„Blik 1962/Þáttur nemenda, síðari hluti“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Blik 1962/Þáttur nemenda, síðari hluti“ [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<center>[[Mynd: 1955 b 28 A.jpg |ctr|400px ]]</center> | |||
<center>(síðari hluti)</center> | |||
<big>'''Vitur hundur'''</big> | <big><big>'''Vitur hundur'''</big> | ||
Þessi atburður, sem ég ætla hér að segja frá, gerðist uppi í sveit, þegar ég var 11 ára gömul. Foreldrar mínir voru nú farnir í sumarfrí eitthvað út á land. Meðan þeir voru í burtu, var ég hjá konu uppi í sveit. Á bænum voru fyrir, þegar ég kom þangað, tvær telpur 11 og 12 ára gamlar. Það var sunnudagur, og veðrið var mjög gott. Við telpurnar þrjár vorum nýkomnar á fætur. Húsfreyjan var að fara út í hænsnakofa til þess að gefa hænsnunum korn að éta. Kofinn var nokkurn spöl frá bænum. Við fengum allar að fara með húsfreyjunni. Hún bar kornið í poka á bakinu. <br> | Þessi atburður, sem ég ætla hér að segja frá, gerðist uppi í sveit, þegar ég var 11 ára gömul. Foreldrar mínir voru nú farnir í sumarfrí eitthvað út á land. Meðan þeir voru í burtu, var ég hjá konu uppi í sveit. Á bænum voru fyrir, þegar ég kom þangað, tvær telpur 11 og 12 ára gamlar. Það var sunnudagur, og veðrið var mjög gott. Við telpurnar þrjár vorum nýkomnar á fætur. Húsfreyjan var að fara út í hænsnakofa til þess að gefa hænsnunum korn að éta. Kofinn var nokkurn spöl frá bænum. Við fengum allar að fara með húsfreyjunni. Hún bar kornið í poka á bakinu. <br> | ||
Lína 13: | Lína 14: | ||
Nokkru fyrir ofan bæinn var hóll. Bak við hann var lág. Þangað hljóp hundurinn og var kippkorn á undan okkur, en við eltum hann. <br> | Nokkru fyrir ofan bæinn var hóll. Bak við hann var lág. Þangað hljóp hundurinn og var kippkorn á undan okkur, en við eltum hann. <br> | ||
Loksins sáum við, að hundurinn staðnæmdist hjá manni, sem þar lá. Önnur telpan á bænum bað manninn að standa á fætur, en hann kvaðst ekki geta það fyrir kvölum í öðrum fætinum. Fór hún þá heim á bæ til þess að sækja hjálp. Eftir nokkra stund kom húsbóndinn og vinnumaðurinn. Þeir báru síðan manninn á milli sín til bæjarins og hringdu í lækni. Við læknisskoðun kom í ljós, að maðurinn var fótbrotinn. Hann hafði farið að skemmta sér á hesti sínum og dottið af baki. | Loksins sáum við, að hundurinn staðnæmdist hjá manni, sem þar lá. Önnur telpan á bænum bað manninn að standa á fætur, en hann kvaðst ekki geta það fyrir kvölum í öðrum fætinum. Fór hún þá heim á bæ til þess að sækja hjálp. Eftir nokkra stund kom húsbóndinn og vinnumaðurinn. Þeir báru síðan manninn á milli sín til bæjarins og hringdu í lækni. Við læknisskoðun kom í ljós, að maðurinn var fótbrotinn. Hann hafði farið að skemmta sér á hesti sínum og dottið af baki. | ||
:::::::::::::::::''[[Katrín Gunnlaugsdóttir]]'', 3. bekk bóknáms. | |||
<big>'''Flogið í fyrsta sinn'''</big> | <big>'''Flogið í fyrsta sinn'''</big> | ||
Lína 29: | Lína 30: | ||
Eyjarnar mínar undurfögru fóru stöðugt minnkandi, og | Eyjarnar mínar undurfögru fóru stöðugt minnkandi, og | ||
Reykjavík færðist stöðugt nær og nær. | Reykjavík færðist stöðugt nær og nær. | ||
:::::::::::::::::''[[Hafþór Guðjónsson]]'', 2. bekk C. | |||
<big>'''Bernskuminning'''</big> | <big>'''Bernskuminning'''</big> | ||
Lína 57: | Lína 58: | ||
Á borðinu var alls kyns góðgæti svo sem rjómaterta og margt fleira. Allir vildu fá sér sneið af henni, en viti menn! Allt í einu datt ég af stólnum mínum og undir borð. Við það hristist það svo, að kanna, sem full var af kakó, datt um koll og skvettist þá kakóið yfir tertuna. Ég fór að háskæla, svo að fara varð með mig heim. <br> | Á borðinu var alls kyns góðgæti svo sem rjómaterta og margt fleira. Allir vildu fá sér sneið af henni, en viti menn! Allt í einu datt ég af stólnum mínum og undir borð. Við það hristist það svo, að kanna, sem full var af kakó, datt um koll og skvettist þá kakóið yfir tertuna. Ég fór að háskæla, svo að fara varð með mig heim. <br> | ||
Þegar heim kom, var pabbi kominn, og þá gleymdust öll leiðindi. | Þegar heim kom, var pabbi kominn, og þá gleymdust öll leiðindi. | ||
:::::::::::::::::''[[Sigurlaug Alfreðsdóttir]]'', 2. bekk C. | |||
<big>'''Gömul sögn'''</big> | <big>'''Gömul sögn'''</big> | ||
Lína 66: | Lína 67: | ||
Nú leið langur tími, en sagan gleymdist ekki, og margan fýsti að vita, hvort hún væri sönn. Þar kom, að nokkrir menn tóku sig til, gengu með graftól upp á fjall og tóku að grafa í hauginn. — Allt gekk vel í fyrstu. En er þeir voru búnir að grafa nokkurn tíma, sýndist þeim bæjarhúsin að Stað, en svo heitir prestsetrið í byggðinni, standa í björtu báli. Þá snéru þeir sem skjótast heim og hugðust slökkva eldinn. <br> | Nú leið langur tími, en sagan gleymdist ekki, og margan fýsti að vita, hvort hún væri sönn. Þar kom, að nokkrir menn tóku sig til, gengu með graftól upp á fjall og tóku að grafa í hauginn. — Allt gekk vel í fyrstu. En er þeir voru búnir að grafa nokkurn tíma, sýndist þeim bæjarhúsin að Stað, en svo heitir prestsetrið í byggðinni, standa í björtu báli. Þá snéru þeir sem skjótast heim og hugðust slökkva eldinn. <br> | ||
Þegar þeir voru komnir langleiðina heim, hvarf þeim bálið, og allt var eins og þegar þeir fóru að heiman. Þótti þeim þá sem ekki væri allt með felldu. Samt fóru þeir aftur upp á fjallið og héldu áfram að grafa í hauginn. Loks komu þeir niður á kistu. Þá var einn mannanna látinn fara ofan í gröfina og bregða böndum í hringi, sem voru á hvorum kistugafli. Síðan hófu þeir að draga kistuna upp úr gröfinni. En er kistan var komin hálfa leið upp úr gröfinni, slitnaði hringurinn úr kistugaflinum. Kistan féll niður í gröfina aftur og varð þar maðurinn undir henni. Hann beið þegar bana. Sló þá óhug í félaga hans, sem mokuðu þá þegar ofan í gröfina og gengu frá henni aftur sem vendilegast. — Þeir tóku heim með sér hringinn til sannindamerkis um atburðinn, sem gerzt hafði. Þeir gáfu svo kirkjunni hringinn með þeim ummælum, að hann skyldi um langa framtíð prýða hurðir Staðarkirkju, og þar er hann sem sé enn. | Þegar þeir voru komnir langleiðina heim, hvarf þeim bálið, og allt var eins og þegar þeir fóru að heiman. Þótti þeim þá sem ekki væri allt með felldu. Samt fóru þeir aftur upp á fjallið og héldu áfram að grafa í hauginn. Loks komu þeir niður á kistu. Þá var einn mannanna látinn fara ofan í gröfina og bregða böndum í hringi, sem voru á hvorum kistugafli. Síðan hófu þeir að draga kistuna upp úr gröfinni. En er kistan var komin hálfa leið upp úr gröfinni, slitnaði hringurinn úr kistugaflinum. Kistan féll niður í gröfina aftur og varð þar maðurinn undir henni. Hann beið þegar bana. Sló þá óhug í félaga hans, sem mokuðu þá þegar ofan í gröfina og gengu frá henni aftur sem vendilegast. — Þeir tóku heim með sér hringinn til sannindamerkis um atburðinn, sem gerzt hafði. Þeir gáfu svo kirkjunni hringinn með þeim ummælum, að hann skyldi um langa framtíð prýða hurðir Staðarkirkju, og þar er hann sem sé enn. | ||
