„Blik 1957/Spaug“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Efnisyfirlit 1957 =''Spaug''= <br> <br> Ó, þetta kemur mér svo óvænt, Jörundur, sagði stúlka um leið og hún játaðist honum Jörundi, þegar hann bað hennar...) |
m (Verndaði „Blik 1957/Spaug“ [edit=sysop:move=sysop]) |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
<big><big><big><big><center>''Spaug''</center></big></big></big> | |||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
Lína 41: | Lína 41: | ||
:::::::::::::● | :::::::::::::● | ||
Jón gamli, | Jón gamli, drykkfelldur, kemur til dýralæknisins og vill fá sterkt vín handa veikum kálfi. <br> | ||
Dýralæknirinn: „Ég man ekki til þess, að þú eigir neinn kálf.“ <br> | Dýralæknirinn: „Ég man ekki til þess, að þú eigir neinn kálf.“ <br> | ||
Jón gamli: „Nú, það er skrítið! Ég, sem hef átt hann árum saman.“ | Jón gamli: „Nú, það er skrítið! Ég, sem hef átt hann árum saman.“ | ||
Lína 160: | Lína 160: | ||
Hann: „Já, því trúi ég. Hvers vegna skyldi þriðjudagur vera undantekning?“ | Hann: „Já, því trúi ég. Hvers vegna skyldi þriðjudagur vera undantekning?“ | ||
:::::::::::::● | |||
Nýi úrsmiðurinn við fyrsta viðskiptavin sinn:<br> | |||
,,Hér er nú klukkan löguð og í gangi.“<br> | |||
Viðskiptavinurinn: <br> | |||
„En hvað er svo í kassanum þeim arna?“<br> | |||
Úrsmiðurinn: <br> | |||
„Hjólin, sem gengu af; gerið þér svo vel.“ | |||
:::::::::::::● | |||
Á eftir fyrirlestri, sem kennari flutti um menntun og uppeldi unglinga, stungu nokkrir áheyrendur saman nefjum og ræddu efni fyrirlestursins:<br> | |||
„... og svo sagði hann, að þeir ættu að lesa náttúrufræði! <br> | |||
Eins og unglingarnir fái ekki nógu fljótt náttúru, þegar þeim vex fiskur um hrygg.“ | |||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 11. apríl 2013 kl. 14:31
Ó, þetta kemur mér svo óvænt, Jörundur, sagði stúlka um leið og hún játaðist honum Jörundi, þegar hann bað hennar í 11. sinn.
- ●
Búhygginn kaupstaðarbúi kaupir stóra jörð og nokkrar kýr og hefur ráðsmann til að reka búið.
Ráðsmaðurinn: „Við þurfum að fá fleiri kýr, því að mykjan hrekkur ekki á allt túnið.“
Hinn hyggni búmaður: „Ef við gæfum kúnum vænan skammt af laxerolíu daglega, mundum við þá ekki komast af með færri kýr.“
- ●
Páll gamli kemur í 30 stiga gaddi inn í verzlun og biður um vasaklút.
Kaupmaðurinn: „Svo að þú hefur kvefazt, Páll minn. Það er von í þessum kulda.“
Páll: „Nei, nei, ég hefi ekki kvefazt. En treyjuermin mín er stokkfrosin í þessum heljargaddi, og fingurnir verða loppnir, svo að ég má til með að kaupa mér klút.“
- ●
Prestskonan: „Hvernig stendur á því, að þú skulir tyggja þessi ósköp af tóbaki, Pétur?“
Pétur: „Hvernig ætti ég að vera eins og svín og hafa alltaf matarbragðið í munninum.“
- ●
Jóhann (í kvonbænum við tengdamóður sína tilvonandi, sem spyr hann að því, hvort hann geti fætt konuefnið sitt): „Já, vissulega verður mér ekki skotaskuld úr því. Þegar ég bý til mat, verða svo miklar leifar eftir, að ég verð að fá mér hund eða hænsni, fái ég mér ekki konu.“
- ●
Jói kemur inn í sparisjóð: „Ég átti að spyrja, hvort hér væri nokkur víxill á Jóakim Júlíusson.“
„Er hann samþykkjandi?“
„Nei.“
„Er hann fallinn?“
„Nei, er í vegavinnu.“
- ●
Jón gamli, drykkfelldur, kemur til dýralæknisins og vill fá sterkt vín handa veikum kálfi.
