í hurð, óp og læti. Þetta var sjálfur heimilisstjórinn að vekja okkur og fór að því eins og líf manns lægi við. — Allur þessi gauragangur hafði truflandi áhrif á taugakerfi tveggja víkingaarfa, sem með okkur voru. Þessi tvö víkingaefni höfðu tök á því tímans vegna að ýfast hvort við annað, svo að hnefar hófu að semja sátt og svo hefndum heitið, þegar heim kæmi. Svona geta sumir verið, jafnvel á unaðslegu ferðalagi! Um morguninn ókum við um borgina og umhverfi og nutum fegurðarinnar. Þegar við komum að gistihúsinu aftur til þess að tygja okkur til brottfarar, var þar umferð mikil; margar bifreiðar og fólk að koma og fara. — Þar stóð myndatökumaður með volduga myndavél. Hann góndi og gáði og gægðist, en sá auðsjáanlega ekki það, sem hann vildi sjá. Eilitlu síðar tjáði gistihússtjórinn okkur, að maður þessi hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hann beið þess alltaf að sjá ,,íslenzka Eskimóa“ stíga út úr bifreið sinni!
Við ókum frá Oban kl. 9,30 um morguninn og var nú ferðinni heitið til Edinborgar. Eftir tveggja og hálfs tíma akstur var numið staðar við Loch Heprnhead. Þar sagði leiðsögumaðurinn okkur sögu, sem við höfðum gaman af. Við litum á hana sem Skotasögu og hún var á þessa leið:
Lávarður nokkur bjó eitt sinn þarna í nágrenninu. Hann át oft á matsöluhúsum í Edinborg, en greiddi jafnan ekki reikninga sína þar, heldur vildi hann láta sækja andvirði þeirra heim til sín.
Eitt sinn var lögfræðingur sendur heim til lávarðarins til að innheimta skuldir. Um kvöldið þegar lögfræðingurinn kom þangað, helltu heimamenn hann fullan og bjuggu honum síðan næturhvílu. Morguninn eftir, þegar hann vaknaði og leit út um gluggann, sá hann, hvar maður hékk í tré og hafði auðsýnilega verið hengdur. Lögfræðingurinn spurði lávarðinn, hverju þetta sætti. Lávarðurinn yppti öxlum kæruleysislega. Þetta var svo sem ekki neitt sérlegt; aðeins lítilfjörlegur lögfræðingur, sem hafði verið að krefja hann um skuldagreiðslu. Heimamenn lávarðarins hefðu lagt lykkju á leið lögfræðingsins um leið og hann gekk og hengt hann þarna upp.
Lögfræðingurinn tók saman föggur sínar og flýtti sér burtu.
„Maðurinn“ í trénu var aðeins fuglahræða.


MYNDIRNAR TIL VINSTRI:
1. röð t.v.:
a. Hailes farfuglaheimilið í Edinborg.
b. King George 4. Memorial farfuglaheimilið í Aberdeen.
c. Old Jubilee farfuglaheimilið í Oban.
d. Scotish farfuglaheimilið í Iverness.
Á farfuglaheimilum þessum gistu ferðalangarnir.
Miðröð:
a. Hin tólfréttaða máltíð m/s Gullfoss fer ekki ávallt sem bezt í maga utan landhelginnar. Þar sem myndin var tekin, hvað ekki hafa fengizt fiskur úr sjó, síðan Ásgeir spjó.
b. Á lestarlúgum Gullfoss sátu Lóreleiar GíV, sungu, spiluðu og seiddu, svo að skipstjórnarmenn máttu varla störfum sinna. Hið sjálfvirka stýri mun þó hafa forðað Gullfossi frá voða.
c. Ökuþór ferðarinnar stígur léttan skozkan dans við Eyjamey.
d. Tónlistarráðunautur ferðarinnar, Óskar Björgvinsson, leikur létt sígild lög, en herforingjaráðsmennirnir Benedikt og Þráinn ígrunda nœstu herferð!
3. röð:
a. Í Oban leigðum við „hraðbáta“ og sigldum innanfjarða. Skipsjómfrúrnar voru átta að tölu.
b. Ásgeir hafði látið niðrandi orð falla um skozkar yngismeyjar og kvað þær bráðna í höndum sér líkt og mjólkurís í maganum. Sigurgeir bauð honum þá til einvígis við sig í skógi. Báðir sluppu þó lifandi frá einvígi þessu.
c. Kenneth Robertson, leiðsögumaður ferðarinnar. Árvakur og ötull, klæddur skozkum búningi. Pils hans er gert úr átta metra löngu klœði.


Í hinu dásamlega fagra Trossackshálendi dvöldumst við um stund á leiðinni. Þar var fjöldi skemmtiferðafólks. Það bað okkur að syngja íslenzkan ættjarðarsöng. Við urðum við þeirri beiðni fúslega og sungum „Öxar við ána“ af hjartans hug og þrá.
Við ókum um ýmsar smærri borgir og fagrar byggðir þennan dag og síðast undir Forth-brúna, sem til skamms tíma var lengsta brú í Evrópu.
Kl. 18 komum við svo aftur til Edinborgar. Þar kvöddum við „Berta“, en svo kölluðum við bifreiðarstjórann, sem var einhver mesti æringi, sem við höfum kynnzt. Strákarnir kvöddu hann virðulega með handabandi en stelpurnar með kossi á kinnina. Minna taldi hann þær ekki gagn gera. Þarna urðu þá eftir margir meyjakossar í Skotlandi, þrátt fyrir gefin loforð við skólastjóra, að sumir töldu, en ef til vill hefur afbrýðisemi okkar strákanna valdið þar einhverju um eftirtölur.
9. júní. Þetta var síðasti dagurinn í Edinborg og í Skotlandi. Við fórum flest snemma á fætur. Þeir, sem enn áttu gjaldeyri, svo sem „útflytjendurnir“, er áður um getur, fóru nú að verzla, eyða síðustu ensku skildingunum sínum. Kl. 15 um daginn skyldu allir mættir á farfuglaheimilinu. Kl. 16 lögðum við af stað til Leith og hafnarinnar. Þar fór fram vegabréfaskoðun, og síðan stigum við á skipsfjöl. Mr. Robertson stóð á bryggjunni, er lagt var frá henni kl. 19. Við veifuðum honum innilega og vorum honum þakklát fyrir góða leiðsögn, góða viðkynningu og mikla velvild.
10. og 11. júní. Þessir dagar voru hvor öðrum líkir. Þá öslaði Gullfoss okkar öldur Atlantshafsins á leið heim til ættjarðarinnar, „einbúans í Atlantshafi“. Öll hlökkuðum við innilega til að koma aftur heim til foreldra og vina eftir þetta glæsilega ferðalag.
Við þökkum öllum, sem efndu til þessarar ferðar, innilega fyrir alla fyrirhöfnina við undirbúning fararinnar. Við þökkum Sigfúsi J. Johnsen, kennara okkar, fyrir trausta og góða fararforustu.
Síðast en ekki sízt þökkum við svo skipstjóranum á Gullfossi og skipshöfn hans góða aðhlynningu, ánægju og vinarhug á ferðalaginu.

Til baka