:::::::::::::::::''[[Matthildur Sigurðardóttir]]'', 2. bekk C. | |||
<big>'''Fáir eru smiðir í fyrsta sinn'''</big> | <big>'''Fáir eru smiðir í fyrsta sinn'''</big> | ||
Þegar ég var 9 ára | Þegar ég var 9 ára gömul, átti ég heima uppi í sveit fyrir austan. Á sumrin var mikið annríki á heyskapartímanum, og ekki var kvenfólkið síður önnum kafið en karlmennirnir. <br> | ||
Dag einn var mamma sem aðrir að vinna úti á túni í heyi. Mín gætti auðvitað lítið í heyskapnum, en þó var ég að snúast í kringum fólkið og myndast við að gera eitthvað. <br> | Dag einn var mamma sem aðrir að vinna úti á túni í heyi. Mín gætti auðvitað lítið í heyskapnum, en þó var ég að snúast í kringum fólkið og myndast við að gera eitthvað. <br> | ||
Einu sinni vorum við að snúa í heyi í góðum þurrki. Það var nokkru fyrir nónið. Þá kom mamma til mín og spurði mig, hvort ég gæti ekki verið svo myndarleg að taka til kaffið fyrir sig heima. Ég hélt það, mikil ósköp. Ég flýtti mér svo inn í bæ, og var himinlifandi yfir því, að mamma skyldi treysta mér | Einu sinni vorum við að snúa í heyi í góðum þurrki. Það var nokkru fyrir nónið. Þá kom mamma til mín og spurði mig, hvort ég gæti ekki verið svo myndarleg að taka til kaffið fyrir sig heima. Ég hélt það, mikil ósköp. Ég flýtti mér svo inn í bæ, og var himinlifandi yfir því, að mamma skyldi treysta mér fyrir þessu. Fyrst hitaði ég kaffivatnið og hellti upp á könnuna. Svo fór ég fram í búr til þess að taka til brauð. Þá fannst mér mamma eiga svo lítið með kaffinu, að mér flaug í hug að drýgja það eilítið og baka nokkrar pönnukökur. Ég náði því í stóru matreiðslubókina hennar mömmu. Síðan hrærði ég í pönnukökurnar. Ég setti pönnuna á eldavélina og fullan straum á. En þegar ég vildi snúa pönnukökunni á pönnunni, sat hún föst, loddi blýföst við hana. — Hafði ég gleymt að láta eitthvað í deigið? Ég gáði og bar saman við bókina. — Nei, svo var ekki. — En þá mundi ég allt í einu eftir því, að ég hafði séð mömmu smyrja pönnuna með tólg, áður en hún lét á hana hveitisoppuna. Ég fór því fram í búr og sá þar fullt fat af ósnertri tólg. Ég lét svo alltaf svolítinn tólgarbita á pönnuna, og nú gekk allt vel. <br> | ||
Á meðan ég var að baka, var ég alltaf að hugsa um, hvað fólkið mundi verða glatt yfir því, að fá nýjar pönnukökur með kaffinu. — Loks var ég búin. Ég leit á klukkuna og sá, að hún var orðin margt. Ég fór því að haska mér. Ég setti bolla á borðið og svo var allt tilbúið. <br> | Á meðan ég var að baka, var ég alltaf að hugsa um, hvað fólkið mundi verða glatt yfir því, að fá nýjar pönnukökur með kaffinu. — Loks var ég búin. Ég leit á klukkuna og sá, að hún var orðin margt. Ég fór því að haska mér. Ég setti bolla á borðið og svo var allt tilbúið. <br> | ||
Fólkið settist að borðinu. Það dáðist að því, hve mikill listamaður ég var í pönnukökubakstri, og ég var svolitið hrifin af sjálfri mér. Þetta gat ég gert. <br> | Fólkið settist að borðinu. Það dáðist að því, hve mikill listamaður ég var í pönnukökubakstri, og ég var svolitið hrifin af sjálfri mér. Þetta gat ég gert. <br> | ||
Þegar fólkið fór að bragða á pönnukökunum, fannst mér það verða eitthvað skrítið á svipinn. „Hvað er nú að?“ hugsaði ég. Mamma fór að athuga og spyrja, hvað ég hefði látið í þær. Þá kom hún auga á tólgarfatið. Í því var alls engin tólg heldur tólgarsápa, sem mamma hafði nýlega búið til. Í henni var m.a. vítissóti. Það varð því að fleygja öllum pönnukökunum mínum. Þetta fannst mér ákaflega leiðinlegt en huggaði mig við það, „að fáir eru smiðir í fyrsta sinn“. | Þegar fólkið fór að bragða á pönnukökunum, fannst mér það verða eitthvað skrítið á svipinn. „Hvað er nú að?“ hugsaði ég. Mamma fór að athuga og spyrja, hvað ég hefði látið í þær. Þá kom hún auga á tólgarfatið. Í því var alls engin tólg heldur tólgarsápa, sem mamma hafði nýlega búið til. Í henni var m.a. vítissóti. Það varð því að fleygja öllum pönnukökunum mínum. Þetta fannst mér ákaflega leiðinlegt en huggaði mig við það, „að fáir eru smiðir í fyrsta sinn“. | ||
:::::::::::::::::''[[Eygló Bogadóttir]]'', gagnfræðadeild. | |||
<big>'''Vertíðarsaga úr Eyjum'''</big> | <big>'''Vertíðarsaga úr Eyjum'''</big> | ||
Lína 103: | Lína 104: | ||
Þegar ég var 7 ára að aldri, skeði þessi atburður, sem ég ætla að skrifa um. Sá mikli atburður var, að það átti að hefja leit að mér og tveim vinum mínum. Ég hafði boðið þeim með mér út í vörugeymslu föður míns, því að þar vissi ég, að geymdur var lakkrís. Enginn var heima, þegar við fórum þangað, en á meðan við erum þarna að éta lakkrís, kemur frændi minn. Þegar við urðum hans vör, földum við okkur bak við kassa inni í herbergi, sem þar er, og létum ekkert í okkur heyra. Síðan fer hann og læsir á eftir sér þessu herbergi og nú gránar gamanið. Svo líður að kvöldmáltíð, og er þá farið að hefjast handa um leit að okkur. Enginn hafði séð okkur lengi. Fóru foreldrar hinna, sem voru systkini, niður á bryggju og hingað og þangað að leita, en urðu einskis vísari. Svo klukkan að verða 10 um kvöldið kemur frændi minn aftur og þurfti að hjálpa manni um ölkassa. Þá heyrir hann kallað einhversstaðar og voru þetta þá við, öll útgrátin og búin að vera að kalla og kalla, en enginn heyrði neitt, og engum datt í hug, að við værum þarna, því að ég var ekki vanur að fara þangað, þegar enginn var þar. Það var skrítinn hópur, þegar frændi minn kom með okkur, öll svört eftir lakkrísát og grát, en við vorum ekkert svöng, búinn að éta mikinn lakkrís. Var þá búið að leita um allan bæ og hringja til allra leikbræðra okkar. Næst stóð til að gera út leiðangur að leita að okkur. | Þegar ég var 7 ára að aldri, skeði þessi atburður, sem ég ætla að skrifa um. Sá mikli atburður var, að það átti að hefja leit að mér og tveim vinum mínum. Ég hafði boðið þeim með mér