Dýralæknirinn: „Ég man ekki til þess, að þú eigir neinn kálf.“
Jón gamli: „Nú, það er skrítið! Ég, sem hef átt hann árum saman.“
- ●
Prestur (mætir Halli gamla, sem alltaf hafði verið svallari og blótsamur): „Heyrðu, Hallur minn, hvenær ætlarðu að hætta þessu bölvi og bannfæringum? Þú ættir að taka konuna þína þér til fyrirmyndar í góðu líferni.“
Hallur: „O, þetta er ekki orð á hafandi, prestur minn. Ég bölva dálítið, og hún biðst fyrir við og við, en við meinum hvorugt nokkuð með því.“
- ●
Gesturinn (á gluggann): „Hér sé Guð.“
Vinnukonan (gegnir inni): ,,Það er ómögulegt; hér er allt fullt af næturgestum.“
- ●
Umræðuefnið var annað líf.
„Haldið þér, að við höldum áfram sama starfi hinumegin?“
„Ekki þó hún tengdamóðir mín. Hún býr nefnilega til rjómaís.“
- ●
Ungfrú Anna hafði trúlofazt Jóni gamla kaupmanni. Auðvitað varð þetta umtalsefni vinstúlkna hennar.
„Aumingja Anna! Þessum gamla, nízka karlfausk!“
Þá segir ein: „Ég er viss um, að hann ber hana á höndum sér.“
Önnur: „Já, því trúi ég, — til þess að hún slíti ekki skónum.“
- ●
Ógiftur ungur læknir sat við sjúkrabeð þrítugrar meyjar og hlýddi á harmatölur hennar.
Hann mælti:
„Hin slæma líðan yðar á rætur að rekja til annars en sjúkdóma. Í hreinskilni sagt vil ég ráðleggja yður að giftast.“
Eftir stutta umhugsun mælti sjúklingurinn.
„Já, hr. læknir, þér hafið vafalaust rétt fyrir yður!“ Svo roðnaði hún og bætti við blíðlega: „Ef til vill vilduð þér fá yður lífsförunaut?“
„Kæra ungfrú,“ svaraði hinn ungi læknir kurteislega, „við læknarnir ráðleggjum lyfin, en við tökum þau ekki sjálfir inn.“
- ●
„Dóttir mín hefur gleypt gullpening, og nú á að skera hana upp. Bara að Jóni lækni sé nú treystandi.“
„Sei, sei, jú. Hann er talinn mesti ráðvendis maður.“
- ●
Kalli: „Hvað gafstu unnustunni þinni í afmælisgjöf ?“
Gunnar: „Varalit, — og mest af honum hefi ég fengið aftur og þurrkað hann í vasaklútinn minn.“
- ●
Kennarinn: „Getur þú, Guðmundur, sagt mér, hvort orðið buxur er í eintölu eða fleirtölu?“
Guðmundur (eftir langa umhugsun): „Það er í eintölu að ofan, en í fleirtölu að neðan.“
- ●
Skipstjórinn: „Ég held maður þekki það. Ónytjungurinn, sem engu nennir, er sendur til sjós, til þess að gera mann úr honum.“
Léttadrengurinn: „Nei, skipstjóri, þetta hefur breytzt frá því þér voruð ungur.“
- ●
Negri: „Jumbo, Jumbo. Það er komið ljón inn í kofann til konunnar þinnar.“
Jumbo: „Kemur ekki mál við mig, það verður sjálft að sjá um sig. Ekkert get ég hjálpað því, ljóntetrinu.“
- ●
Ungur Eyjaskeggi kom í blómabúð og ætlaði að kaupa rauðar rósir. Allt í einu féll hann í þungar hugsanir.
