„Blik 1952/Lýðháskólinn í Voss“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1952 =Lýðháskólinn í Voss= <br> Milli hárra fjalla vestan við Hallinga-hálendið er héraðið Voss í Noregi. Vörsi hét það í fornu máli. ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(6 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 2: Lína 2:




<center>[[Mynd: 1952 b 29 AA.jpg|500px|ctr]]</center>




 
<big><big><big><center>Lýðháskólinn í Voss</center></big></big></big>
=Lýðháskólinn í Voss=
<br>
<br>
Milli hárra fjalla vestan við Hallinga-hálendið er héraðið Voss í Noregi. Vörsi hét það í fornu máli. Það er í rauninni nokkrar sveitir með einu sameiginlegu nafni. Miðstöð þeirra er kaupstaðurinn, Vangurinn eða Vangen, eins og hann heitir nú. Þar er verzlunarvangur Vossasveitanna. Í kaupstaðnum og næsta umhverfi búa um 3000 manns, en alls búa um 9000 manns í héraðinu.  <br>
<big>Milli hárra fjalla vestan við Hallinga-hálendið er héraðið Voss í Noregi. Vörsi hét það í fornu máli. Það er í rauninni nokkrar sveitir með einu sameiginlegu nafni. Miðstöð þeirra er kaupstaðurinn, Vangurinn eða Vangen, eins og hann heitir nú. Þar er verzlunarvangur Vossasveitanna. Í kaupstaðnum og næsta umhverfi búa um 3000 manns, en alls búa um 9000 manns í héraðinu.  <br>
Vangen stendur á flatlendi nokkru við eystri eða innri enda Vossavatnsins, sem liggur vestast í héraðinu. Upp frá því teygja sig brattar, skógivaxnar hlíðar með fjölda bændabýla og frjósamra túna og akra. Ofar hlíðunum gnæfa fjöllin vaxin lauf og barrskógi að efstu skógarmörkum, en sumstaðar ber skógartrén við himin. <br>
Vangen stendur á flatlendi nokkru við eystri eða innri enda Vossavatnsins, sem liggur vestast í héraðinu. Upp frá því teygja sig brattar, skógivaxnar hlíðar með fjölda bændabýla og frjósamra túna og akra. Ofar hlíðunum gnæfa fjöllin vaxin lauf og barrskógi að efstu skógarmörkum, en sumstaðar ber skógartrén við himin. <br>
Austur af kaupstaðnum hækkar landið smám saman í brekkur, ása og fell, þar sem einnig „una byggðarbýlin smáu, dreifð yfir“ frjósöm tún með skóga á alla vegu. <br>
Austur af kaupstaðnum hækkar landið smám saman í brekkur, ása og fell, þar sem einnig „una byggðarbýlin smáu, dreifð yfir“ frjósöm tún með skóga á alla vegu. <br>
Lína 20: Lína 20:
Síðan um aldamót hafa jafnan sótt þennan lýðháskóla ungmenni frá öllum Norðurlöndum. Milli 60 og 70 Íslendingar hafa stundað nám í skóla þessum. Meðal þeirra eru sumir kunnustu rithöfundarnir okkar, svo sem Kristmann Guðmundsson og Guðmundur Gíslason Hagalín. Fleiri kunnir Íslendingar hafa stundað þar nám, svo sem Snorri Sigfússon námsstjóri, Bjarni Ásgeirsson sendiherra og Sigurður Greipsson skólastjóri. <br>
Síðan um aldamót hafa jafnan sótt þennan lýðháskóla ungmenni frá öllum Norðurlöndum. Milli 60 og 70 Íslendingar hafa stundað nám í skóla þessum. Meðal þeirra eru sumir kunnustu rithöfundarnir okkar, svo sem Kristmann Guðmundsson og Guðmundur Gíslason Hagalín. Fleiri kunnir Íslendingar hafa stundað þar nám, svo sem Snorri Sigfússon námsstjóri, Bjarni Ásgeirsson sendiherra og Sigurður Greipsson skólastjóri. <br>
Skólastjóri lýðháskólans á Voss er nú Oystein Eskeland sonur Lars Eskelands skólastjóra.
Skólastjóri lýðháskólans á Voss er nú Oystein Eskeland sonur Lars Eskelands skólastjóra.
::::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.]]
:::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.]]