út í vörugeymslu föður míns, því að þar vissi ég, að geymdur var lakkrís. Enginn var heima, þegar við fórum þangað, en á meðan við erum þarna að éta lakkrís, kemur frændi minn. Þegar við urðum hans vör, földum við okkur bak við kassa inni í herbergi, sem þar er, og létum ekkert í okkur heyra. Síðan fer hann og læsir á eftir sér þessu herbergi og nú gránar gamanið. Svo líður að kvöldmáltíð, og er þá farið að hefjast handa um leit að okkur. Enginn hafði séð okkur lengi. Fóru foreldrar hinna, sem voru systkini, niður á bryggju og hingað og þangað að leita, en urðu einskis vísari. Svo klukkan að verða 10 um kvöldið kemur frændi minn aftur og þurfti að hjálpa manni um ölkassa. Þá heyrir hann kallað einhversstaðar og voru þetta þá við, öll útgrátin og búin að vera að kalla og kalla, en enginn heyrði neitt, og engum datt í hug, að við værum þarna, því að ég var ekki vanur að fara þangað, þegar enginn var þar. Það var skrítinn hópur, þegar frændi minn kom með okkur, öll svört eftir lakkrísát og grát, en við vorum ekkert svöng, búinn að éta mikinn lakkrís. Var þá búið að leita um allan bæ og hringja til allra leikbræðra okkar. Næst stóð til að gera út leiðangur að leita að okkur. | ||
:::::::::::::::::''[[Kristmann Karlsson]]'', 3. bekk bóknáms. | |||
<big>'''Á selveiðum'''</big> | <big>'''Á selveiðum'''</big> | ||
Lína 110: | Lína 111: | ||
Eftir hálftíma akstur komumst við á leiðarenda. Þá tóku allir upp spýtur og lurka til að rota selina með. Einnig veiddum við í selanót. <br> | Eftir hálftíma akstur komumst við á leiðarenda. Þá tóku allir upp spýtur og lurka til að rota selina með. Einnig veiddum við í selanót. <br> | ||
Við vorum 16 saman og höfðum eftir nokkra stund lagt að velli 47 seli. Einn okkar var að draga stóran sel upp á grynningarnar. Sá selur var rotaður til hálfs. Allt í einu tók selurinn viðbragð. Þorlákur, en svo hét maðurinn, hafði band á selnum, og það svo vafið um hendina. Þegar selurinn kippti í bandið við viðbragðið, missti Láki fótanna og steyptist í ósinn á bólakaf. Samt vildi hann ekki missa af selnum, en var þó í miklum vandræðum. <br> | Við vorum 16 saman og höfðum eftir nokkra stund lagt að velli 47 seli. Einn okkar var að draga stóran sel upp á grynningarnar. Sá selur var rotaður til hálfs. Allt í einu tók selurinn viðbragð. Þorlákur, en svo hét maðurinn, hafði band á selnum, og það svo vafið um hendina. Þegar selurinn kippti í bandið við viðbragðið, missti Láki fótanna og steyptist í ósinn á bólakaf. Samt vildi hann ekki missa af selnum, en var þó í miklum vandræðum. <br> | ||
Margir okkar óðu út í | Margir okkar óðu út í vatnið til þess að reyna að hjálpa honum. Loks kom Láki fyrir sig fótunum og tókst að draga selinn að sér, þótt hann hamaðist og léti öllum illum látum. Svo komum við honum til hjálpar og rotuðum selinn. En svo vondur var Láki orðinn út í selinn, að hann opnaði á honum ginið dauðum og spýtti upp í það. Á þennan hátt svalaði hann skapi sínu á dauðri skepnunni. <br> | ||
Svo hélt veiðin áfram, þangað til allir voru orðnir þreyttir. Ánægðir vorum við með veiðina, því að við höfðum veitt 64 seli og 17 kópa. Þá var veiðinni skipt niður á bæina eftir mannafla og síðan sett upp á bifreiðarnar og dráttarvélarnar og ekið heim. <br> | Svo hélt veiðin áfram, þangað til allir voru orðnir þreyttir. Ánægðir vorum við með veiðina, því að við höfðum veitt 64 seli og 17 kópa. Þá var veiðinni skipt niður á bæina eftir mannafla og síðan sett upp á bifreiðarnar og dráttarvélarnar og ekið heim. <br> | ||
Þrisvar var farið á selveiðar þarna þetta sumar og veitt vel í öll skiptin. — Einnig var mikið veitt af silungi í Öræfunum. Úr einni silungsveiðiför komum við heim með 93 væna silunga. | Þrisvar var farið á selveiðar þarna þetta sumar og veitt vel í öll skiptin. — Einnig var mikið veitt af silungi í Öræfunum. Úr einni silungsveiðiför komum við heim með 93 væna silunga. | ||
:::::::::::::::::''[[Bergur M. Sigmundsson]]'', 2. bekk C. | |||
<big>'''Kviksettur'''</big> | <big>'''Kviksettur'''</big> | ||
Lína 125: | Lína 126: | ||
Ég tók nú á allri orku minni, sem varð nú jafnvel meiri en eðlilegt var, sparkaði af öllum kröftum og spyrnti, unz eitthvað lét undan. Önnur hliðin í kassanum brotnaði. Ég tróðst út allshugar feginn að vera laus úr þessari klípu. Strákarnir sáust hvergi. — Ég labbaði heim á leið og afréð það með mér á leiðinni, að hætta öllum hrekkjum og prakkaraskap. Skammt var ég kominn fram hjá Kumbalda (en lengra hafði mig ekki borið til ríkis hinna dauðu að sinni), þegar strákarnir gripu mig aftur og hótuðu mér afarkostum, ef ég steinþegði ekki | Ég tók nú á allri orku minni, sem varð nú jafnvel meiri en eðlilegt var, sparkaði af öllum kröftum og spyrnti, unz eitthvað lét undan. Önnur hliðin í kassanum brotnaði. Ég tróðst út allshugar feginn að vera laus úr þessari klípu. Strákarnir sáust hvergi. — Ég labbaði heim á leið og afréð það með mér á leiðinni, að hætta öllum hrekkjum og prakkaraskap. Skammt var ég kominn fram hjá Kumbalda (en lengra hafði mig ekki borið til ríkis hinna dauðu að sinni), þegar strákarnir gripu mig aftur og hótuðu mér afarkostum, ef ég steinþegði ekki | ||
um tiltæki þeirra. Ofan á allt hitt varð ég að þola það. Þögninni lofaði ég hátíðlega, enda hefði ég líklega litla samúð hlotið, hefði ég sagt frá þrengingum mínum og ástæðunum fyrir þeim. | um tiltæki þeirra. Ofan á allt hitt varð ég að þola það. Þögninni lofaði ég hátíðlega, enda hefði ég líklega litla samúð hlotið, hefði ég sagt frá þrengingum mínum og ástæðunum fyrir þeim. | ||
:::::::::::::::::''[[Steinar Árnason]]'', landsprófsdeild. | |||
<big>'''Þegar við komum fyrst í Gagnfræðaskólann'''</big> | <big>'''Þegar við komum fyrst í Gagnfræðaskólann'''</big> |
Núverandi breyting frá og með 27. ágúst 2010 kl. 20:02
Vitur hundur
Þessi atburður, sem ég ætla hér að segja frá, gerðist uppi í sveit, þegar ég var 11 ára gömul. Foreldrar mínir voru nú farnir í sumarfrí eitthvað út á land. Meðan þeir voru í burtu, var ég hjá konu uppi í sveit. Á bænum voru fyrir, þegar ég kom þangað, tvær telpur 11 og 12 ára gamlar. Það var sunnudagur, og veðrið var mjög gott. Við telpurnar þrjár vorum nýkomnar á fætur. Húsfreyjan var að fara út í hænsnakofa til þess að gefa hænsnunum korn að éta. Kofinn var nokkurn spöl frá bænum. Við fengum allar að fara með húsfreyjunni. Hún bar kornið í poka á bakinu.