„Þér ætlið auðvitað að segja henni það með rósum,“ sagði Bjarni kaupmaður brosandi. „Þá duga ekki minna en þrjár tylftir.“
„Nei, nei,“ sagði hinn ungi Eyjaskeggi. „Það er nóg að hafa þær sex. Ég vil ekki segja of mikið.“
- ●
Hróbjartur situr að árbít sínum og les Föstudagsblaðið eins og venjulega. Þegar honum verður litið á dánartilkynningarnar, bregður honum ákaflega og honum svelgist á. Þar stendur nefnilega skýrum stöfum, að hann sjálfur sé dáinn. Hróbjartur æðir að símanum og hringir til prestsins og segir: „Ég var að sjá dánartilkynninguna mína í Föstudagsblaðinu. Ósköp er að lesa þetta.“
Prestur: „Já, ég las hana þar í gær. Hvaðan hringirðu?“
- ●
Ung stúlka (hefur verið skorin upp við botnlangabólgu):
„Læknir, haldið þér, að örið verði mjög áberandi.“
Læknirinn: „Það er alveg undir yður sjálfri komið.“
- ●
Kennarinn við nemanda í 13 ára bekk: „Hvað geturðu sagt mér um leðurblökuna?“
Nemandinn: „Leðurblakan er einasti fuglinn, sem hefur spena.“
Í sama bekk:
Kennarinn: „Hvar lifir moldvarpan?“
Nemandi: „Hún grefur sér göng niður í yfirborð sjávarins.“
- ●
Gesturinn: „Þér segið, að orðið hafi eigendaskipti hérna. Þarna stendur þó gamli eigandinn. Býr hann ekki hér ennþá?“
Þjónninn: „Jú, jú, en hann er giftur núna.“
- ●
Lloyd George, hinn frægi enski stjórnmálamaður, var mjög orðheppinn og skjótur að hugsa og svara fyrir sig á stjórnmálafundum.
Eitt sinn var Lloyd George að flytja ræðu og sagði:
„Ég vil að Skotland fái heimastjórn, og einnig Írland og Wales.“ — „Og Helvíti,“ kallaði einn áheyrandinn fram í.
„Það er ekki nema eðlilegt, að hver hugsi um sitt fósturland,“ svaraði Lloyd George.
- ●
Annað sinn kallaði maður fram í fyrir Lloyd George og sagði: „Að þú skulir vera að þvæla þetta, Lloyd George. Hann faðir þinn gekk hér á milli okkar og seldi kálhausa úr vagni og hafði asna spenntan fyrir.“
„Já, faðir minn er dáinn og kálhausarnir seldir og vagninn brotinn fyrir löngu, en ég sé, að asninn stendur þarna ennþá,“ svaraði Lloyd George.
- ●
Eitt sinn á stjórnmálafundi var kastað fúleggi að Lloyd George meðan hann var að tala. Hann beygði sig og eggið skall í vegginn að baki honum.
Lloyd George benti á klessuna á veggnum og sagði: „Þetta eru einu rök andstæðinga okkar.“
- ●
Hann (við stúlku á fertugsaldri): „Hvers vegna verða allar ógiftar stúlkur guðhræddar, þegar þær eru komnar yfir þrítugt?“
Hún: „Þær verða það af þakklátssemi við forsjónina, sem hefur verndað þær frá að lenda í klónum á einhverjum flagaranum.“
- ●
Stúlka (við gamlan piparkarl): „Trúir þú því, að það hafi ólán í för með sér að giftast á þriðjudegi?“
Hann: „Já, því trúi ég. Hvers vegna skyldi þriðjudagur vera undantekning?“
- ●
Nýi úrsmiðurinn við fyrsta viðskiptavin sinn:
,,Hér er nú klukkan löguð og í gangi.“
Viðskiptavinurinn:
„En hvað er svo í kassanum þeim arna?“
Úrsmiðurinn:
„Hjólin, sem gengu af; gerið þér svo vel.“
- ●
Á eftir fyrirlestri, sem kennari flutti um menntun og uppeldi unglinga, stungu nokkrir áheyrendur saman nefjum og ræddu efni fyrirlestursins:
„... og svo sagði hann, að þeir ættu að lesa náttúrufræði!
Eins og unglingarnir fái ekki nógu fljótt náttúru, þegar þeim vex fiskur um hrygg.“