{{Blik}}
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 13. mars 2011 kl. 14:03

Efnisyfirlit 1952


ctr


Lýðháskólinn í Voss


Milli hárra fjalla vestan við Hallinga-hálendið er héraðið Voss í Noregi. Vörsi hét það í fornu máli. Það er í rauninni nokkrar sveitir með einu sameiginlegu nafni. Miðstöð þeirra er kaupstaðurinn, Vangurinn eða Vangen, eins og hann heitir nú. Þar er verzlunarvangur Vossasveitanna. Í kaupstaðnum og næsta umhverfi búa um 3000 manns, en alls búa um 9000 manns í héraðinu.
Vangen stendur á flatlendi nokkru við eystri eða innri enda Vossavatnsins, sem liggur vestast í héraðinu. Upp frá því teygja sig brattar, skógivaxnar hlíðar með fjölda bændabýla og frjósamra túna og akra. Ofar hlíðunum gnæfa fjöllin vaxin lauf og barrskógi að efstu skógarmörkum, en sumstaðar ber skógartrén við himin.
Austur af kaupstaðnum hækkar landið smám saman í brekkur, ása og fell, þar sem einnig „una byggðarbýlin smáu, dreifð yfir“ frjósöm tún með skóga á alla vegu.
Austur af Vossabyggðum rísa síðan Hallingjafjöllin og nyrztu og vestustu fjöll Harðangursöræfanna, þar sem Stóriskafl og Harðangursjökullinn gnæfa hæst, 1700—1900 metra háir.
23. apríl 1940 var gjörð loftárás á Vangen, og brunnu þá flest stærstu húsin til ösku. Nú hafa risið þar upp aftur nýtízku verzlunarhús, sem setja svip á kaupstaðinn. Þó er gamla kirkjan enn svipmest með háa turninn sinn. Hún er nú bráðum 700 ára gömul. Suður af henni er grasigróin völlur. Í honum stendur mosavaxinn steinkross, sem enginn veit aldur á. Hann hefir einhverntíma á öldum verið reistur til minja um atburð þann, að bændur Vossabyggða játuðust undir kristna trú á þessum velli árið 1023 fyrir atbeina Ólafs konungs Haraldssonar hins helga.
Voss er nú miðstöð margskonar menningarstarfa í byggðum Vestur-Noregs „sunnan fjalla“. Þar teljast nú vera 13 skólar starfræktir. Þar er menntaskóli, lýðháskóli, gagnfræðaskóli, húsmæðraskóli, verzlunarskóli, skóli fyrir heimilishjálp húsmæðra, búnaðarskóli, iðnskóli o.s.frv.
Voss er og miðstöð margskonar íþróttastarfsemi nálægra og fjarlægra byggða í vestanverðum Noregi, og þó sérstaklega skíðaíþróttarinnar, hinnar frægu þjóðaríþróttar Norðmanna. Þar eru brekkur langar og góðar, og ýmiskonar tækni og tök er þar í þjónustu skíðamanna fyrir atbeina hins opinbera. Þar eru mörg gistihús.
Til mála kom hjá málsmetandi mönnum að láta einhvem hluta Olympíuleikanna s.l. vetur fara fram á Voss, ef svo bæri undir, og á skorti um aðstöðu í Holmenkollen, t.d. vegna skorts á snjó.
Næst elzti ungmennaskólinn á Voss er lýðháskólinn. Byggingar skólans standa í fögru skógi vöxnu umhverfi norðan við vatnið, skammt frá Vangen. Jörðin, sem skólinn stendur á, hét Sæheimur fyrr á öldum, en með tímans gnauði hefur nafnið breytzt í Seim, eins og jörðin heitir nú.
Lýðháskólann á Voss stofnuðu þeir Lars Eskelund skólastjóri og Olaus Alvestad kennari árið 1895. Alvestad dó skömmu síðar, en Eskeland stjórnaði skólanum í 30—40 ár við mikinn og góðan orðstír. Hann varð nafnkunnur skólamaður og ræðumaður um öll Norðurlönd og víðar. Skáld gott var hann einnig.
Síðan um aldamót hafa jafnan sótt þennan lýðháskóla ungmenni frá öllum Norðurlöndum. Milli 60 og 70 Íslendingar hafa stundað nám í skóla þessum. Meðal þeirra eru sumir kunnustu rithöfundarnir okkar, svo sem Kristmann Guðmundsson og Guðmundur Gíslason Hagalín. Fleiri kunnir Íslendingar hafa stundað þar nám, svo sem Snorri Sigfússon námsstjóri, Bjarni Ásgeirsson sendiherra og Sigurður Greipsson skólastjóri.
Skólastjóri lýðháskólans á Voss er nú Oystein Eskeland sonur Lars Eskelands skólastjóra.

Þ.Þ.V.