Þegar við vorum komnar út að kofanum, kom hundurinn á bænum hlaupandi og gelti einhver ósköp. Svo hljóp hann ólmur til baka aftur. Þannig var það nokkrum sinnum. Húsfreyja sagði þá okkur telpunum að elta hann en varð sjálf eftir hjá hænsnunum.
Nokkru fyrir ofan bæinn var hóll. Bak við hann var lág. Þangað hljóp hundurinn og var kippkorn á undan okkur, en við eltum hann.
Loksins sáum við, að hundurinn staðnæmdist hjá manni, sem þar lá. Önnur telpan á bænum bað manninn að standa á fætur, en hann kvaðst ekki geta það fyrir kvölum í öðrum fætinum. Fór hún þá heim á bæ til þess að sækja hjálp. Eftir nokkra stund kom húsbóndinn og vinnumaðurinn. Þeir báru síðan manninn á milli sín til bæjarins og hringdu í lækni. Við læknisskoðun kom í ljós, að maðurinn var fótbrotinn. Hann hafði farið að skemmta sér á hesti sínum og dottið af baki.
- Katrín Gunnlaugsdóttir, 3. bekk bóknáms.
Flogið í fyrsta sinn
Fyrir nokkrum árum var ég lítill og góður mömmudrengur, en núna er ég orðinn stór strákur, nýbúið að ferma mig, og svo er ég meira að segja kominn í Gagnfræðaskólann.
Þegar ég var lítill, var það mér efst í huga að verða prestur, þegar ég væri orðinn stór. Alltaf á hverju einasta kvöldi las ég í Biblíunni og bað bænir mínar heitt og innilega. En síðar langaði mig meira til að verða bílstjóri, flugmaður, skipstjóri eða eitthvað annað, sem mér datt í hug. — Núna, — já núna er ég ekki langt frá því að vilja verða flugmaður á geimskipi til tunglsins, þegar þeir fara að fara þangað t.d. með farþega.
Núna, þegar ég er orðinn svona stór strákur og ekki neinn mömmudrengur lengur, minnist ég æskuára minna, þegar ég var lítill trítill, sem langaði til að verða stór.
Ég hygg, að ég hafi verið 7 ára, þegar ég fór fyrst í ferðalag. Ég hlakkaði ákaflega mikið til þess að fara þessa ferð, sem von var. Ég man það vel, að ég var alltaf að telja dagana til „hinnar langþráðu stundar.“ — Loks rann hún upp, og ég var á leiðinni suður á flugvöll í stóru bifreiðinni, „rútunni“. En blessuð „tíkin“ komst ekki lengra en upp að Hábæ, því að þá var hún orðin benzínlaus, svo við urðum að fara í trogbíl það, sem eftir var leiðarinnar.
Þegar á flugvöllinn kom, var flugvélin ekki komin, svo að farþegarnir urðu að bíða nokkurn tíma.
Allt í einu tók ég eftir örlitlum depli á móts við Blátind. Brátt kom í ljós, að þetta var flugvélin, sem ég átti að fljúga með til Reykjavíkur, en þangað var förinni heitið. Hún færðist óðum nær og nú brunaði hún eftir flugbrautinni á ofsahraða, hægði á sér og beygði inn að flugskýlinu. Ég greip dauðahaldi í pils mömmu, því að ég hélt, að flugvélin ætlaði að aka á mig. Allt í einu nam hún staðar og mér létti mikið, þegar ég sá það.
Þegar allir farþegarnir höfðu stigið af vélinni, gengum við fjögur: ég, mamma, Magga frænka og systir mín út að vélinni með fleira fólki, sem ætlaði með henni.
Allan þennan tíma hafði ég verið ákaflega eftirvæntingarfullur. En allt í einu varð ég skelfingu lostinn. Ef flugvélin hrapaði nú í sjóinn og ég drukknaði! — Ég snarstanzaði við þessa hugsun og sleit mig lausan frá systur minni, hljóp burt frá vélinni sem fætur toguðu og stefndi áleiðis til flugskýlisins. En ég komst ekki langt, því að systir mín náði mér brátt. Ég barðist um eins og vitlaus maður, beit og klóraði og gerði alla hundakúnstir, sem ég kunni, en ekkert stoðaði, því að systir mín var miklu eldri og sterkari, þótt ég hinsvegar þættist hafa krafta í kögglum. Ég barðist því árangurslaust við ofureflið. Þegar hún svo ætlaði með mig upp flugvélartröppurnar, sleppti ég mér alveg. Ég gargaði, sló, sparkaði og reif í hárið á systur minni. Til allrar hamingju fyrir hana kom einhver maður aðvífandi og hjálpaði henni. Loks tókst þeim í sameiningu að koma mér inn í vélina og í sæti. Enn grét ég hástöfum og hætti ekki fyrr en flugfreyjan gaf mér brjóstsykur.
Nú fór flugvélin að hreyfast, og svo ók hún af stað eftir flugbrautinni. Síðan hitaði hún sig vel og rann svo af stað eftir brautinni með vaxandi hraða. Allt í einu tók hún að lyftast frá jörðu. Eftir mjög skamma stund var hún komin hátt á loft og út yfir sjóinn. Ég var steinhættur að gráta, var undrandi og hissa á þessu öllu saman.
Allt í einu „datt“ vélin dálítið. Ég fölnaði af hræðslu. „Nú er hún að hrapa,“ hugsaði ég. En svo reyndist ekki vera, og ég jafnaði mig aftur. Svo sá ég bát niðri á sjónum. Þá vaknaði áhugi minn. Rétt á eftir sagði ég: „Mikið er gaman að vera svona hátt uppi í loftinu.“
Eyjarnar mínar undurfögru fóru stöðugt minnkandi, og
Reykjavík færðist stöðugt nær og nær.
- Hafþór Guðjónsson, 2. bekk C.
Bernskuminning
Þegar ég var lítil, fór ég á hverju sumri norður í land með mömmu minni, en hún er fædd og alin upp á Grjótnesi á Melrakkasléttu.
Þegar þetta, sem hér fer á eftir, gerðist, var ég svona á að gizka 4 ára gömul.
Á Grjótnesi er tvíbýli, og amma mín bjó á öðrum bænum en bróðir hennar á hinum. Á bænum, sem ég dvaldist á, voru mörg húsdýr eins og gerist og gengur í sveit. Þar var köttur, sem kominn var að því að gjóta.
Á hinum bænum var frænka mín, sem heitir Jóhanna. Hún var eini krakkinn á þeim bæ, en við Sunna systir mín einu krakkarnir hjá ömmu.
Nú höfðum við frænkurnar fengið heit um það, að fá að eiga sinn kettlinginn hver okkar, yrðu þeir svo margir hjá kisu. — Loksins gaut kisa, og hún eignaðist þrjá kettlinga, einmitt jafnmarga og við vorum frænkurnar.
Með því að ég var yngst, átti ég að velja mér fyrst kettling.
Ég valdi þann, sem mér leizt bezt á. Seinna kom í ljós, að hann var eina læðan.
Svo vildum við fá að skíra kettlingana, og ég man, að ég kallaði minn kettling Smára fyrst í stað, en þegar ljóst varð, að þetta var læða, skipti ég um nafn á honum og kallaði hann Loppu. Auðvitað hafði ég enga hugmynd um, að lappirnar á köttum heita loppur. Ég hafði bara einhverntíma heyrt þetta orð og mér fannst það ágætt nafn á kött. Einhvern veginn varð ég þess áskynja, að fullorðna fólkinu fannst þetta nafn ekki svo vitlaust.
Ekki fannst okkur það nóg að hafa skírt þá. Við þurftum að fá að halda á þeim líka. Þegar við höfðum haldið á þeim um stund, létu þær Sunna og Jóhanna sína kettlinga í kassann hjá kisu, en engin leið var til þess að fá mig til þess að sleppa mínum.
Allt í einu hoppar gamla kisa upp úr kassanum, labbar til mín, bítur í hnakkadrambið á Loppu og labbar með hana í kassann. Ég sat eftir á gólfinu hálfskelkuð og starði á kattamömmu. Mér er það minnisstæðast, hvað mér fannst kötturinn fara skelfilega illa með barnið sitt, að bíta svona í það. Ekki vildi ég, að mamma mín biti mig svona, hugsaði ég. En svo var mér bent á, að veslings
kisa hefði engar hendur til að bera börnin sín í.
Eftir þetta var mér alltaf hálf illa við að halda á kettlingunum og vildi sem minnst koma við þá.
Loppa er lifandi enn, eftir því sem ég bezt veit, og við góða heilsu.
- Harpa Karlsdóttir, 2. bekk C.
Í fyrsta afmælinu
Ég ætla að segja frá því, þegar ég fór fyrst í afmæli. Ég var 5 eða 6 ára, held ég. Okkur var öllum boðið, mér, mömmu og systkinum mínum. Pabbi var á sjó.
Klukkan hálf þrjú lögðum við af stað. Þarna var telpa, sem var á líku reki og ég, 5 eða 6 ára gömul. Hún heitir Sigrún, og var kölluð Rúna.
Við Rúna fórum niður í kjallara. Þar voru þrjú herbergi, sem ekkert virtust notuð. Auk þess var þar þvottahús. Í einu herberginu fórum við í bæjarleik eða mömmuleik, eða hvað það er kallað. Þegar við höfðum verið nokkra stund að leika okkur, rákumst við á bók, og í henni voru myndir af alla vega litu kvenfólki, gulu, svörtu og hvítu. Nú, — þá urðum við að vera eins. Ég makaði mig í sóti og varð biksvört í framan. Rúna málaði sig í framan með gulum vatnslit, og þá var hún gul. Svo byrjaði leikurinn fyrir alvöru. Brúðurnar voru málaðar, og allt var málað, sem hægt var. Svo komu fleiri krakkar, og þeir vildu mála sig líka. Ein lítil telpa fór inn í þvottahúsið til að mála sig hvíta. En það fór illa fyrir henni, því að hún settist óvart ofan í fullan vatnsbala. Hún fór að gráta, eins og eðlilegt var. Úr þessum gráti hennar varð „heljarmikill kór“. Allir komu hlaupandi niður í kjallarann, störðu fyrst á okkur og fóru svo öll að skellihlæja, því að það var engin sjón að sjá okkur. Ég svört í framan með hvítar rákir eftir tárin, og Sigrún eins og stríðsmálaður Indíáni, eins og komizt var að orði á eftir.
Við vorum rekin upp, þvegin og skoluð, þangað til við vorum orðin eins og börn aftur.
Nú var loks setzt til borðs. Ég var í nýjum kjól, sem ég held að hafi verið bleikur. Ég var mjög upp með mér af að vera í honum. Reyndar voru svartar dröfnur á honum og rendur eftir sótið.
Á borðinu var alls kyns góðgæti svo sem rjómaterta og margt fleira. Allir vildu fá sér sneið af henni, en viti menn! Allt í einu datt ég af stólnum mínum og undir borð. Við það hristist það svo, að kanna, sem full var af kakó, datt um koll og skvettist þá kakóið yfir tertuna. Ég fór að háskæla, svo að fara varð með mig heim.
Þegar heim kom, var pabbi kominn, og þá gleymdust öll leiðindi.
- Sigurlaug Alfreðsdóttir, 2. bekk C.
Gömul sögn
Í fyrrasumar var ég í sveit í Grunnavík í Norður-Ísafjarðarsýslu. Sunnudag nokkurn fór ég til kirkju. Þá tók ég eftir því, að á kirkjuhurðinni var hlutur, sem mér þótti eftirtektarverður. Það var ljónshöfuð úr einhverskonar málmi. Út úr gininu kom mannshönd, sem hélt um stóran hring.
Mér var sögð þessi saga um hlut þennan:
Einu sinni bjó að Stað í Grunnavík kona ein, sem Hildur hét. Hún var mjög rík, átti gull og gersemar, en ekki fylgir sögunni, hvernig hún hafði eignazt það. Konan hafði mælt svo fyrir, að smíðuð yrði utan um hana vönduð kista, þegar hún félli frá, og fjármunir hennar lagðir hjá henni í kistuna. Síðan skyldi greftra hana uppi á fjalli, sem mun vera á þriðja hundrað metrar á hæð. Svo var gert. — Síðan var mér sýndur haugur uppi á fjallinu. Heitir hann Hildarhaugur.
Nú leið langur tími, en sagan gleymdist ekki, og margan fýsti að vita, hvort hún væri sönn. Þar kom, að nokkrir menn tóku sig til, gengu með graftól upp á fjall og tóku að grafa í hauginn. — Allt gekk vel í fyrstu. En er þeir voru búnir að grafa nokkurn tíma, sýndist þeim bæjarhúsin að Stað, en svo heitir prestsetrið í byggðinni, standa í björtu báli. Þá snéru þeir sem skjótast heim og hugðust slökkva eldinn.
Þegar þeir voru komnir langleiðina heim, hvarf þeim bálið, og allt var eins og þegar þeir fóru að heiman. Þótti þeim þá sem ekki væri allt með felldu. Samt fóru þeir aftur upp á fjallið og héldu áfram að grafa í hauginn. Loks komu þeir niður á kistu. Þá var einn mannanna látinn fara ofan í gröfina og bregða böndum í hringi, sem voru á hvorum kistugafli. Síðan hófu þeir að draga kistuna upp úr gröfinni. En er kistan var komin hálfa leið upp úr gröfinni, slitnaði hringurinn úr kistugaflinum. Kistan féll niður í gröfina aftur og varð þar maðurinn undir henni. Hann beið þegar bana. Sló þá óhug í félaga hans, sem mokuðu þá þegar ofan í gröfina og gengu frá henni aftur sem vendilegast. — Þeir tóku heim með sér hringinn til sannindamerkis um atburðinn, sem gerzt hafði. Þeir gáfu svo kirkjunni hringinn með þeim ummælum, að hann skyldi um langa framtíð prýða hurðir Staðarkirkju, og þar er hann sem sé enn.
- Matthildur Sigurðardóttir, 2. bekk C.
Fáir eru smiðir í fyrsta sinn
Þegar ég var 9 ára gömul, átti ég heima uppi í sveit fyrir austan. Á sumrin var mikið annríki á heyskapartímanum, og ekki var kvenfólkið síður önnum kafið en karlmennirnir.
Dag einn var mamma sem aðrir að vinna úti á túni í heyi. Mín gætti auðvitað lítið í heyskapnum, en þó var ég að snúast í kringum fólkið og myndast við að gera eitthvað.
Einu sinni vorum við að snúa í heyi í góðum þurrki. Það var nokkru fyrir nónið. Þá kom mamma til mín og spurði mig, hvort ég gæti ekki verið svo myndarleg að taka til kaffið fyrir sig heima. Ég hélt það, mikil ósköp. Ég flýtti mér svo inn í bæ, og var himinlifandi yfir því, að mamma skyldi treysta mér fyrir þessu. Fyrst hitaði ég kaffivatnið og hellti upp á könnuna. Svo fór ég fram í búr til þess að taka til brauð. Þá fannst mér mamma eiga svo lítið með kaffinu, að mér flaug í hug að drýgja það eilítið og baka nokkrar pönnukökur. Ég náði því í stóru matreiðslubókina hennar mömmu. Síðan hrærði ég í pönnukökurnar. Ég setti pönnuna á eldavélina og fullan straum á. En þegar ég vildi snúa pönnukökunni á pönnunni, sat hún föst, loddi blýföst við hana. — Hafði ég gleymt að láta eitthvað í deigið? Ég gáði og bar saman við bókina. — Nei, svo var ekki. — En þá mundi ég allt í einu eftir því, að ég hafði séð mömmu smyrja pönnuna með tólg, áður en hún lét á hana hveitisoppuna. Ég fór því fram í búr og sá þar fullt fat af ósnertri tólg. Ég lét svo alltaf svolítinn tólgarbita á pönnuna, og nú gekk allt vel.
Á meðan ég var að baka, var ég alltaf að hugsa um, hvað fólkið mundi verða glatt yfir því, að fá nýjar pönnukökur með kaffinu. — Loks var ég búin. Ég leit á klukkuna og sá, að hún var orðin margt. Ég fór því að haska mér. Ég setti bolla á borðið og svo var allt tilbúið.
Fólkið settist að borðinu. Það dáðist að því, hve mikill listamaður ég var í pönnukökubakstri, og ég var svolitið hrifin af sjálfri mér. Þetta gat ég gert.
Þegar fólkið fór að bragða á pönnukökunum, fannst mér það verða eitthvað skrítið á svipinn. „Hvað er nú að?“ hugsaði ég. Mamma fór að athuga og spyrja, hvað ég hefði látið í þær. Þá kom hún auga á tólgarfatið. Í því var alls engin tólg heldur tólgarsápa, sem mamma hafði nýlega búið til. Í henni var m.a. vítissóti. Það varð því að fleygja öllum pönnukökunum mínum. Þetta fannst mér ákaflega leiðinlegt en huggaði mig við það, „að fáir eru smiðir í fyrsta sinn“.
- Eygló Bogadóttir, gagnfræðadeild.
Vertíðarsaga úr Eyjum
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna, þá á þetta að vera saga. Ég ætla samt hér í þessum pistli að reyna að sýna lifnaðarhátt margs ungs fólks, er hingað kemur á vertíð til þess að afla sér peninga. Það getur verið saga út af fyrir sig. Hér í þessum bæ er mjög mikið vertíðarsvall á vetrum, og unglingar, sem hér hafa komið, hafa farið snauðari héðan en er þeir komu. Allir peningar þeirra hafa farið í tóbak, vín og svall. Þetta finnst mér ekki heilbrigt og það finnst víst fleirum. Það hefur komið fyrir, að unglingar hafa orðið að hringja heim til sín til að biðja foreldra sína um lán til þess að komast héðan, eftir að hafa þénað mikla peningaupphæð. Þeir unglingar hafa enga festu og engan vilja. Þeir kaupa sælgæti á einum degi, svo að tugum króna nemur. Ekki eru svo helgaskemmtanirnar neitt slor. Útgjöld fyrir eina helgi geta komizt upp í um 3.000 kr. og meira, en það sem hefst upp úr þessu, er ekkert annað en það að verða sér til skammar. Fylgjum til dæmis einhverjum manni um eða undir tvítugt frá því að hann vaknar á laugardagsmorgni þangað til á sunnudag. Hann skrópar í vinnu á laugardegi til þess að komast í ösina á pósthúsinu, að „leysa út“, eins og það kallast. Þarna hefur hann tapað fleiri tíma vinnu og borgað nokkur hundruð krónur fyrir vín. Já, ef hann hefur ekki verið svo forsjáll að panta vín, þá er bara að fara til annars, sem á nóg, og fá hjá honum vín með okurverði. Þetta tekur oft hálfan laugardaginn að bjarga þessu, og síðan er farið að dreypa á drykknum til þess að vera nú orðinn góðglaður, áður en ballið hefst. Í röðina og troðninginn við Samkomuhúsið er farið kl. 8 til þess að ná í miða. Hvað á ballinu gerist veit ég ekki alveg,
en flesta grunar, hvað þar gerist. Nú, þarna er honum fleygt út bláum og bólgnum og lítur hann nú orðið það stórt á sig, að ef einhver kemur við hann, kostar það handalögmál. Í þeim er hann barinn sundur og saman, tennur brotnar og fötin hans rifin og eyðilögð. Nú kemur lögreglan og ekur honum í Steininn. Daginn eftir vaknar hann þunnur og man ekkert, hvað skeð hefur, og þorir ekki að láta sjá sig. Þetta hefur farið upp í 4.000 kr. eða meira, og svo kvarta þessir veslingar og kveina um, að þeir fái ekkert kaup. Því miður er dálítið af slíku fólki til, en ekki mjög mikið, sem betur fer.
Nú læt ég þessu rabbi mínu lokið og veit, að það hefur verið óþarfi, því að þetta vita allir, sem nokkuð vita og vilja vita.
Með punktum og basta.
- Helgi Kristinsson, 1961.
Fyrsta síldin
Ég fór í fyrsta skiptið á síld sumarið 1960 og var þá 15 ára gamall.
Við héldum frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, því að þar var nótin. Eftir að búið var að koma henni um borð, var haldið til Siglufjarðar, en þar var nótabáturinn.
Frá Siglufirði var stefnt í norður. Ég átti fyrstu vakt og skeði ekkert markvert á henni. Eftir kvöldmat lagði ég mig. Ekki hafði ég sofið lengi, er ég vaknaði við hávaða mikinn og hélt, að það væri ölæði stýrimannsins, því að hann var nokkuð blautur og við skál ásamt kokknum, þegar ég lagði mig.
Samt hoppaði ég fram úr kojunni og fékk í sama bili þann, er í kojunni svaf fyrir ofan mig, ofan á mig og allt var í öngþveiti. Það var rifist um stígvélin, meðan stýrimaðurinn, sem var kominn á vakt og að mestu leyti allsgáður aftur, lét blótsyrðin og skammirnar dynja niður um lúkarskappann.
Að lokum komumst við upp og vorum þrír látnir fara í bátinn og var ég einn þeirra. Við þrír stukkum út í nótabátinn og hringsnérumst þar hver um annan og vissi enginn, hvað hann átti að gera eða hvar hann átti að standa í bátnum.
Ekki stóð á fyrirskipunum frá „kallinum“, stýrimanninum og vélstjóranum, en þeir voru hinir einu af áhöfninni, sem á síldveiðum höfðu verið áður.
Loks kom nú stýrimaðurinn um borð til okkar og hljóp þar um eins og berserkur og hrópaði, að svona og svona ættum við að gera og standa. Eftir góða stund var allt komið í stakasta lag og við orðnir margs fróðari og allt tókst það sæmilega að lokum.
Mikið gleðióp barst frá mannskapnum, þegar búið var að ,,snurpa“ eins og þeir kalla það, sjóarar, er við sáum, að síldartorfan, sem kastað var á, var inni í nótinni.
Þá var byrjað að draga nótina inn í bátinn aftur og gekk á ýmsu.
Þegar búið var að háfa síldina og farið að leita að meiri síld, var ég hundskammaður fyrir að hafa ekki sparkað í afturendann á 2. vélstjóra, en hann stóð við hliðina á mér í bátnum, þegar verið var að draga nótina inn, og þótti sumum handbrögð hans heldur lin.
- G.S. 4. verknáms.
Minnisstæður atburður
Þegar ég var 7 ára að aldri, skeði þessi atburður, sem ég ætla að skrifa um. Sá mikli atburður var, að það átti að hefja leit að mér og tveim vinum mínum. Ég hafði boðið þeim með mér út í vörugeymslu föður míns, því að þar vissi ég, að geymdur var lakkrís. Enginn var heima, þegar við fórum þangað, en á meðan við erum þarna að éta lakkrís, kemur frændi minn. Þegar við urðum hans vör, földum við okkur bak við kassa inni í herbergi, sem þar er, og létum ekkert í okkur heyra. Síðan fer hann og læsir á eftir sér þessu herbergi og nú gránar gamanið. Svo líður að kvöldmáltíð, og er þá farið að hefjast handa um leit að okkur. Enginn hafði séð okkur lengi. Fóru foreldrar hinna, sem voru systkini, niður á bryggju og hingað og þangað að leita, en urðu einskis vísari. Svo klukkan að verða 10 um kvöldið kemur frændi minn aftur og þurfti að hjálpa manni um ölkassa. Þá heyrir hann kallað einhversstaðar og voru þetta þá við, öll útgrátin og búin að vera að kalla og kalla, en enginn heyrði neitt, og engum datt í hug, að við værum þarna, því að ég var ekki vanur að fara þangað, þegar enginn var þar. Það var skrítinn hópur, þegar frændi minn kom með okkur, öll svört eftir lakkrísát og grát, en við vorum ekkert svöng, búinn að éta mikinn lakkrís. Var þá búið að leita um allan bæ og hringja til allra leikbræðra okkar. Næst stóð til að gera út leiðangur að leita að okkur.
- Kristmann Karlsson, 3. bekk bóknáms.
Á selveiðum
S.l. sumar var ég í sveit og dvaldist þá austur í Öræfum. Einn blíðviðrisdag í júlímánuði fórum við á selveiðar. Um morguninn var okkur sagt, að margir selir lægju uppi og sleiktu sólskinið við Ósinn. Meðal þeirra væru margir kópar, en skinnin af þeim eru mjög verðmæt. Við brugðumst skjótt við og bjuggumst til ferðar. Veðrið var mjög gott, og við gátum lagt af stað kl. 11 f.h.
Eftir hálftíma akstur komumst við á leiðarenda. Þá tóku allir upp spýtur og lurka til að rota selina með. Einnig veiddum við í selanót.
Við vorum 16 saman og höfðum eftir nokkra stund lagt að velli 47 seli. Einn okkar var að draga stóran sel upp á grynningarnar. Sá selur var rotaður til hálfs. Allt í einu tók selurinn viðbragð. Þorlákur, en svo hét maðurinn, hafði band á selnum, og það svo vafið um hendina. Þegar selurinn kippti í bandið við viðbragðið, missti Láki fótanna og steyptist í ósinn á bólakaf. Samt vildi hann ekki missa af selnum, en var þó í miklum vandræðum.
Margir okkar óðu út í vatnið til þess að reyna að hjálpa honum. Loks kom Láki fyrir sig fótunum og tókst að draga selinn að sér, þótt hann hamaðist og léti öllum illum látum. Svo komum við honum til hjálpar og rotuðum selinn. En svo vondur var Láki orðinn út í selinn, að hann opnaði á honum ginið dauðum og spýtti upp í það. Á þennan hátt svalaði hann skapi sínu á dauðri skepnunni.
Svo hélt veiðin áfram, þangað til allir voru orðnir þreyttir. Ánægðir vorum við með veiðina, því að við höfðum veitt 64 seli og 17 kópa. Þá var veiðinni skipt niður á bæina eftir mannafla og síðan sett upp á bifreiðarnar og dráttarvélarnar og ekið heim.
Þrisvar var farið á selveiðar þarna þetta sumar og veitt vel í öll skiptin. — Einnig var mikið veitt af silungi í Öræfunum. Úr einni silungsveiðiför komum við heim með 93 væna silunga.
- Bergur M. Sigmundsson, 2. bekk C.
Kviksettur
Ég var óskaplegur prakkari, þegar ég var smástrákur. Ég átti það til að gera eldri strákunum ýmsar skráveifur. Ég vildi sýnast meiri maður með því, enda þótt ég óttaðist hefndina eftir á. Einhverju gátu þeir fundið upp á.
Svo var það einu sinni, að ég fékk tækifæri til að stríða honum Óla „krata“, sem svo var kallaður. Ég laumaðist upp í herbergið hans kvöld eitt áður en hann gekk til náða, og stráði pipar á svæfilinn í rúminu hans. Svo smeygði ég nokkrum ígulkerum, sem ég hafði fundið niðri í fjöru, undir lakið í rúminu hans, þar sem ég hugði bakhlutann helzt hvíla.
Það hefur víst fokið heldur betur í piltinn, þegar hann lagðist fyrir um kvöldið, og ekki var hann lengi að finna hrekkjalóminn! Næsta kvöld kvaldi hann mig eftirminnilega. Þá var ég að reika einsamall niður við höfnina. Þegar ég gekk fyrir hornið á Kumbalda, var þrifið í mig. Tveir slöttungar héldu mér föstum, en Óli stóð glottandi hjá og horfði á. Strákarnir tróðu mér ofan í stóran trékassa og negldu síðan vandlega lokið yfir. Síðan kváðust þeir ætla að grafa mig lifandi. Ég hafði heyrt fólk segja hroðalegar sögur af kviksettum mönnum. Ekkert í veröldinni óttaðist ég meir en kviksetningu.
Þeir tóku kassann upp með mér og kváðust vera á leið í kirkjugarðinn. Ég brauzt um í örvæntingu, öskraði, hótaði og lamdi, en þeir þóttust ekki verða þess varir og önzuðu mér ekki einu orði. — Loks heyrði ég, að Óli segir:
„Jæja, þá erum við komnir á leiðarenda.“ Ég heyrði, að kassinn var látinn síga niður og sandur og möl eða mold dundi á honum. Kaldur sviti brauzt út á enni mér. Ég grenjaði og þrábað þá um að sleppa mér.
„Ættum við ekki að lesa bæn?“ spurði einn strákanna. „Það er nú heldur mikil viðhöfn,“ svaraði annar. — Skelfing mín fór vaxandi. Mér fannst satt að segja, að ég væri búinn að vera nógu lengi í þessari prísund. Ég hafði enga löngun til að láta grafa mig lifandi, hvorki í vígðri mold né óvígðri. Þrátt fyrir marga skávanka á þessum syndumspillta heimi, langaði mig þó til að lifa lengur og gleðjast yfir fegurð himinsins og tilverunnar.
Ég tók nú á allri orku minni, sem varð nú jafnvel meiri en eðlilegt var, sparkaði af öllum kröftum og spyrnti, unz eitthvað lét undan. Önnur hliðin í kassanum brotnaði. Ég tróðst út allshugar feginn að vera laus úr þessari klípu. Strákarnir sáust hvergi. — Ég labbaði heim á leið og afréð það með mér á leiðinni, að hætta öllum hrekkjum og prakkaraskap. Skammt var ég kominn fram hjá Kumbalda (en lengra hafði mig ekki borið til ríkis hinna dauðu að sinni), þegar strákarnir gripu mig aftur og hótuðu mér afarkostum, ef ég steinþegði ekki
um tiltæki þeirra. Ofan á allt hitt varð ég að þola það. Þögninni lofaði ég hátíðlega, enda hefði ég líklega litla samúð hlotið, hefði ég sagt frá þrengingum mínum og ástæðunum fyrir þeim.
- Steinar Árnason, landsprófsdeild.
Þegar við komum fyrst í Gagnfræðaskólann
Við minntumst á það vorið, sem við lukum barnaprófinu, hversu gaman hlyti að vera að geta staðið sig vel í barnaskólanum og fá svo að setjast í „góðan bekk“ í Gagnfræðaskólanum. Svo fengum við prófvottorðin okkar. Við tókum við þeim með hjartslætti eftir að hafa heyrt nöfnin okkar lesin upp við slit barnaskólans.
Sumarið leið og Gagnfræðaskólinn skyldi hefjast. Um morguninn daginn þann, sem skólinn skyldi settur, vorum við með hálfgerða magapínu. Við gerðum bæði að kvíða fyrir og hlakka til. Svo klæddum við okkur í beztu fötin okkar og héldum á stað upp í skóla. Það mun hafa verið á öðrum tímanum. Eldri og stærri nemendurnir flykktust að. Þá tókum við að íhuga, hversu smáar við værum vexti við hliðina á „skessunum“ og „raumunum“, og minnimáttarkenndin sagði illa til sín. Við þóttumst hafa lokið „pelabarnaskólanum“ um vorið, en nú tók þá annar pelabarnaskólinn við eða yngstu bekkir hans. Mikið hlytu þessir stórvöxnu nemendur að líta niður á okkur fyrstabekkjarnemendurna!
Upp tröppurnar liðum við hægt og silalega. Allir stóru nemendurnir, sem verið höfðu þarna fyrr, strunsuðu inn á snyrtiherbergin og tóku til að greiða sér og snurfusa. Það þorðum við ekki, „smáfuglarnir“. Við stóðum hnípin á göngunum, ósköp lítil, með hjartslátt, sem við óttuðumst að hinir heyrðu, þótt þeir sæju hann ekki undir fötunum.
„Heyrðu, Sigga,“ sagði ég, „þú hefur heyrt um svarta listann hérna í skólanum.“ Þessu hvíslaði ég við eyrað á Siggu vinkonu minni. „Já,“ sagði Sigga, ,,en Gunna segir, að þeir séu fleiri en einn.“ Það greip okkur einhver ógn, er við hugleiddum alla þessa lista. Það var sem sé fylgzt með öllum gjörðum okkar í þessum skóla og hverri hreyfingu, og allt fært inn á einhverja dularfulla lista. Þetta var allt hryllilegt.
Svo skyldi þá athöfnin hefjast. Okkur var öllum boðið inn í fimleikasalinn. Mikið fannst okkur þessir eldri nemendur mundu líta niður á okkur. Þeir voru eitthvað svo heimaríkir og miklir fyrir sér, þegar inn var gengið. Þeir voru víst svona grobbnir!
Svo setti skólastjórinn skólann með ræðu. Þá fannst okkur, að við vera öruggari, þegar hann hafði talað. Þetta var þá ekki neitt sérstaklega skelfilegt. Dugleg og iðin skyldum við vera. Það var í fyrsta lagi. Þetta hafði Lúlla systir sagt mér. Í öðru lagi skyldum við vera iðin og dugleg. Þetta hafði skólastjórinn sagt þeim eldri einhverntíma. Og í þriðja lagi þurfti dugnað og iðni til að standa sig í þessum skóla, hafði hann sagt. Nú, er það þá allt, hafði einhver spurt hann. Þurfti ekki einhverjar gáfur líka? Þá hafði hann hlegið kankvíslega og sagt: „Aðeins eilitla vitglóru.“ Þá var sem sé allt fengið. Og höfðum við þá til brunns að bera allan þennan dugnað? Var þessi skammtur af vitglóru til í kollinum á okkur? Við Sigga vinkona mín höfðum fengið 8 og 8,2 í aðaleinkunn í barnaskólanum. Bar það vott um næga vitglóru? Mundum við lenda í neðsta bekk? Þá hefðum við grátið, grátið.
Svo hófst skólastarfið. Allt lék í lyndi. Við Sigga fengum sæti í hæstu deild 1. bekkjar. Og samskipti okkar við eldri nemendur urðu góð. Aðeins einu sinni lét ein stúlka í 3. bekk okkur skiljast það, að við værum litlar og lítilmótlegar. ,,Varstu ekki einu sinni lítil líka og byrjaðir þú ekki einu sinni í 1. bekk hér í skólanum? Varstu þá eitthvað meiri en við?“ Þá þagnaði sú stóra, en sletti höfði. Síðan þaut hún inn í snyrtiherbergið til þess að greiða sér.
- Tvær stórar í 3. bekk.